Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Villandi ummæli í tilkynningu Sigríðar Bjarkar

Lög­reglu­stjóri þræt­ir fyr­ir að hafa brot­ið lög. Nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar skýr.

Villandi ummæli í tilkynningu Sigríðar Bjarkar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skráði ekki í málaskrá lögreglunnar á Suðurnesjum að hún hefði miðlað skýrsludrögum um málefni Tony Omos til Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Þá lét hún undir höfuð leggjast að uppfylla aðrar öryggiskröfur sam kveðið er á um í lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
 
Í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér rétt í þessu, fyrir hönd embættis lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, segir hún: „Í niðurstöðu Persónuverndar kemur ekki fram að ég hafi gerst brotleg við lög þegar ég varð við ósk aðstoðarmanns Innanríkisráðherra um að senda honum skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013.”

Þetta er villandi fullyrðing, því samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar braut lögreglan á Suðurnesjum 11. og 12. grein persónuverndarlaga. „Framangreindan skort á skráningu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og innanríkisráðuneytinu telur Persónuvernd hafa farið í bága við 1. og 2. mgr. 11. gr. og 12. gr. laga nr. 77/2000,“ segir orðrétt í úrskurðinum. Er þetta ítrekað tvívegis auk þess sem fram kemur að aðrar öryggiskröfurnar sem kveðið er á um í lagaákvæðunum hafi ekki verið uppfylltar.
 
Sigríður Björk segir einnig í yfirlýsingu sinni að Persónuvernd hafi komist að þeirri „niðurstöðu að miðlun skýrsludraganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hælisleitandans sem til meðferðar var í ráðuneytinu. Það gat ég sem sendandi hvorki vitað né tryggt.” Samkvæmt þessu telur Sigríður Björk það ekki hafa verið á sinni ábyrgð sem lögreglustjóri að meta hvort viðhlítandi lagaheimild væru fyrir hendi áður en persónuupplýsingar voru sendar frá lögregluembættinu. Í úrskurðinum kemur þó fram að Lögreglan á Suðurnesjum hafi verið ábyrgðaraðili og átt að sjá til þess að skilyrði persónuverndarlaga væru uppfyllt.
 
Samkvæmt heimildum Stundarinnar upplýsti Sigríður Björk aldrei lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um samskipti sín við Gísla þá mánuði sem rannsókn lekamálsins stóð yfir. Sigríður gegnir nú stöðu lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, en hún var skipuð í starfið án auglýsingar eftir að Stefán Eiríksson hætti sem lögreglustjóri í kjölfar ítrekaðra afskipta fyrrverandi innanríkisráðherra af rannsókn lekamálsins. Athugun Persónuverndar á samskiptum Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys má rekja til fréttar sem DV birti þann 18. nóvember síðastliðinn. Þremur dögum eftir að sú frétt birtist sagði Hanna Birna af sér ráðherraembætti.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár