Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og segist hafa orðið fyrir einelti

El­ín Sigrún Jóns­dótt­ir hætti sem fram­kvæmda­stjóri dóm­stóla­ráðs eft­ir harð­ar deil­ur við ráðs­menn sem hóf­ust eft­ir að hún hvatti til þess að ís­lensk­ir dóm­stól­ar þægju að­stoð Norð­manna við að betr­um­bæta stjórn­sýslu og starfs­hætti kerf­is­ins.

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og segist hafa orðið fyrir einelti

Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur hætti sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs árið 2011 eftir að hafa kvartað undan yfirgangi og meintu einelti ráðsmanna en ekki talið sig fá sanngjarna málsmeðferð. Hafði hún þá starfað sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs í rúman áratug við góðan orðstír. Stundin náði tali af öðrum hinna meintu gerenda sem vísar ásökunum Elínar á bug og segir þær tilhæfulausar með öllu. 

Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar um stjórnsýslu og innra eftirlit dómstólanna í nýjasta tölublaði. 

Sjá einnig:

Undirmaður og kollegar dómstjóra 
rannsökuðu vinnubrögð hans


Staða kvenna í dómstólakerfinu áfram veik

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi


„Eitt er að ganga í gegnum andlegt ofbeldi. En það sem reyndist mér jafnvel erfiðara var að upplifa algjört úrræðaleysi stjórnsýslunnar,“ segir Elín í samtali við Stundina. Beiðni hennar um að fram færi óháð rannsókn á eineltismálinu velktist um í kerfinu, var kastað á milli ráðuneyta og stofnana, í rúm tvö ár eftir að hún lauk störfum fyrir dómstólana. Að lokum komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að málið yrði ekki rannsakað, meðal annars á þeim grundvelli að ekki ríkti lengur óviðunandi ástand á vinnustaðnum. 

Norðmenn buðu fram aðstoð

Samskiptavandinn tók sig upp eftir að Elín starfaði um tíma hjá yfirstjórn norsku dómstólanna í Þrándheimi haustið 2009 til að kynna sér rekstur norsku dómstólanna og stjórnsýslu þeirra. „Í Noregi kynntist ég stórkostlegri stjórnsýslu þar sem fagleg vinnubrögð eru í fyrrirrúmi. Á þessum tíma höfðu Norðmenn miklar áhyggjur af íslensku dómstólakerfi og hvernig tekist yrði á við hrunmálin. Þeir áttu ekki til orð þegar ég sagði þeim hvernig dómstjórar og dómarar væru valdir á Íslandi og hvernig stjórnsýsla dómstólanna hérlendis virkar, þeim féllust hreinlega hendur og buðust til að veita Íslendingum alla þá aðstoð og ráðgjöf sem við þyrftum á að halda. Ég gerði mér grein fyrir því að tilboð norsku dómstólanna var gríðarlega mikils virði fyrir þá íslensku,“ segir Elín. 

Ráðsmenn í dómstólaráði lýstu sig andstæða tilboði Norðmanna og voru ósammála Elínu um að Íslendingar þyrftu utanaðkomandi aðstoð til að bæta stjórnsýslu dómstólanna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár