Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfirlýsing til stuðnings LÍN-frumvarpi var ekki rædd í Stúdentaráði

Guð­mund­ur Stein­gríms­son, þing­mað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir að frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar sé „Thatcher­ismi í sínu versta formi, þar sem efna­meira fólki er skamm­laust hamp­að á kostn­að efnam­inni“ og „krist­al­tært dæmi um ótrú­lega vont póli­tískt hjarta­lag“.

Yfirlýsing til stuðnings LÍN-frumvarpi var ekki rædd í Stúdentaráði

Yfirlýsing formanna fjögurra stúdentahreyfinga, meðal annars Stúdentaráðs Háskóla Íslands, til stuðnings LÍN-frumvarpi Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, var ekki lögð fyrir Stúdentaráð áður en hún var send til fjölmiðla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá minnihluta ráðsins sem harmar vinnubrögð meirihlutans. 

„Yfirlýsingin var ekki lögð fyrir Stúdentaráð og byggir samþykki hennar á óformlegum samtölum formanns Stúdentaráðs við ráðsmeðlimi um breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu. Stúdentaráð hefur hvergi fengið útlistun á því hvernig afstaða einstakra ráðsliða var metin við gerð yfirlýsingarinnar og fór engin umræða fram innan ráðsins um frumvarpið eftir meðferð í nefndinni,“ segir þar. 

Stundin greindi frá yfirlýsingunni í gær, en þar skora formenn Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ), Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri (FSHA), Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) og Nemendasambands Tækniskólans (NST) á Alþingi að afgreiða strax hið umdeilda frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. Þinginu átti að ljúka í dag samkvæmt starfsáætlun en frumvarpið á bæði eftir að fara í gegnum aðra og þriðju umræðu. 

„Við krefjumst þess að málið fari á dagskrá og verði tekið fyrir í 2. umræðu sem allra fyrst,“ segir í yfirlýsingu formannanna. „Stúdentar munu ekki una því að bíða til næsta kjörtímabils eftir endurbótum á námsaðstoðarkerfinu. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að þetta frumvarp er risastórt skref í átt að því námsaðstoðarkerfi sem við viljum sjá á Íslandi í framtíðinni, en það hefur í för með sér þau atriði sem stúdentar hafa lengi barist fyrir, til að mynda fyrirframgreiðslur, beina námsstyrki og 100% framfærslu.“ 

Fjöldi samtaka og fagaðila hafa gagnrýnt efnisatriði LÍN-frumvarpsins harðlega. Þá leggst stjórnarandstaðan gegn frumvarpinu. Í nefndaráliti minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem Stundin fjallaði ítarlega um í gær, kemur fram að LÍN-frumvarpið hygli hinum efnameiri á kostnað hinna efnaminni. Þá er fullyrt að frumvarpið stuðli að ójöfnuði og lægra menntunarstigi í landinu með því að takmarka möguleika fólks til að afla sér yfirgripsmikillar menntunar. Bent er á að hjá miklum meirihluta þeirra námsmanna sem fullnýta lánsrétt sinn muni afborgunarbyrði af námslánum aukast ef frumvarpið verður að lögum.

Í yfirlýsingunni frá formönnum stúdentahreyfinganna er skorað á þingmenn stjórnarandstöðunnar að „leggja kosningaslaginn til hliðar“. Þannig er gefið í skyn að andstaða þingmanna við frumvarp Illuga Gunnarssonar stafi ekki af efnisatriðum frumvarpsins eða hugmyndafræðilegum ágreiningi heldur sé liður í vinsældakeppni stjórnmálaflokka í aðdraganda þingkosninga. 

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar, tjáir sig um málið á Facebook. „Ég frábið mér ásakanir einstakra stúdentahreyfinga um að andstaða mín og annarra við þetta frumvarp sé hluti af einhverjum bellibrögðum fyrir kosningar,“ skrifar hann og bætir við: „Þetta er einfaldlega arfaslakt frumvarp. Þetta er Thatcherismi í sínu versta formi, þar sem efnameira fólki er skammlaust hampað á kostnað efnaminni. Þetta frumvarp er kristaltært dæmi um ótrúlega vont pólitískt hjartalag.“

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, tekur í sama streng:

„Frumvarpið er umdeilt innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands meðal annars af þeim ástæðum að horfið er frá tekjutengdum afborgunum og vaxtaprósenta lánsins þrefölduð en það kemur niður á þeim námsmönnum sem þurfa að fullnýta lántökurétt sinn,“ segir í yfirlýsingunni frá minnihluta Stúdentaráðs.

„Við meðferð í Allsherjar- og menntamálanefnd hlaut frumvarpið ekki breytingar á þessum atriðum. Þær breytingar sem urðu á frumvarpinu við meðferð í nefndinni eru skref í rétta átt en engan veginn nægjanlegar ef Lánasjóður íslenskra námsmanna á að viðhalda hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður.“ 

Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, tekur undir með formönnum stúdentahreyfinganna fjögurra og hvetur stjórnarandstöðuþingmenn til að „láta pólitíska hagsmuni til hliðar og hlusta á námsmenn“: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
6
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár