Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilja lækka eða afnema erfðafjárskatt – fyrirframgreiddur arfur liður í að leysa húsnæðisvanda unga fólksins

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins telja að með lægri skatt­byrði fyr­ir­fram­greidds arfs megi hjálpa ungu fólki að feta sig á hús­næð­is­mark­aði. Vilja lækka eða af­nema skatt­inn í fram­tíð­inni.

Vilja lækka eða afnema erfðafjárskatt – fyrirframgreiddur arfur liður í að leysa húsnæðisvanda unga fólksins

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja fulla ástæðu til að stefna að lækkun eða afnámi erfðafjárskatts. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps sem Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Vilhjálmur Bjarnason lögðu fram á Alþingi í dag. 

Markmið frumvarpsins er að lækka skattbyrði þegar arfur er greiddur fyrirfram og koma á samræmi við greiðslu erfðafjárskatts vegna slita á dánarbúi og vegna fyrirframgreiðslu. Lagt er til að sérstakt frítekjumark, sem nú gildir aðeins í fyrra tilvikinu og nemur fyrstu 1.500 þúsund krónunum í skattstofninum, verði einnig látið gilda þegar arfur er fyrirframgreiddur. 

Skatturinn víða mun hærri en á Íslandi

Flutningsmenn taka sérstaklega fram að hugur þeirra standi til þess að skattprósenta erfðafjárskatts lækki eða að skatturinn verði jafnvel afnuminn með öllu í framtíðinni. „Í þessu frumvarpi er ekki lagt til að skattprósenta erfðafjárskatts verði lækkuð eða erfðafjárskattur afnuminn, þótt full ástæða væri til þess að stefna að því að mati flutningsmanna. Slík breyting hefði nokkur áhrif á tekjuspá ríkisfjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar og því eðlilegra að það yrði skoðað í því samhengi og samhliða öðrum tekjuráðstöfunum í tengslum við framlagningu fjárlagafrumvarps,“ segir í greinargerðinni. 

Erfðafjárskattar eru við lýði í flestum ríkjum OECD og víða mun hærri en á Íslandi. Hér er skatthlutfallið aðeins 10 prósent meðan hlutfallið er 40 prósent í Bretlandi og Bandaríkjunum. Frönsku hagfræðingarnir Thomas Piketty og Emmanuel Saezi færðu nýlega rök fyrir því í fræðigrein að hagkvæmasta skatthlutfall (e. optimal tax rate) erfðafjárskatts væri á bilinu 50 til 60 prósent og í skýrslu sem unnin var fyrir OECD árið 2012 er bent á að skattlagning erfðafjár og eigna sé síður til þess fallin að draga úr hagvexti heldur en bein skattlagning tekna. Þá hefur löngum verið litið til erfðafjárskatts sem mikilvægs verkfæris til að draga úr ójöfnuði auðs og lífsgæða.

Til móts við „erfiða stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði“

Flutningsmenn frumvarpsins víkja sérstaklega að erfiðri stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði í greinargerð frumvarpsins og bent á að fyrirframgreiddur arfur frá foreldrum geti þar komið að góðum notum.

„Fyrirframgreiðsla arfs, hvort sem hún er lítil eða mikil, er einföld og eðlileg leið fyrir einstaklinga til að koma fjármunum til skylduerfingja eða erfingja samkvæmt erfðaskrá. Ástæðan fyrir því kann að vera margvísleg. Til að mynda aðstoð af hálfu foreldra við kaup á íbúðarhúsnæði eða til að leysa erfið fjárhagsleg mál. Í þessu sambandi þarf ekki að fjölyrða um erfiða stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði um þessar mundir og getur eðlilegri hvati til fyrirframgreiðslu arfs skipt máli í því sambandi.“

Telja flutningsmenn að skattbreytingin muni engin veruleg áhrif hafa á tekjuöflun ríkissjóðs, enda muni skapast hvatar til frekari fyrirframgreiðslu á arfi umfram það sem nú er, sem muni vega upp á móti áhrifum af lægri skattbyrði fólks vegna frítekjumarksins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár