Ísland er í hópi fjölmargra landa sem liggja á meltunni. Þessi melta er viðvarandi ástand og birtist í ýmiss konar einkennum, truflunum og „venjum“ sem koma fram á mismunandi hátt eftir staðbundnum háttum. Við stöndum frammi fyrir fyrir því að bráðlega verður öld liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi og vert er að velta fyrir sér hvernig sé uppbyggilegt að halda upp á það. Það hlýtur að hafa haft áhrif á samfélagsgerðina að hafa verið nýlenda í mörg hundruð ár. Við ásamt fjölmörgum öðrum fyrrverandi nýlendum og nýlenduveldum erum enn að melta nýlendureynsluna og erum mislangt á veg komin.
Stutt á veg komin frá nýlendunni
Það er álit margra sérfróðra að rýni í nýlendusambönd innan hins evrópska og sérstaklega vest-norræna samhengis sé mun skemur á veg komin en rýni í nýlendusamband Evrópu og annarra heimsálfa en hið síðarnefnda hefur verið í forgrunni í fræðunum í nokkurn tíma. Því er haldið fram að ekki sé endilega fyrrverandi nýlendum til framdráttar að forðast að horfast í augu
Athugasemdir