Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, við­ur­kenn­ir að ekki sé hljóm­grunn­ur fyr­ir því að taka 10 þús­und króna seð­il­inn úr um­ferð. Hug­mynd­in hef­ur sætt harðri gagn­rýni.

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Viðreisn gagnrýnir umræðuna um skýrslur tveggja sérfræðingahópa um skattsvik sem lagðar voru fram í dag. Á Facebook-síðu flokksins er fullyrt að margir hafi „staðnæmst við algert aukaatriði í skýrslunum, en ekki kynnt sér þær til sem skyldi.“ Í annarri skýrslunni er lagt til að 10 þúsund króna seðilinn verði tekinn úr umferð og því næst 5 þúsund króna seðillinn.

Fram kom í viðtali við Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formann Viðreisnar, á vef RÚV um hádegisleytið í dag að hann ætlaði að beita sér fyrir því að dregið yrði úr notkun reiðufjár. „Það eru ekki margir sem eru með 10 þúsund króna seðla í vasanum. Engu að síður þá eru það helmingurinn af reiðufé í umferð samkvæmt tölum seðlabankans. Þannig að þá spyr maður, hverjir eru það sem eru með alla þessa tíu þúsund kalla,“ sagði hann og bætti við: „Með því að minnka seðlanna sem eru í umferð þá verður óþægilegra að nota þá

Í kjölfarið sætti Benedikt harðri gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Egill Helgason sagði að hugmyndin væri „einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um“ og Teitur Björn Einarsson, þingmaður samstarfsflokks Benedikts í ríkisstjórn sagði að tillagan væri „kolröng nálgun og hreinlega galin hugmynd“.

Nú hefur Benedikt fjarlægt sig þeim tillögum sem kynntar voru í skýrslunum. „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni sjálfur og gaf engar skipanir um um niðurstöður,“ skrifar hann í pistli sem birtist á vef Viðreisnar í kvöld.

„Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni sjálfur og gaf engar skipanir um um niðurstöður“

Þá viðurkennir hann, að því er varðar tillöguna um að taka 10 þúsund kallinn úr umferð, að „miðað við fyrstu viðbrögð er samfélagið ekki tilbúið í svo róttæka hugmynd.“

Benedikt telur að fæstir þeirra sem hafa tjáð sig um tillögurnar hafi lesið sér nægilega til. „Líklega hafa fæstir þeirra sem hafa tjáð sig um allar þessar tillögur í dag kynnt sér skýrslurnar enda báðar um 40 blaðsíður á lengd. Ég hvet alla til þess að kynna sér tillögurnar og móta sér svo skoðun,“ skrifar fjármálaráðherra. 

Þá bendir hann á að starfshópurinn leggi ekki til að reiðufé verði bannað. „Meðaltalsútreikningar sýna að meðal-Íslendingurinn á tæplega 200 þúsund krónur í reiðufé þar af helminginn í tíuþúsundköllum. Vegna þess að fæstir kannast við að eiga slíkar fjárhæðir í seðlum vaknar grunur um að reiðufé sé súrefni svarta hagkerfisins.“

Með því að minnka notkun reiðufjár megi þannig þrengja að svarta hagkerfinu, en ætlunin sé ekki að vega að heiðarlegu fólki.„Tillögur nefndarinnar eru heldur ekki settar fram til þess að hygla greiðslukortafyrirtækjum heldur leggur hún þvert á móti fram tillögur um gjaldfrjálsa reikninga almennings í Seðlabankanum, reikninga sem ekki bæru viðskiptagjöld,“ skrifar Benedikt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár