Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Villimenn á meltunni

Írski mynd­list­art­víær­ing­ur­inn Eva var hald­inn í Li­merick í sum­ar und­ir stjórn Senegal-bú­ans Koyo Ku­ouh. Hún slær því blákalt fram að Ír­land hafi ver­ið fyrsta ný­lenda Breta og í raun ver­ið til­rauna­land fyr­ir kom­andi heimsveldi. Mynd­list­ar­kon­an Hulda Rós Guðna­dótt­ir heim­sótti tví­ær­ing­inn.

Villimenn á meltunni
Önnur sýn á heiminn Veggverk rúmenska listamannateymisins Mona Vatamanu og Florian Tudor Le monde et les choses frá 2014 sem útleggst Jörðin og hlutir og sýnir hvaðan hlutirnir koma á litríkan hátt. Ísland á það sameiginlegt með löndum í Afríku og Suður-Ameríku að aðalútflutningsvaran er matarhráefni. Mynd: Hulda Rós Guðnadóttir

Ísland er í hópi fjölmargra landa sem liggja á meltunni. Þessi melta er viðvarandi ástand og birtist í ýmiss konar einkennum, truflunum og „venjum“ sem koma fram á mismunandi hátt eftir staðbundnum háttum. Við stöndum frammi fyrir fyrir því að bráðlega verður öld liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi og vert er að velta fyrir sér hvernig sé uppbyggilegt að halda upp á það. Það hlýtur að hafa haft áhrif á samfélagsgerðina að hafa verið nýlenda í mörg hundruð ár. Við ásamt fjölmörgum öðrum fyrrverandi nýlendum og nýlenduveldum erum enn að melta nýlendureynsluna og erum mislangt á veg komin. 

Skuldir
Skuldir Veggverk rúmenska listamannateymisins Mona Vatamanu og Florian Tudor Le monde et la dette frá 2016. Titillinn þýðir Jörðin og skuldir og má sjá á verkinu að Ísland og flest lönd Afríku eiga það sameiginlegt að skuldir þess eru óþekkt stærð. Verkið sýnir mjög vel hvernig valdaójafnvægi hefur verið viðhaldið í heiminum.

Stutt á veg komin frá nýlendunni

Það er álit margra sérfróðra að rýni í nýlendusambönd innan hins evrópska og sérstaklega vest-norræna samhengis sé mun skemur á veg komin en rýni í nýlendusamband Evrópu og annarra heimsálfa en hið síðarnefnda hefur verið í forgrunni í fræðunum í nokkurn tíma. Því er haldið fram að ekki sé endilega fyrrverandi nýlendum til framdráttar að forðast að horfast í augu 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu