Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilhjálmur segir Gylfa þvælast fyrir löndun samninga

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, brást illa við til­lögu Gylfa Arn­björns­son­ar um sam­ein­ingu afls að­ild­ar­fé­laga og fé­lags­manna Al­þýðu­sam­bands­ins.

Vilhjálmur segir Gylfa þvælast fyrir löndun samninga
Vilhjálmur Birgisson Formaður Verkalýðsfélags Akraness sakar ASÍ um að leiða til samræmdrar láglaunastefnu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, brást illa við á Facebook-síðu sinni vegna ræðu Gylfa Arnbjörnssonar 1. maí síðastliðinn. Gylfi, forseti ASÍ, lagði til í ræðu sinni að stéttarfélög Íslands myndu sameina krafta sína fyrir bættum kjörum félagsmanna. Að sögn Gylfa myndi sameining 110 þúsund félagsmanna hámarka þrýsting á atvinnurekendur.

„Bara þannig að launafólk átti sig á því hvað forsetinn er að biðja um þá er það að hann fái að stýra og leiða þessar kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins eru búin að vera að kalla eftir því opinberlega að ASÍ sjái um að leiða þessar kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Það hefur svo sem ekki komið mér á óvart því að sjálfsögðu vilja menn taka aftur upp þráðinn í samræmdu láglaunastefnunni,“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook-síðu sína.

Samræmd láglaunastefna

Vilhjálmur segir enn fremur að Gylfi sé einungis að þvælast fyrir meðan aðrir reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk.

„Skildi forseti ASÍ vilja taka aftur upp samræmdu láglaunastefnuna sem hann stýrði bæði í kjarasamningunum 2011 og svo aftur í hinum margfræga 2,8% samningi 2013? Takið eftir samningarnir 2011 og 2013 voru undir einum fána 110 þúsund félagsmanna ASÍ og það gaf alls ekki góða raun. Gylfi nei takk, ekki samræmda láglaunastefnu aftur og ég er bara með eina ósk, ekki vera að þvælast fyrir á meðan við eru að reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk,“ skrifar Vilhjálmur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár