Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vildu merkja alla HIV-smitaða Íslendinga

Al­ið var á ofsa­hræðslu. Ótt­uð­ust að stór hluti ungs fólk smyndi smit­ast. Reynd­in er sú að 40 hafa dá­ið á 20 ár­um. Smit­að­ir lifa eði­legu lífi.

Vildu merkja alla  HIV-smitaða Íslendinga
Freddie Mercury Söngvari Queen smitaðist af HIV-veirunni. Hann lést áður en lyf, sem halda sjúkdómnum niðri, komu til sögunnar.

Í júní árið 1985 var ríkjandi ótti um að stærstur hluti Íslendinga gæti smitast af eyðni. DV fjallaði um málið og ræddi við yfirlækni á Landspítalanum sem taldi mikla ógn steðja að. 

„Mér þykir í sannleika sagt of lítið gert úr þeirri hættu er stafað gæti af alnæmi hér á landi. Menn verða að gera sér grein fyrir að mannkynið og þar með islenska þjóðin getur staðið frammi fyrir áður óþekktu ógnarástandi, hörmungum sem ekki verður séð fyrir endann á," sagði Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir, við DV. 

Hann taldi fræðilegan möguleika vera á því að stór hluti ungs fólks smitaðist. „Fræðilega gætum við staðið frammi fyrir því að stór hluti ungs fólks væri smitaður af alnæmi eftir örfáa áratugi," sagði Þórður á þeim tíma.

Þegar þessi ótti var uppi hafði AIDS ekki verið greint í Íslendingi þótt mótefni hefði fundist í fjórum einstaklingum. Í frétt Eiríks Jónssonar blaðamanns í DV er sagt að það væri einungis spurning um tíma hvenær sjúkdómurinn bærist til Íslands með þessum skelfilegu afleiðingum. „Ég held að stúlkur sam hafa samfarir við útlendinga geri sér í 95 % tilfella ekki grein fyrir í hvaða hættu þær eru að stefna sjálfum sér,“  sagði Þórður. 

„Ég held að stúlkur sam hafa samfarir við útlendinga geri sér í 95 % tilfella ekki grein fyrir í hvaða hættu þær eru að stefna sjálfum sér.“

Varaði við sýktum vændiskonum 

Fram kom í greininni að ástandið væri einna verst í Danmörku. „Ekki kann ég neina skýringu á því hvers vegna Danir hafa farið svona illa út úr þessu en vera má að frjálslyndi þeirra í ástamálum á undanförnum áratugum valdi þar einhverju,“ sagði Þórður yfirlæknir. Hann varaði sérstaklega við sýktum vændiskonum sem gætu valdið ægilegu tjóni „séu þær iðnar við störf sín“.

Því er lýst í greininni að uppi hafi verið raddir um að setja smitaða einstaklinga í einangrun strax og greining liggur fyrir. Þá er því velt upp hvort mögulegt sé að lögbinda notkun á smokkum til að hefta útbreiðslu veirunnar. 

„Og hugsanlega ætti fólk alls ekki að hafa samfarir við aðila sem ekki hefur farið í blóðprufu,“ sagði Þórður. 

„Hugsanlega ætti fólk alls ekki að hafa samfarir við aðila sem ekki hefur farið í blóðprufu.“

Merki í nafnskírteini

Hann var spurður um það hvort ekki væri ráðlegt að taka blóðprufu af allri þjóðinni og taka upp einhvers konar skráningu. Og þá hvort ekki ætti að setja merki í nafnskírteini manna. 

„Það getur komið að því að einhvers konar skráning verði nauðsynleg. Þetta 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
5
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár