Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vinsælustu pistlar ársins: Morðið á DV, hjúkrunarfræðingur svarar ráðherra og nauðgunarmálið í Hlíðunum

Hér eru fimmtán vin­sæl­ustu pistl­ar Stund­ar­inn­ar á ár­inu.

Vinsælustu pistlar ársins: Morðið á DV, hjúkrunarfræðingur svarar ráðherra og nauðgunarmálið í Hlíðunum

15 
Salan á Sigmundi


Jón Trausti Reynisson skrifaði pistil í apríl um hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók yfir flokkinn og síðan landið. Pistillinn kom í kjölfar ítarlegrar forsíðuúttektar Stundarinnar um yfirtöku og hamskipti Framsóknarflokksins. „Það hefur komið í ljós skref fyrir skref að margt það sem við héldum um Sigmund Davíð var ekki raunveruleiki,“ skrifaði Jón Trausti meðal annars.

14 
Mundirðu eftir tuskudýrinu Ólöf Nordal?


Í kjölfar frétta af brottvísun tveggja langveikra albanskra barna fyrr í mánuðinum skrifaði Illugi Jökulsson pistil þar sem hann beindi orðum sínum til Ólafar Nordal innanríkisráðherra sem fer fyrir málum hælisleitenda. „Mundirðu ekki örugglega eftir að hrifsa líka af honum tuskudýrið, Ólöf Nordal?“ spurði hann meðal annars.

13 
„Þú munt fá lexíuna hóran þín“


Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sagði frá hótunum og árásum manns sem hafði áreitt hana frá árinu 2013, að því að virtist vegna fréttar sem karlkyns kollegi hannar skrifaði árið 2010. „Kolleginn heyrði aldrei frá manninum, sem tók aftur á móti upp á því að senda mér ítrekuð skilaboð þar sem hann kallaði mig hóru, hótaði mér refsingu og beindi sjónum að börnunum mínum. Skilaboðin einkenndust fyrst og fremst af kvenfyrirlitningu, enda var hann ekki að ráðast að mér sem blaðamanni heldur sem konu,“ skrifaði Ingibjörg Dögg.

12 
Stelpupussulæti Hallgríms


Guðbergur Bergsson rithöfundur skrifaði pistil í DV í október þar sem hann hæddist meðal annars að Hallgrími Helgasyni kollega sínum fyrir að hafa stigið fram og sagt frá nauðgun sem hann varð fyrir þegar hann var 22 ára gamall. Áslaug Karen Jóhannsdóttir skrifaði pistil þar sem hún rýndi í orð Guðbergs: „Guðbergur hæðist ekki einungis að Hallgrími í pistlinum - hann kvengerir hann. Sveskjusteinninn, myndlíkingin sem Hallgrímur notar í viðtali við Fréttatímann, hafi ekki gengið niður úr sálinni heldur földu móðurlífi í einskonar hommaskáp. Alvöru karlmenn geti þannig ekki orðið fyrir nauðgun, einungis konur eða hommar.“

11 
Vændi ritskoðað


Viðtal við mann sem keypti vændi af uppáhalds klámmyndaleikkonu sinni var birt á Pressunni í nóvember síðastliðnum og vakti hörð viðbrögð. Sunna Kristinsdóttir skrifaði pistil um málið fyrir Stundina. „Svona umfjöllun nærir gríðarlega skaðlega umræðu því að hún heldur lífi í  mýtunni um að „vændi sé í raun bara frábært dæmi“, „atvinnutækifæri fyrir konur“ og að „við séum í raun bara teprur“ hérna á Íslandi,“ skrifaði Sunna meðal annars.

10 
10 hlutir sem hamingjusöm pör gera


Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingar skrifuðu pistil fyrir Stundina þar sem þær deildu nokkrum góðum ráðum sem gott er að hafa í huga í parasamböndum. Eitt það mikilvægasta sem hamingjusöm pör gera er að hrósa hvort öðru, segja þær. „Ekki þarf aðeins að hrósa fyrir stóra viðburði heldur er líka mikilvægt að hrósa fyrir hversdagslega hluti. Þú kemur þreytt heim úr vinnunni og kærasti þinn er búinn að taka til í íbúðinni og elda kvöldmatinn. Þú ert rosalega fegin að núna getur þú slakað á eftir vinnudaginn. Í þessum aðstæðum er mikilvægt að grípa tækifærið og gefa á einhvern hátt til kynna að þú sért þakklát fyrir það sem kærastinn þinn gerði.“

9 
Ný fjármálakreppa er óumflýjanleg


Jóhannes Björn greindi hvernig bankaelítan náði að velta skuldum og ábyrgðum yfir á skattgreiðendur. Lausnin á kreppunni mun enda með martröð, segir hann. „Hagkerfið hrundi vegna ofurskulda og því hefur síðan verið haldið gangandi með miklu meiri skuldum. Við skulum ekki blekkja sjálf okkur eða láta blekkjast af áróðri elítunnar sem græðir á „magnaukningu“ og vöxtum sem stanslaust stela sparifé fólks,“ skrifaði hann meðal annars.

8 
Stóra bomban árið 2015


Óttar Guðmundsson geðlæknir rifjaði upp Stóru bombuna árið 1930, þegar geðlæknir sagði ráðherra geðveikan. Pistillinn kom í kjölfar ummæla forsætisráðherra um að rof væri á milli raunveruleika og skynjunar hjá þjóðinni. „Þetta er í raun öfug spegilmynd af Stóru-bombumálinu. Þá lýsti geðlæknir ráðherra geðveikan en nú lýsir ráðherra alla þjóð sína geðveika. Hann einn er heilbrigður í fjandsamlegum heimi þar sem fólk er búið að missa öll tengsl sín við veruleikann.“

7 
Landsfundur hinna háu kinnbeina


Hugleiðingar Braga Páls Sigurðssonar eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins vöktu talsverða athygli í október síðastliðnum. Þar sagði hann meðal annars frá áhugaverðri senu þar sem syni Kjartans Gunnarssonar var meinuð innganga á fundinn. „Kjartan varð mjög hvumsi, og spurði ítrekað hvort dyraverðinum væri alvara, hvort hann vissi ekki hver hann væri, sagði „HA?!“ mjög undrandi, mjög oft, og horfði hneykslaður í hringum sig,“ skrifaði Bragi Páll meðal annars.


Ekki láta Jón Gnarr eyðileggja fyrir okkur lífið


Bjarni Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Héraðsskólans að Núpi, svaraði ásökunum Jóns Gnarr um skólahald að Núpi í pistli á Stundinni. Jón Gnarr hefur lýst kynferðislegu ofbeldi í héraðsskólanum á Núpi, sem þó enginn samnemanda né kennara kannast við. „Fyrir okkur gamla starfsfólkið á Núpi var skelfilegt að sjá forsíðu Fréttablaðsins þann 17. október síðastliðinn þar sem greinilega átti að ræna okkur ærunni svo og af öllu því samstarfsfólki okkar sem látið er,“ skrifar Bjarni.

5 
Morðið á DV


Hallgrímur Helgason útskýrði í pistli hvernig dagblað er drepið. „Maður gerir það hægt og rólega, á þremur til fjórum mánuðum og bindur endahnútinn á hárréttum tíma,“ skrifaði hann meðal annars. „Það tókst að teygja glæpinn yfir svo langan tíma að þjóðin náði „að lifa með honum“, og nánast verða leið á honum, og svo voru hlutirnir bara „orðnir eins og þeir eru“.“

4 
Hjúkrunarfræðingur svarar


Verkfall hjúkrunarfræðinga setti sannarlega svip sinn á árið. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom fram í viðtali og sagði að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin tuttugu prósent launahækkun. María Ósk Gunnsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur svaraði ráðherranum í pistli á Stundinni og sendi samstarfsfólki baráttukveðju. „Ekki láta brjóta niður þessa samstöðu með útúrsnúningi pólitíkusa í fjölmiðlum sem leika sér að tölum til að snúa áliti almennings gegn okkur til þess eins að bæta eigið fylgi. Berjist á móti, ekki lúffa fyrir svo skítlegri framkomu.“

3 
Nokkrar staðreyndir um nauðgunarmálið í Hlíðunum


Fáar fréttir hreyfðu jafn mikið við almenningi og forsíðufrétt Fréttablaðsins um að íbúð meints nauðgara í Hlíðum hafi verið útbúin til nauðgana. Margt er enn óljóst í málinu en Jón Trausti Reynisson fór yfir nokkur atriði sem þó liggja ljós fyrir. „Við vitum ekki hvort þeir grunuðu í málinu í Hlíðunum eru sekir. Við vitum hins vegar að fólk er sett í gæsluvarðhald grunað um mun vægari glæpi – glæpi án fórnarlambs eða nytjastuld, fremur en árás á líkama og sál fólks,“ skrifaði hann meðal annars.

2 
Hvernig lifðum við þetta af?


Óttar Guðmundsson geðlæknir fjallaði um neikvæð áhrif kröfunnar um vandamála- og áhyggjuleysi í næst vinsælasta pistli ársins. Hann segir öryggiskynslóðina ekki tilbúna fyrir mótlæti, en fyrir fáeinum áratugum ólust börn upp við fjölmargt sem talið er lífshættulegt í dag. „Auðvitað er gott að foreldrar fylgist með börnum sínum en stundum getur umhyggjan gengið út yfir allan þjófabálk og snúist upp í andhverfu sína. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig manni tókst að lifa af eigin barnæsku og unglingsár,“ skrifaði Óttar.


Láglaunafólk sem situr á gullnámu


Vinsælasti pistill Stundarinnar frá upphafi er pistill Jóhannesar Björns um láglaunafólkið sem situr á gullnámu en vel rúmlega sextíu þúsund manns hafa nú lesið pistilinn. „Dapurleg staða íslensks launafólks er óþolandi vegna þess að landið er feikilega ríkt og lífskjör almennings ættu að vera með því besta sem þekkist í heiminum. Hvergi í heiminum, nema þar sem olían vellur upp úr jörðinni, á svo fámennur og vel upplýstur hópur slíka gnótt verðmæta. Hitt er líka staðreynd að hvergi á norðurhveli jarðar hefur spilling og óstjórn staðið þegnunum eins fyrir þrifum og á Íslandi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár