Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vinsælasta hljómsveit Íslands var úthrópuð

Lög­regl­an kom inn á heim­ili Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann við­ur­kenndi neyslu á mariju­ana.

Vinsælasta hljómsveit Íslands var úthrópuð

Í ársbyrjun 1970 birtist viðtal við meðlimi hljómsveitarinnar Trúbrots sem skók samfélagið. Á forsíðu vikunnar var heilsíðumynd af þessari vinsælustu hljómsveit Íslands með fyrirsögninni: Við reyktum marijuana. Þessi yfirlýsing var orðrétt höfð eftir Gunnari Þórðarsyni gítarleikara. 

Viðtalið kom í framhaldi af lögreglurannsókn og miklu umtali í samfélaginu þar sem umtalað var að hljómsveitin væri í dópinu, eins og það kallaðist þá. Ómar Valdimarsson, blaðamaður Vikunnar, útskýrði í upphafi viðtalsins hver var kveikjan að umfjölluninni. 

„Hvar sem maður kemur þessa dagana er talað svo til eingöngu um tvennt: EFTA og dópstandið á Trúbrot. Ég rakst á kunningja minn í strætó um daginn og við fórum að tala um þetta tvennt, þó heldur meira um dópmálið svonefnda,“ skrifar Ómar og segist hafa verið á þeirri skoðun að honum þætti heldur harkalega að þeim félögum í Trúbrot farið. Og honum tókst að selja hljómsveitinni þá hugmynd að tala út um málið og játa neysluna undanbragðalaust. 

Súpergrúppa

Á þessum tíma var Trúbrot langvinsælasta hljómsveit landsins, og stóð flestum öðrum hljómsveitum framar að getu og vinsældum. Hún var súpergrúppa, sett saman úr Hljómum, fyrstu bítlahljómsveit Íslands, og Flowers, sem notið hafði mikilla vinsælda. Trúbrot var á þessum tíma nánast í guðatölu hjá ungu fólki á Íslandi og hafði gríðarleg áhrif á ungt fólk. Afhjúpunin var því mörgum reiðarslag.   

Ómar hitti Gunnar Þórðarson „gítarleikara hljómsveitarinnar alræmdu“ og fékk hann til að segja allt af létta um þetta mál sem svo mikið hafði verið talað um í blöðum og á götum úti. Gunnar sagðist sjálfur hafa byrjað að nota „lyfið“ á Englandi þremur árum fyrr þegar fyrri breiðskífa Hljóma var tekin upp þar. Síðan hafi hann neytt marijuana í Svíþjóð ári síðar en lítið eftir það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár