Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilhjálmur segir Gylfa þvælast fyrir löndun samninga

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, brást illa við til­lögu Gylfa Arn­björns­son­ar um sam­ein­ingu afls að­ild­ar­fé­laga og fé­lags­manna Al­þýðu­sam­bands­ins.

Vilhjálmur segir Gylfa þvælast fyrir löndun samninga
Vilhjálmur Birgisson Formaður Verkalýðsfélags Akraness sakar ASÍ um að leiða til samræmdrar láglaunastefnu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, brást illa við á Facebook-síðu sinni vegna ræðu Gylfa Arnbjörnssonar 1. maí síðastliðinn. Gylfi, forseti ASÍ, lagði til í ræðu sinni að stéttarfélög Íslands myndu sameina krafta sína fyrir bættum kjörum félagsmanna. Að sögn Gylfa myndi sameining 110 þúsund félagsmanna hámarka þrýsting á atvinnurekendur.

„Bara þannig að launafólk átti sig á því hvað forsetinn er að biðja um þá er það að hann fái að stýra og leiða þessar kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins eru búin að vera að kalla eftir því opinberlega að ASÍ sjái um að leiða þessar kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Það hefur svo sem ekki komið mér á óvart því að sjálfsögðu vilja menn taka aftur upp þráðinn í samræmdu láglaunastefnunni,“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook-síðu sína.

Samræmd láglaunastefna

Vilhjálmur segir enn fremur að Gylfi sé einungis að þvælast fyrir meðan aðrir reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk.

„Skildi forseti ASÍ vilja taka aftur upp samræmdu láglaunastefnuna sem hann stýrði bæði í kjarasamningunum 2011 og svo aftur í hinum margfræga 2,8% samningi 2013? Takið eftir samningarnir 2011 og 2013 voru undir einum fána 110 þúsund félagsmanna ASÍ og það gaf alls ekki góða raun. Gylfi nei takk, ekki samræmda láglaunastefnu aftur og ég er bara með eina ósk, ekki vera að þvælast fyrir á meðan við eru að reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk,“ skrifar Vilhjálmur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár