Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og segist hafa orðið fyrir einelti

El­ín Sigrún Jóns­dótt­ir hætti sem fram­kvæmda­stjóri dóm­stóla­ráðs eft­ir harð­ar deil­ur við ráðs­menn sem hóf­ust eft­ir að hún hvatti til þess að ís­lensk­ir dóm­stól­ar þægju að­stoð Norð­manna við að betr­um­bæta stjórn­sýslu og starfs­hætti kerf­is­ins.

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og segist hafa orðið fyrir einelti

Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur hætti sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs árið 2011 eftir að hafa kvartað undan yfirgangi og meintu einelti ráðsmanna en ekki talið sig fá sanngjarna málsmeðferð. Hafði hún þá starfað sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs í rúman áratug við góðan orðstír. Stundin náði tali af öðrum hinna meintu gerenda sem vísar ásökunum Elínar á bug og segir þær tilhæfulausar með öllu. 

Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar um stjórnsýslu og innra eftirlit dómstólanna í nýjasta tölublaði. 

Sjá einnig:

Undirmaður og kollegar dómstjóra 
rannsökuðu vinnubrögð hans


Staða kvenna í dómstólakerfinu áfram veik

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi


„Eitt er að ganga í gegnum andlegt ofbeldi. En það sem reyndist mér jafnvel erfiðara var að upplifa algjört úrræðaleysi stjórnsýslunnar,“ segir Elín í samtali við Stundina. Beiðni hennar um að fram færi óháð rannsókn á eineltismálinu velktist um í kerfinu, var kastað á milli ráðuneyta og stofnana, í rúm tvö ár eftir að hún lauk störfum fyrir dómstólana. Að lokum komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að málið yrði ekki rannsakað, meðal annars á þeim grundvelli að ekki ríkti lengur óviðunandi ástand á vinnustaðnum. 

Norðmenn buðu fram aðstoð

Samskiptavandinn tók sig upp eftir að Elín starfaði um tíma hjá yfirstjórn norsku dómstólanna í Þrándheimi haustið 2009 til að kynna sér rekstur norsku dómstólanna og stjórnsýslu þeirra. „Í Noregi kynntist ég stórkostlegri stjórnsýslu þar sem fagleg vinnubrögð eru í fyrrirrúmi. Á þessum tíma höfðu Norðmenn miklar áhyggjur af íslensku dómstólakerfi og hvernig tekist yrði á við hrunmálin. Þeir áttu ekki til orð þegar ég sagði þeim hvernig dómstjórar og dómarar væru valdir á Íslandi og hvernig stjórnsýsla dómstólanna hérlendis virkar, þeim féllust hreinlega hendur og buðust til að veita Íslendingum alla þá aðstoð og ráðgjöf sem við þyrftum á að halda. Ég gerði mér grein fyrir því að tilboð norsku dómstólanna var gríðarlega mikils virði fyrir þá íslensku,“ segir Elín. 

Ráðsmenn í dómstólaráði lýstu sig andstæða tilboði Norðmanna og voru ósammála Elínu um að Íslendingar þyrftu utanaðkomandi aðstoð til að bæta stjórnsýslu dómstólanna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár