Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 22. nóv­em­ber til 6. des­em­ber.

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Samstöðu- og styrktarpartí fyrir Elvar

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 6. desember kl. 19:.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Fáir hljóðmenn hafa verið jafn afkastamiklir og Elvar Geir Sævarsson, en auk þess að vera einn helmingur af sveitinni Helvar þá hefur hann verið í hljóðbásnum hjá að minnsta kosti annarri hverri rokksveit landsins. Því ætti ekki að koma á óvart að þegar hann fékk heilablóðfall í haust vildu margir leggja sitt af mörkum til að hjálpa honum, og því var efnt til þessa styrktartónleika. Fram koma stórsveitir eins og HAM, Sólstafir og Skálmöld, auk Morðingjanna, Momentum, Kolrössu krókríðandi, Fleka, Volcanova, Devine Defilement og Dr. Gunna og hljómsveit. DJ Töfri lýkur síðan kvöldinu með stæl. Auk aðgangseyris er tekið við frjálsum framlögum.

Andy Svarthol útgáfutónleikar

Hvar? Hressingarskálinn
Hvenær? 22. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Tilfinningaríka tvíeykið sem myndar kjallarapoppsveitina Andy Svarthol fagnar útkomu fyrstu breiðskífu sinnar Mörur á Hressó. Platan verður flutt í heild sinni, en sama dag verður hún fáanleg í vínylútgáfu. Fleiri atriði koma fram á þessu kvöldi, en skáldið Bragi Páll Sigurðarson les meðal annars úr nýútkominni skáldsögu sinni, Austur.

Unfiled sjónleikar I

Hvar? Mengi
Hvenær? 22. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þetta eru fyrstu af þremur Unfiled sjónleikakvöldum, en þeir eru eins konar tilraunastofa þar sem mismunandi listamenn spinna ólík verk í hljóð og mynd. Á þessu kvöldi koma fram Atli Bollason og Guðmundur Úlfarsson, en þeir eru báðir reyndir raftónlistarmenn sem eru betur þekktir sem Allenheimar og Good Moon Deer.

The Irishmen

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 22. nóv.–12. des.
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Martin Scorsese á að baki sér langan og virtan feril sem kvikmyndagerðarmaður, en margir gagnrýnendur segja að nýjasta myndin, The Irishman, sé besta mynd hans í 30 ár. Hún er byggð á sannri sögu um leigumorðingja sem á að hafa drepið verkalýðsforingjann Jimmy Hoffa.

Doomcember 2019

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22.–23. nóvember
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Doomcember er árlegur fögnuður dúmhljómsveita, en þær einkennast af þungum, hægum og leðjukenndum hljóðfæraleik og eru því hið fullkomna tónlistarform til að hrista af sér skammdegisdepurðina og fagna myrkri vetursins. Í ár teygir hátíðin sig yfir tvö kvöld og koma eftirfarandi hljómsveitir fram: Nornagal, Kvelja, Morpholith, Saturnalia Temple, Plastic Gods, Slor, Dynfari, Katla, Sunnata og Godchilla. 

Örlagaþræðir

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Verkið Örlagaþræðir er samrunaverk þar sem söngur og dans renna saman í túlkun á ljóðum Mariu Stuart og Mathilde Wesendonck. Umfjöllunarefni skáldanna eru ólík og lifðu þær á ólíkum tímum en þær voru báðar fullar af ástríðu og þrótti. Ljóðin verða túlkuð af þeim Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Láru Stefánsdóttur dansara.

Jólabíó

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 23. & 30. nóv. kl. 15.00 & 20.00
Aðgangseyrir: 1.000–1.600 kr.

Bíó Paradís efnir til sérstakra jólasýninga á vel völdum bíómyndum sem henta bæði fyrir fjölskyldur með börn og fullorðna sem varðveita ennþá börnin í sér. Á næstunni eru til sýnis Home Alone 2 þann 23. nóvember og fyrsta Harry Potter myndin 30. nóvember; haldnar eru fjölskyldusýningar klukkan 15.00 og síðan partísýningar kl. 20.00.

Verndarvættir Íslands

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? Til 28. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning er sprottin upp úr vinnu Sigrúnar Úlfarsdóttur þar sem hún kynnti sér indverska heimspeki og orkustöðvar ayurveda-fræðanna í tengslum við hönnun skartgripa. Hún vildi gera myndverk í kringum viðfangsefnið, þar sem skartgripalína virkaði eins og eitt atriði í risastóru myndrænu hugverki þar sem myndlist og hönnun kallast á eins og tveir andstæðir pólar, úr tveimur ólíkum heimsmyndum.

Jólaforleikur Teits Magnússonar og Árna Vil

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 28. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Vinirnir Teitur og Árni eru báðir vel þekktir í tónlistarheiminum; Teitur fyrir að vera skeggprúður þjóðlagatöframaður sem heldur messur tileinkaðar draumum og góða lífinu á hverjum tónleikum, og Árni fyrir að vera óheflaður stuðbolti. Á þessum jólaforleik verður auk tónleika lesin jólasaga og fluttur þakkargjörningur.

Drag-Súgur fjáröflun fyrir Báru

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 28. nóvember kl. 21.30
Aðgangseyrir: 2.940 kr.

Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir hefur staðið í ströngu frá því að hún leysti frá skjóðunni um fund nokkurra þingmanna Miðflokksins og úr Flokki fólksins á Klausturbar í fyrra þar sem þeir afhjúpuðu meðal annars fordóma sína gagnvart fötluðum, konum og fleirum. Nú stendur hún frammi fyrir miklum lögfræðikostnaði og því hafa dragdrottningarnar (og konungarnir) í hinsegin kabaretthópnum Drag-Súgur ákveðið að efla til fjáröflunarviðburðar henni til stuðnings.

Jólafjör Stórsveitar Reykjavíkur

Hvar? Harpa
Hvenær? 1. desember kl. 17.00
Aðgangseyrir: 4.250 kr.

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegum barna- og fjölskyldutónleikum. Tónleikarnir hafa vakið mikla lukku í gegnum árin, sérstaklega hjá yngri hlustendum, sem fá tækifæri til að skyggnast inn í töfraheim djass- og stórsveitartónlistar. Á þessum viðburði flytur rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir einnig nýja jólasögu sem hún hefur samið fyrir þetta tilefni undir tónspili Stórsveitarinnar.

Jólaævintýri Þorra og Þuru

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 1., 8., 15. & 22. des kl. 13.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Álfarnir Þorri og Þura sýna nýtt jólaleikrit, en þeir hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandssýningum sínum síðan árið 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og slógu í gegn með jólaþáttunum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV síðustu jól. Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýningar þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist.

Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hvar? Harpa
Hvenær? 5. desember kl. 19.30
Aðgangseyrir: frá 2.600 kr.

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma perlur eftir meistara barokktónlistar frá 17. og 18. öld. Flutt verða verk eftir frönsku tónskáldin Jean-Baptiste Lully og Jean-Philippe Rameau, og þýsku tónskáldin Georg Philipp Telemann og Johann Sebastian Bach. Hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands þetta kvöld verður hinn rússneski Maxim Emelyanychev.

Skúraleiðingar #3

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 5. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Það verður líf og fjör þegar nokkrar bílskúrshljómsveitir koma úr skúrnum í haust og stinga í samband. Á þremur fimmtudagskvöldum munu þrjár hljómsveitir troða upp í hvert skipti og flytja frumsamið efni og ábreiður í bland. Búast má við rokki, pönki, blús og öðru slíku. Á þessu þriðja og síðasta kvöldi stíga á svið Sverrisson Hotel, Blúsband Þorkels Jóelssonar og félagar og Gunk.

Japanskir kvikmyndadagar 2019

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 5.–10. desember
Aðgangseyrir: 1.600 kr. hver mynd

Japanskir kvikmyndadagar eru haldnir enn og aftur í ár, en í þetta skiptið verða sjö myndir til sýnis. Meðal þeirra eru rómantíska fantasíumyndin Your Name sem sló öll fyrri met japanskra teiknimynda þegar hún kom út 2016, ástkæra Studio Ghibli ævintýramyndin Howl’s Moving Castle og sálfræðitryllirinn Perfect Blue sem var ein af fyrstu myndum til að vekja máls á hættum sem frægu fólki stafar af rafrænu aðgengi aðdáenda að því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár