Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilja að lögregla leggi ríkari áherslu á að rannsaka ólöglegt niðurhal

„Í hvað vilj­um við for­gangsr­aða okk­ar pen­ing­um?“ spyr borg­ar­full­trúi Pírata.

Vilja að lögregla leggi ríkari áherslu á að rannsaka ólöglegt niðurhal

Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill efla tölvubrotadeild lögreglunnar svo koma megi böndum á ólöglegt niðurhal höfundarréttarvarins efnis.

Áform þess efnis voru kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær en að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins stendur til að fjölga stöðugildum og bæta tæknimenntun lögreglumanna sem sinna tölvuglæpum. Er þetta í samræmi við tillögu nefndar sem starfaði undir formennsku Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals á netinu á höfundarréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veitti slíku efni nægjanlega vernd.

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir forgangsröðunina sem þarna birtist. „Niðurhal á höfundavörðu efni á að setja í forgang. Ég leyfi mér að setja stórt spurningamerki við slíka forgangsröðun. Meginhlutverk löggæslunnar á að vera að vernda fólk gagnvart skaða. Á netinu er stunduð ýmis konar hegðun sem sannarlega getur verið skaðleg fólki - má þar nefna barnaníð og stafrænt kynferðisofbeldi. Deiling á afþreyingarefni hefur hins vegar engin bein skaðleg áhrif á nokkra manneskju,“ skrifar hann á Facebook. 

Þeim tillögum sem eru á forræði innanríkisráðuneytis er lýst með eftirfarandi hætti í tilkynningu á vef innanríkisráðuneytisins: 

Skipulagsbreyting við rannsókn og saksókn á málum af þessu tagi. Lagt var til að stofnuð yrði sérstök netbrotadeild lögreglu þar sem brot gegn rétthöfum höfundarréttarvarins efnis njóti forgangs.

Skylda fjarskiptafyrirtæki til þess að upplýsa notendur vefsvæða skráarskiptiforrita um hugsanleg lögbrot (viðvörun í "pop-up glugga").

Sett verði lög um landslénið .IS og rekstraraðila landslénsins (ISNIC), þar sem reglur yrðu settar um notkun íslenskra léna en engar reglur gilda nú um landslénið.

Fram kom í kynningu innanríksráðherra á ríkisstjórnarfundinum í gær að samkvæmt nýrri skýrslu, sem unnin var fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð um umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi, nemi tap innlendra höfundarrétthafa vegna ólöglegs niðurhals rúmum milljarði króna á ári. Með stofnun sérstakrar netbrotadeildar þar sem brot gegn rétthöfum nytu forgangs yrðu hagsmunir þeirra tryggðir í mun ríkara mæli en nú er gert.

Skiptar skoðanir eru um áformin á samfélagsmiðlum.

Á Pírataspjallinu líst fólki hreint ekki á blikuna. „Lögreglan er í manneklu en við ætlum endilega að fara að elta fólk því það sótti sér efni sem er því ekki aðgengilegt hér á landi. Vændi, fíkniefnaviðskipti og skipulagning, einelti og viðbjóður og það besta sem Nordal vill gera fyrst hún ætlar yfir höfuð að vera að njósna um fólk á netinu er að eltast við simpsons og friends þætti!“ skrifar einn þeirra sem leggja orð í belg.

Halldór Auðar Svansson tjáir sig um málið: 

Og áformin koma femínistanum Hildi Lilliendahl Viggósdóttur á óvart. Hún hélt að netbrotadeildin myndi leggja áherslu á að rannsaka hatursglæpi og ofbeldi á internetinu:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár