Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðurkenna „like“-svindl í Grillsumrinu mikla

Óánægja er með­al kepp­enda í Grillsumr­inu mikla vegna þess að sig­ur­strang­leg­asta lið­ið fékk þjón­ustu „like for like“ síðu til að reyna að inn­sigla sig­ur­inn og vinna ut­an­lands­ferð. „Ódrengi­leg að­ferð,“ sögðu for­svars­menn keppn­inn­ar, en ákváðu að gera ekk­ert í mál­inu.

Viðurkenna „like“-svindl í Grillsumrinu mikla
Skjáskot úr þætti Liðsmaður Soho Grillvinafélagsins viðurkennir að hafa notað svokallaðar „like for like“ síður við atkvæðasmölun. Mynd: Notandi

Nokkrir keppendur í Grillsumrinu mikla, keppni á vegum fyrirtækisins Innnes, vekja athygli á því á Facebook-síðum sínum að svo virðist sem tvö lið hafi svindlað í keppninni með því að kaupa sér læk (e. like). Umræddur leikur snýst um að mismunandi lið sýndu takta sína á grillinu með vörum frá Innnesi og það lið sem fékk flest læk átti að vinna utanlandsferð til Búdapest. Meðfram keppninni voru sýndir þættir á mbl.is þar sem keppendur grilluðu eftir getu. Þáttastjórnandi var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.

Atkvæðagreiðslu er ekki enn lokið í leiknum en nú er liðið Soho Grillvinafélagið með langflest læk eða um sex þúsund læk. Liðið Gaman að grilla er í öðru sæti með fjögur þúsund læk. Bæði lið eru grunuð um að hafa svindlað í keppninni með erlendum lækum. Liðið Grillhausarnir er svo í þriðja sæti með um 1700 læk.

Stundin ræddi við Garðar Örn Arnarson, liðsmann Soho Grillvinafélagsins, sem fullyrðir að lið sitt hafi ekki eytt krónu í læk. Liðið hafi hins vegar nýtt sér svokallaðar læk fyrir læk síður (e. „Like for like“) þar sem aðilar skiptast á lækum.

Stundin ræddi enn fremur við liðsmenn úr öðrum liðum sem nýttu sér ekki þessar síður og telja þeir þessa hegðun vera svindl á keppninni þar sem þau hafi lagt mikla vinnu í að hala inn lækum á heiðarlegri máta. Þeim blöskrar viðbrögð Innnes vegna málsins. Talsmaður Innnes neitaði að tjá sig um málið utan þess að segja að málið sé enn í skoðun. Sú staðhæfing stemmir ekki við tölvupósta, sem Stundin hefur undir höndum, sem fyrirtækið sendi á öll lið keppninnar.

„Ekki drengileg keppni“

Stundin hefur undir höndum tölvupósta sem Innnes sendi á keppendur. Í fyrri tölvupósti sem var sendur á mánudagsmorgni lýsir fyrirtækið aðferð efstu liðanna sem óheiðarlegri. „Í ljósi atburða helgarinnar er varða atkvæðagreiðsluna sáum við okkur knúin til að senda þetta bréf. Í atkvæðasöfnun hefur borið á „undarlegum“ fjölda atkvæða á stuttum tíma. Það gefur okkur vísbendingar um að ekki hafi verið safnað atkvæðum á heiðarlegan hátt og mögulega átt sér stað kaup á atkvæðum. Ef svo reynist rétt, þá er það ekki drengileg keppni og veitir ekki sigur í Grillsumrinu Mikla. Þetta mál er í skoðun. Við hvetjum ykkur til að halda áfram að safna atkvæðum á heiðarlegan hátt!“ segir í fyrra tölvupósti til keppenda.

„Við viljum því hvetja öll liðin til að leita allra mögulegra leiða til atkvæðasöfnunnar.“ 

Algjör umpólun á sér í stað í afstöðu fyrirtækisins í seinni tölvupósti til keppenda sem sendur var síðastliðinn þriðjudag. Í þeim pósti eru liðin raun hvött til að nýta sér allar leiðir til að hala inn lækum: „Í framhaldi af tölvupósti okkar í gær þá er það ljóst að einhver lið hafa valið að fara óhefðbundnar leiðir í atkvæðasöfun. Þegar lagt var af stað með þetta verkefni áttum við engan veginn von á því að nokkur myndi fara í að safna atkvæðum í gegnum erlendar þar til gerðar læk söfnunarsíður. Þar af leiðandi voru engar reglur hvað þetta varðar og hörmum við það.

Síðust tveir dagar hafa farið í það að finna eins farsæla lausn og mögulegt er og hefur málið verið skoðað frá öllum hliðum og margir hafðir með í ráðum. Niðurstaðan er hins vegar sú að engar reglur hafa verið brotnar og við teljum okkur ekki geta sett nýjar reglur í miðri keppni.

Við viljum því hvetja öll liðin til að leita allra mögulegra leiða til atkvæðasöfnunnar og höldum því okkar striki að það lið sem er með flest atkvæði kl 14 á fimmtudag vinnur keppnina.“

„Ríkasti grillarinn“

Lárus Jón Björnsson, liðsmaður Grillhausanna, er einn þeirra sem vakið hefur athygli á óheiðarlegum aðferðum annarra liða. „Jæja þá er formlegri keppni Grillhausanna í Grillsumarið Mikla lokið. Markmið keppninnar var greinilega ekki að finna skemmtilegustu og áhugaverðustu grillarana. Þegar öllu var á botninn hvolft snerist þetta víst bara um það hvaða lið gat keypt sér flest like á netinu og unnið hana þannig.

Við tilkynntum það á sunnudeginum að önnur lið væru að sanka að sér atkvæðum á ansi grunsamlegan hátt. Á mánudeginum fengum við það svar frá Innnes ehf. að þetta væri ekki í lagi. Við héldum því áfram á fullu að safna atkvæðum á heiðarlegan og „eðlilegan“ hátt en svo skiptu þeir allt í einu um skoðun í dag. Allar aðferðir leyfðar! Niðurstaðan er því sú að þeir sem eiga mestan pening komast til Búdapest. Gaman að því.

Ég vil allaveganna þakka öllum sem kusu okkur og dreifðu boðskapnum. Næsta sumar ætla þeir víst að hafa þetta aðeins opnara og halda keppnina Ríkasti grillarinn og hvet ég alla til fylgjast vel með því. Það verður örugglega svaka stuð,“ skrifar Lárus á Facebook-síðu sína í gær.

„Þetta eru algjör vonbrigði.“

Í samtali við Stundina harmar Lárus ákvörðun Innnes að taka ekki á þessari óheiðarlegu atkvæðasöfnun. Hann segir lið sitt hafa lagt mikið á sig til að smala lækum á heiðarlegan máta. „Þetta eru algjör vonbrigði. Við erum búin að vera að peppa þetta í allt sumar, leggja þvílíka vinnu í þetta. Við ætluðum að komast til Búdapest á heiðarlegan og eðlilegan hátt eins og svona keppnir ganga fyrir sig vanalega,“ segir Lárus.

Mörg þúsund læk á stuttum tíma

Keppandi í öðru liði, Svakanaggar, Siggeir F. Ævarsson, tók skjáskot þar sem rússneskur aðili sem nefnist Viktor Krasnoperov eða Виктор Красноперов lækar Soho Grillvinafélagið. Við leit að þeim manni kemur í ljós að hann hefur engin augljós tengsl við Ísland og heldur enn fremur úti svokölluðu fjölþrepa markaðskerfi (e. Multi-Level Marketing).

Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter Hér má sjá brot af Twitter-streymi Viktor Krasnoperov.
 

Stundin ræddi við Siggeir sem segir það mikil vonbrigði að lið í keppninni fái að komast upp með svindl. Að hans sögn hafi Innnes ákveðið að aðhafast ekkert í málinu þar sem engar reglur hafi verið settar fyrir keppnina. „Á sunnudaginn varð ég var við að það var eitthvað mjög undarlegt í gangi og tók eftir því að þau höfðu að minnsta kosti tekið inn tvö þúsund atkvæði á tveimur klukkutímum. Ég var að vinna allan daginn í tölvunni og var að „refresh-a“ reglulega og ég sá töluna þjóta upp, þannig að það var svolítið grunsamlegt. Það voru tvö lið sem voru að fara undarlega hratt upp. Annað liðið, Gaman að grilla, fór upp úr 800 lækum í 3000 fyrir hádegi á sunnudegi. Þennan sama daga fór Soho Grillvinafélagið líka á stað,“ segir Siggeir.  

Þurftu að bregðast við

Stundin náði tali af Garðari Erni Arnarsyni, liðsmanni Soho Grillvinafélagsins, og er á því máli að lið sitt hafi ekki svindlað í keppninni. „Við höfum ekki eytt krónu í þetta. Við höfum ekki keypt nein læk. Það er fullt af svona „like for like“ síður á Facebook sem eru með hundruð þúsund notendur þar sem fólk skiptist á lækum,“ segir Garðar.

„Fyrst þessi keppni ætlaði að vera svona þá fórum við að finna einhverja leið til að safna lækum.“

Garðar segir að lið sitt  hafi einungis verið að bregðast við öðru liði sem hafi nýtt sér „like for like“ síður. „Við vorum efstir eftir einn dag og allt í einu skaust eitt lið upp í 3700 læk og þá vorum við í þúsund, svo við fórum bara og fundum einhverja leið. Fyrst þessi keppni ætlaði að vera svona þá fórum við að finna einhverja leið til að safna lækum,“ segir Garðar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
1
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
5
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.
Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
10
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
6
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
9
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár