Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vinsælasta hljómsveit Íslands var úthrópuð

Lög­regl­an kom inn á heim­ili Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann við­ur­kenndi neyslu á mariju­ana.

Vinsælasta hljómsveit Íslands var úthrópuð

Í ársbyrjun 1970 birtist viðtal við meðlimi hljómsveitarinnar Trúbrots sem skók samfélagið. Á forsíðu vikunnar var heilsíðumynd af þessari vinsælustu hljómsveit Íslands með fyrirsögninni: Við reyktum marijuana. Þessi yfirlýsing var orðrétt höfð eftir Gunnari Þórðarsyni gítarleikara. 

Viðtalið kom í framhaldi af lögreglurannsókn og miklu umtali í samfélaginu þar sem umtalað var að hljómsveitin væri í dópinu, eins og það kallaðist þá. Ómar Valdimarsson, blaðamaður Vikunnar, útskýrði í upphafi viðtalsins hver var kveikjan að umfjölluninni. 

„Hvar sem maður kemur þessa dagana er talað svo til eingöngu um tvennt: EFTA og dópstandið á Trúbrot. Ég rakst á kunningja minn í strætó um daginn og við fórum að tala um þetta tvennt, þó heldur meira um dópmálið svonefnda,“ skrifar Ómar og segist hafa verið á þeirri skoðun að honum þætti heldur harkalega að þeim félögum í Trúbrot farið. Og honum tókst að selja hljómsveitinni þá hugmynd að tala út um málið og játa neysluna undanbragðalaust. 

Súpergrúppa

Á þessum tíma var Trúbrot langvinsælasta hljómsveit landsins, og stóð flestum öðrum hljómsveitum framar að getu og vinsældum. Hún var súpergrúppa, sett saman úr Hljómum, fyrstu bítlahljómsveit Íslands, og Flowers, sem notið hafði mikilla vinsælda. Trúbrot var á þessum tíma nánast í guðatölu hjá ungu fólki á Íslandi og hafði gríðarleg áhrif á ungt fólk. Afhjúpunin var því mörgum reiðarslag.   

Ómar hitti Gunnar Þórðarson „gítarleikara hljómsveitarinnar alræmdu“ og fékk hann til að segja allt af létta um þetta mál sem svo mikið hafði verið talað um í blöðum og á götum úti. Gunnar sagðist sjálfur hafa byrjað að nota „lyfið“ á Englandi þremur árum fyrr þegar fyrri breiðskífa Hljóma var tekin upp þar. Síðan hafi hann neytt marijuana í Svíþjóð ári síðar en lítið eftir það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár