Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vildu merkja alla HIV-smitaða Íslendinga

Al­ið var á ofsa­hræðslu. Ótt­uð­ust að stór hluti ungs fólk smyndi smit­ast. Reynd­in er sú að 40 hafa dá­ið á 20 ár­um. Smit­að­ir lifa eði­legu lífi.

Vildu merkja alla  HIV-smitaða Íslendinga
Freddie Mercury Söngvari Queen smitaðist af HIV-veirunni. Hann lést áður en lyf, sem halda sjúkdómnum niðri, komu til sögunnar.

Í júní árið 1985 var ríkjandi ótti um að stærstur hluti Íslendinga gæti smitast af eyðni. DV fjallaði um málið og ræddi við yfirlækni á Landspítalanum sem taldi mikla ógn steðja að. 

„Mér þykir í sannleika sagt of lítið gert úr þeirri hættu er stafað gæti af alnæmi hér á landi. Menn verða að gera sér grein fyrir að mannkynið og þar með islenska þjóðin getur staðið frammi fyrir áður óþekktu ógnarástandi, hörmungum sem ekki verður séð fyrir endann á," sagði Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir, við DV. 

Hann taldi fræðilegan möguleika vera á því að stór hluti ungs fólks smitaðist. „Fræðilega gætum við staðið frammi fyrir því að stór hluti ungs fólks væri smitaður af alnæmi eftir örfáa áratugi," sagði Þórður á þeim tíma.

Þegar þessi ótti var uppi hafði AIDS ekki verið greint í Íslendingi þótt mótefni hefði fundist í fjórum einstaklingum. Í frétt Eiríks Jónssonar blaðamanns í DV er sagt að það væri einungis spurning um tíma hvenær sjúkdómurinn bærist til Íslands með þessum skelfilegu afleiðingum. „Ég held að stúlkur sam hafa samfarir við útlendinga geri sér í 95 % tilfella ekki grein fyrir í hvaða hættu þær eru að stefna sjálfum sér,“  sagði Þórður. 

„Ég held að stúlkur sam hafa samfarir við útlendinga geri sér í 95 % tilfella ekki grein fyrir í hvaða hættu þær eru að stefna sjálfum sér.“

Varaði við sýktum vændiskonum 

Fram kom í greininni að ástandið væri einna verst í Danmörku. „Ekki kann ég neina skýringu á því hvers vegna Danir hafa farið svona illa út úr þessu en vera má að frjálslyndi þeirra í ástamálum á undanförnum áratugum valdi þar einhverju,“ sagði Þórður yfirlæknir. Hann varaði sérstaklega við sýktum vændiskonum sem gætu valdið ægilegu tjóni „séu þær iðnar við störf sín“.

Því er lýst í greininni að uppi hafi verið raddir um að setja smitaða einstaklinga í einangrun strax og greining liggur fyrir. Þá er því velt upp hvort mögulegt sé að lögbinda notkun á smokkum til að hefta útbreiðslu veirunnar. 

„Og hugsanlega ætti fólk alls ekki að hafa samfarir við aðila sem ekki hefur farið í blóðprufu,“ sagði Þórður. 

„Hugsanlega ætti fólk alls ekki að hafa samfarir við aðila sem ekki hefur farið í blóðprufu.“

Merki í nafnskírteini

Hann var spurður um það hvort ekki væri ráðlegt að taka blóðprufu af allri þjóðinni og taka upp einhvers konar skráningu. Og þá hvort ekki ætti að setja merki í nafnskírteini manna. 

„Það getur komið að því að einhvers konar skráning verði nauðsynleg. Þetta 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár