„Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta,“ segja þingmenn Framsóknarflokksins, þau Þórunn Egilsdóttir og Willum Þór Þórsson, í grein sem birtist í Fréttablaðinu á dögunum. Þá fullyrða þau: „Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm.“
Hið rétta er að flestir þeirra flokka sem buðu fram í Alþingiskosningunum 2013 töldu að unnt væri að skapa svigrúm í glímunni við kröfuhafa. Á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu þann 18. apríl árið 2013 var rætt sérstaklega um þetta.
Athugasemdir