Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vinsælasta hljómsveit Íslands var úthrópuð

Lög­regl­an kom inn á heim­ili Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann við­ur­kenndi neyslu á mariju­ana.

Vinsælasta hljómsveit Íslands var úthrópuð

Í ársbyrjun 1970 birtist viðtal við meðlimi hljómsveitarinnar Trúbrots sem skók samfélagið. Á forsíðu vikunnar var heilsíðumynd af þessari vinsælustu hljómsveit Íslands með fyrirsögninni: Við reyktum marijuana. Þessi yfirlýsing var orðrétt höfð eftir Gunnari Þórðarsyni gítarleikara. 

Viðtalið kom í framhaldi af lögreglurannsókn og miklu umtali í samfélaginu þar sem umtalað var að hljómsveitin væri í dópinu, eins og það kallaðist þá. Ómar Valdimarsson, blaðamaður Vikunnar, útskýrði í upphafi viðtalsins hver var kveikjan að umfjölluninni. 

„Hvar sem maður kemur þessa dagana er talað svo til eingöngu um tvennt: EFTA og dópstandið á Trúbrot. Ég rakst á kunningja minn í strætó um daginn og við fórum að tala um þetta tvennt, þó heldur meira um dópmálið svonefnda,“ skrifar Ómar og segist hafa verið á þeirri skoðun að honum þætti heldur harkalega að þeim félögum í Trúbrot farið. Og honum tókst að selja hljómsveitinni þá hugmynd að tala út um málið og játa neysluna undanbragðalaust. 

Súpergrúppa

Á þessum tíma var Trúbrot langvinsælasta hljómsveit landsins, og stóð flestum öðrum hljómsveitum framar að getu og vinsældum. Hún var súpergrúppa, sett saman úr Hljómum, fyrstu bítlahljómsveit Íslands, og Flowers, sem notið hafði mikilla vinsælda. Trúbrot var á þessum tíma nánast í guðatölu hjá ungu fólki á Íslandi og hafði gríðarleg áhrif á ungt fólk. Afhjúpunin var því mörgum reiðarslag.   

Ómar hitti Gunnar Þórðarson „gítarleikara hljómsveitarinnar alræmdu“ og fékk hann til að segja allt af létta um þetta mál sem svo mikið hafði verið talað um í blöðum og á götum úti. Gunnar sagðist sjálfur hafa byrjað að nota „lyfið“ á Englandi þremur árum fyrr þegar fyrri breiðskífa Hljóma var tekin upp þar. Síðan hafi hann neytt marijuana í Svíþjóð ári síðar en lítið eftir það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu