Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Yfirlýsing til stuðnings LÍN-frumvarpi var ekki rædd í Stúdentaráði

Guð­mund­ur Stein­gríms­son, þing­mað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir að frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar sé „Thatcher­ismi í sínu versta formi, þar sem efna­meira fólki er skamm­laust hamp­að á kostn­að efnam­inni“ og „krist­al­tært dæmi um ótrú­lega vont póli­tískt hjarta­lag“.

Yfirlýsing til stuðnings LÍN-frumvarpi var ekki rædd í Stúdentaráði

Yfirlýsing formanna fjögurra stúdentahreyfinga, meðal annars Stúdentaráðs Háskóla Íslands, til stuðnings LÍN-frumvarpi Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, var ekki lögð fyrir Stúdentaráð áður en hún var send til fjölmiðla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá minnihluta ráðsins sem harmar vinnubrögð meirihlutans. 

„Yfirlýsingin var ekki lögð fyrir Stúdentaráð og byggir samþykki hennar á óformlegum samtölum formanns Stúdentaráðs við ráðsmeðlimi um breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu. Stúdentaráð hefur hvergi fengið útlistun á því hvernig afstaða einstakra ráðsliða var metin við gerð yfirlýsingarinnar og fór engin umræða fram innan ráðsins um frumvarpið eftir meðferð í nefndinni,“ segir þar. 

Stundin greindi frá yfirlýsingunni í gær, en þar skora formenn Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ), Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri (FSHA), Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) og Nemendasambands Tækniskólans (NST) á Alþingi að afgreiða strax hið umdeilda frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. Þinginu átti að ljúka í dag samkvæmt starfsáætlun en frumvarpið á bæði eftir að fara í gegnum aðra og þriðju umræðu. 

„Við krefjumst þess að málið fari á dagskrá og verði tekið fyrir í 2. umræðu sem allra fyrst,“ segir í yfirlýsingu formannanna. „Stúdentar munu ekki una því að bíða til næsta kjörtímabils eftir endurbótum á námsaðstoðarkerfinu. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að þetta frumvarp er risastórt skref í átt að því námsaðstoðarkerfi sem við viljum sjá á Íslandi í framtíðinni, en það hefur í för með sér þau atriði sem stúdentar hafa lengi barist fyrir, til að mynda fyrirframgreiðslur, beina námsstyrki og 100% framfærslu.“ 

Fjöldi samtaka og fagaðila hafa gagnrýnt efnisatriði LÍN-frumvarpsins harðlega. Þá leggst stjórnarandstaðan gegn frumvarpinu. Í nefndaráliti minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem Stundin fjallaði ítarlega um í gær, kemur fram að LÍN-frumvarpið hygli hinum efnameiri á kostnað hinna efnaminni. Þá er fullyrt að frumvarpið stuðli að ójöfnuði og lægra menntunarstigi í landinu með því að takmarka möguleika fólks til að afla sér yfirgripsmikillar menntunar. Bent er á að hjá miklum meirihluta þeirra námsmanna sem fullnýta lánsrétt sinn muni afborgunarbyrði af námslánum aukast ef frumvarpið verður að lögum.

Í yfirlýsingunni frá formönnum stúdentahreyfinganna er skorað á þingmenn stjórnarandstöðunnar að „leggja kosningaslaginn til hliðar“. Þannig er gefið í skyn að andstaða þingmanna við frumvarp Illuga Gunnarssonar stafi ekki af efnisatriðum frumvarpsins eða hugmyndafræðilegum ágreiningi heldur sé liður í vinsældakeppni stjórnmálaflokka í aðdraganda þingkosninga. 

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar, tjáir sig um málið á Facebook. „Ég frábið mér ásakanir einstakra stúdentahreyfinga um að andstaða mín og annarra við þetta frumvarp sé hluti af einhverjum bellibrögðum fyrir kosningar,“ skrifar hann og bætir við: „Þetta er einfaldlega arfaslakt frumvarp. Þetta er Thatcherismi í sínu versta formi, þar sem efnameira fólki er skammlaust hampað á kostnað efnaminni. Þetta frumvarp er kristaltært dæmi um ótrúlega vont pólitískt hjartalag.“

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, tekur í sama streng:

„Frumvarpið er umdeilt innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands meðal annars af þeim ástæðum að horfið er frá tekjutengdum afborgunum og vaxtaprósenta lánsins þrefölduð en það kemur niður á þeim námsmönnum sem þurfa að fullnýta lántökurétt sinn,“ segir í yfirlýsingunni frá minnihluta Stúdentaráðs.

„Við meðferð í Allsherjar- og menntamálanefnd hlaut frumvarpið ekki breytingar á þessum atriðum. Þær breytingar sem urðu á frumvarpinu við meðferð í nefndinni eru skref í rétta átt en engan veginn nægjanlegar ef Lánasjóður íslenskra námsmanna á að viðhalda hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður.“ 

Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, tekur undir með formönnum stúdentahreyfinganna fjögurra og hvetur stjórnarandstöðuþingmenn til að „láta pólitíska hagsmuni til hliðar og hlusta á námsmenn“: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu