Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku ölvaðan mann í miðbænum

Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir auk­inn sýni­leika vopna­burð­ar vera til kom­inn vegna hryðju­verka­ógn­ar. Sér­sveit­ar­menn, vopn­að­ir skamm­byss­um, voru lög­regl­unni til taks vegna slags­mála á skemmti­stað um helg­ina.

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku ölvaðan mann í miðbænum

Tveir sérsveitarmenn, vopnaðir skammbyssum, sáust meðal gesta á skemmtistaðnum Hressingarskálanum við Austurstræti þegar þeir veittu lögreglunni liðsinni við handtöku. Ölvaður karlmaður var handtekinn, klukkan hálf tvö aðfaranótt síðastliðins sunnudags, grunaður um líkamsárás. Sérsveitarmenn báru manninnn í lögreglubíl.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir manninn, grunaðan um líkamsárásina, ekki hafa verið vopnaðan. Um ofurölvaðan einstakling var að ræða samkvæmt starfsmanni Hressingarskálans. 

Handtaka við AusturstrætiAð handtökunni komu tveir vopnaðir sérsveitarmenn ásamt lögreglumönnum.

Mikill erill er almennt í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna óláta og slagsmála og eru fangageymslur lögreglunnar oft og tíðum þéttsetnar. Stundin hefur ítrekað krafið ríkislögreglustjóra svara um hvort stefnubreyting hafi orðið á löggæslu með skemmtanahaldi um helgar og hvort sérsveit ríkislögreglustjóra muni komi til með að sinna slíkri löggæslu meira en áður hefur verið. Engin svör hafa borist. Þá hefur ríkislögreglustjóri ekki svarað fyrirspurnum um atvikið.

Vopnaburður lögreglumanna hefur verið mjög sýnilegur upp á síðkastið. Í samtali við Stundina fyrr í þessari viku sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri aukinn fjölda erlendra borgara á Íslandi og mannskæðar árásir í Evrópu að undanförnu á meðal þess sem hafi kallað á aukinn vopnaburð lögreglu. Þá segir Haraldur að gera megi ráð fyrir vopnuðum lögreglumönnum á hátíðum þar sem tugþúsundir manna koma saman.

Vopnaðir sérsveitarmennaðstoðu lögreglu við handtöku á skemmtistað við Austurstræti.

Ákveður vopnaburðinn einhliða

Haraldur Johannesen ríkislögreglustjóriSegir ekki verið að auka vopnaburð.

Haraldur segir sig geta einhliða ákveðið að auka vopnaburð lögreglunnar. Ekki þurfi að koma til samþykki hjá dómsmálaráðherra eða þjóðaröryggisráði, svo eitthvað sé nefnt.

„Sérsveitin er á ábyrgð ríkislögreglustjóra. Þetta er eina vopnaða lögreglan í landinu og hún heyrir undir ríkislögreglustjóra. Og það er hans að vega og meta og taka ákvarðanir um það með hvaða hætti sérsveitin starfar,“ segir hann. 

Að sögn Haraldar er ekki verið að auka vopnaburð. „Við erum ekki að auka vopnaburð. Það sem við erum að gera er að við erum að gera hina vopnuðu lögreglu í landinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, sem dagsdaglega er undir vopnum, meira sýnilega á stórum samkomum. Samkomum þar sem tugir þúsunda koma saman á einhverri útihátíðinni.“

Breyttur veruleiki íslensks almennings

Haraldur segir íslenskan almenning þurfa að búa við breyttan veruleika, þar sem vopnaðir sérsveitarmenn verða sýnilegir á útihátíðum, en í því sé „engin stefnubreyting fólgin“.

„Já. Við þurfum að átta okkur á því að sérsveitarmenn eru vopnaðir. Og þeir eru orðnir mjög sýnilegir í íslensku samfélagi. Þannig að almenningur er farinn að sjá vopnaða lögreglumenn mjög mikið hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að það er engin nýlunda, það er engin stefnubreyting hvað það varðar. En almenningur á von á að sjá vopnaða sérsveitarmenn á þessum stóru útihátíðum,“ segir Haraldur í samtali við Rúv.

Þá fundaði nýstofnað þjóðaröryggisráð Íslands á „öruggum stað“ vegna meintrar hryðjuverkaógnar á Íslandi, í kjölfar þess að stefnubreyting hefur orðið í viðbúnaði lögreglu án þess að umræða hafi átt sér stað. Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, segir valið á fundarstaðnum hafa ráðist af því að „dagskrá fundarins kallaði á að fundarstaðurinn uppfyllti nauðsynlegar öryggiskröfur,“ samkvæmt fréttum Rúv.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri GrænnaGagnrýndi harðlega viðveru vopnaðra sérsveitarmanna á fjölskylduhátíðinni Color Run.

Mikil umræða varð eftir að sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðin Color Run fór fram um í byrjun mánaðarins.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna og einn meðlima þjóðaröryggisráðsins, gagnrýndi harðlega viðveru vopnaðara sérsveitarmanna á hátíðinni og sagði þörf á opinberri umræðu um málið. „Mál síðustu viku var tvímælalaust umræða um vopnaburð sérsveitarmanna á mannamótum hér á landi. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði á föstudaginn um málefni lögreglunnar og aukinn vopnaburð hennar. Fundarmenn voru sammála um að þörf væri á auknu upplýsingaflæði og opinberri umræðu um þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn skyldu vera sýnilegir á fjölskylduhátíðum í sumar,“ sagði Katrín í færslu á Facebook.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár