Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og segist hafa orðið fyrir einelti

El­ín Sigrún Jóns­dótt­ir hætti sem fram­kvæmda­stjóri dóm­stóla­ráðs eft­ir harð­ar deil­ur við ráðs­menn sem hóf­ust eft­ir að hún hvatti til þess að ís­lensk­ir dóm­stól­ar þægju að­stoð Norð­manna við að betr­um­bæta stjórn­sýslu og starfs­hætti kerf­is­ins.

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og segist hafa orðið fyrir einelti

Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur hætti sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs árið 2011 eftir að hafa kvartað undan yfirgangi og meintu einelti ráðsmanna en ekki talið sig fá sanngjarna málsmeðferð. Hafði hún þá starfað sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs í rúman áratug við góðan orðstír. Stundin náði tali af öðrum hinna meintu gerenda sem vísar ásökunum Elínar á bug og segir þær tilhæfulausar með öllu. 

Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar um stjórnsýslu og innra eftirlit dómstólanna í nýjasta tölublaði. 

Sjá einnig:

Undirmaður og kollegar dómstjóra 
rannsökuðu vinnubrögð hans


Staða kvenna í dómstólakerfinu áfram veik

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi


„Eitt er að ganga í gegnum andlegt ofbeldi. En það sem reyndist mér jafnvel erfiðara var að upplifa algjört úrræðaleysi stjórnsýslunnar,“ segir Elín í samtali við Stundina. Beiðni hennar um að fram færi óháð rannsókn á eineltismálinu velktist um í kerfinu, var kastað á milli ráðuneyta og stofnana, í rúm tvö ár eftir að hún lauk störfum fyrir dómstólana. Að lokum komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að málið yrði ekki rannsakað, meðal annars á þeim grundvelli að ekki ríkti lengur óviðunandi ástand á vinnustaðnum. 

Norðmenn buðu fram aðstoð

Samskiptavandinn tók sig upp eftir að Elín starfaði um tíma hjá yfirstjórn norsku dómstólanna í Þrándheimi haustið 2009 til að kynna sér rekstur norsku dómstólanna og stjórnsýslu þeirra. „Í Noregi kynntist ég stórkostlegri stjórnsýslu þar sem fagleg vinnubrögð eru í fyrrirrúmi. Á þessum tíma höfðu Norðmenn miklar áhyggjur af íslensku dómstólakerfi og hvernig tekist yrði á við hrunmálin. Þeir áttu ekki til orð þegar ég sagði þeim hvernig dómstjórar og dómarar væru valdir á Íslandi og hvernig stjórnsýsla dómstólanna hérlendis virkar, þeim féllust hreinlega hendur og buðust til að veita Íslendingum alla þá aðstoð og ráðgjöf sem við þyrftum á að halda. Ég gerði mér grein fyrir því að tilboð norsku dómstólanna var gríðarlega mikils virði fyrir þá íslensku,“ segir Elín. 

Ráðsmenn í dómstólaráði lýstu sig andstæða tilboði Norðmanna og voru ósammála Elínu um að Íslendingar þyrftu utanaðkomandi aðstoð til að bæta stjórnsýslu dómstólanna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár