Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Laumuspil vegna lífeyrisréttinda: „Ætlum að hamra á því að þetta sé hreinlega villa í lögunum“

Lögð var áhersla á að skilja ekki eft­ir gagna­slóð um við­brögð inn­an stjórn­sýsl­unn­ar við mis­tök­um sem urðu við breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­lög­um. Að­eins for­stjóri Trygg­inga­stofn­un­ar mátti vita af mál­inu: „Bara SLB og biðja hana um að tala ekki um þetta út á við“.

Laumuspil vegna lífeyrisréttinda: „Ætlum að hamra á því að þetta sé hreinlega villa í lögunum“

Lagt var kapp á að halda því leyndu að ellilífeyrisþegar hefðu samkvæmt lagabókstaf öðlast réttindi upp á 2,5 milljarða í upphafi ársins vegna mistaka sem urðu við breytingar á almannatryggingalögum síðasta haust. Tölvupóstssamskipti milli starfsmanna velferðarráðuneytisins og Tryggingastofnunar sýna að eftir að mistökin urðu ljós var lögð talsverð áhersla á að tryggja að upplýsingar um þau umframréttindi sem virtust óvart hafa orðið til lægju í þagnargildi.

 

Þorsteinn Víglundssonfélagsmálaráðherra

Fréttatíminn fjallaði um málið á dögunum og vitnaði í tölvupóst þar sem velferðarráðuneytið biður framkvæmdastjóra réttarsviðs Tryggingastofnunar um að ræða einungis um mistökin við forstjóra Tryggingastofnunar en ekki aðra innan stofnunarinnar. „Bara slb [Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, innsk. blaðam.] og biðja hana um að tala ekki um þetta út á við,“ segir í tölvupósti frá ráðuneytisstarfsmanninum sem Stundin hefur undir höndum. Taldi hann brýnt að „hamra á því“ að um „villu“ í lögunum væri að ræða og óskaði eftir aðstoð við að tína til gögn því til stuðnings. „Ef þið munið eftir einhverju eða finnið eitthvað sem við getum notað í rökstuðning varðandi slíkar villur (þarf ekki að vera fyrir mánudaginn) þá endilega sendið mér. Mikið í húfi!“ skrifaði hann.

Eins og Stundin hefur áður greint frá ollu umrædd mistök því að samkvæmt lagabókstafnum hefðu tekjur úr lífeyrissjóðum ekki átt að gilda til skerðingar á ellilífeyri. Ætlunin var hins vegar að þetta ætti einungis við um útreikning örorkulífeyris. Í janúar og febrúar greiddi Tryggingastofnun ekki eftir lögunum heldur eftir túlkun sinni og velferðarráðuneytisins á vilja löggjafans. Rétt framkvæmd laganna hefði kostað hið opinbera samtals um 5 milljarða króna þessa tvo mánuði. Að því er fram kemur í umfjöllun Fréttatímans fékk Tryggingarstofnun sérstök fyrirmæli frá ráðuneytinu um að gera ráð fyrir að greiða út lífeyri marsmánaðar „með sama hætti“ og áður. 

„Við ætlum að hamra á því að þetta sé hreinlega villa í lögunum,“ segir í tölvupósti frá staðgengli skrifstofustjóra til framkvæmdastjóra réttarsviðs Tryggingastofnunar. Þessari yfirlýsingu var svo fylgt eftir af þingmönnum stjórnarmeirihlutans sem „hömruðu“ á því í þingsal að um mistök og villu væri að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár