Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilhjálmur segir Gylfa þvælast fyrir löndun samninga

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, brást illa við til­lögu Gylfa Arn­björns­son­ar um sam­ein­ingu afls að­ild­ar­fé­laga og fé­lags­manna Al­þýðu­sam­bands­ins.

Vilhjálmur segir Gylfa þvælast fyrir löndun samninga
Vilhjálmur Birgisson Formaður Verkalýðsfélags Akraness sakar ASÍ um að leiða til samræmdrar láglaunastefnu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, brást illa við á Facebook-síðu sinni vegna ræðu Gylfa Arnbjörnssonar 1. maí síðastliðinn. Gylfi, forseti ASÍ, lagði til í ræðu sinni að stéttarfélög Íslands myndu sameina krafta sína fyrir bættum kjörum félagsmanna. Að sögn Gylfa myndi sameining 110 þúsund félagsmanna hámarka þrýsting á atvinnurekendur.

„Bara þannig að launafólk átti sig á því hvað forsetinn er að biðja um þá er það að hann fái að stýra og leiða þessar kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins eru búin að vera að kalla eftir því opinberlega að ASÍ sjái um að leiða þessar kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Það hefur svo sem ekki komið mér á óvart því að sjálfsögðu vilja menn taka aftur upp þráðinn í samræmdu láglaunastefnunni,“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook-síðu sína.

Samræmd láglaunastefna

Vilhjálmur segir enn fremur að Gylfi sé einungis að þvælast fyrir meðan aðrir reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk.

„Skildi forseti ASÍ vilja taka aftur upp samræmdu láglaunastefnuna sem hann stýrði bæði í kjarasamningunum 2011 og svo aftur í hinum margfræga 2,8% samningi 2013? Takið eftir samningarnir 2011 og 2013 voru undir einum fána 110 þúsund félagsmanna ASÍ og það gaf alls ekki góða raun. Gylfi nei takk, ekki samræmda láglaunastefnu aftur og ég er bara með eina ósk, ekki vera að þvælast fyrir á meðan við eru að reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk,“ skrifar Vilhjálmur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár