Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, við­ur­kenn­ir að ekki sé hljóm­grunn­ur fyr­ir því að taka 10 þús­und króna seð­il­inn úr um­ferð. Hug­mynd­in hef­ur sætt harðri gagn­rýni.

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Viðreisn gagnrýnir umræðuna um skýrslur tveggja sérfræðingahópa um skattsvik sem lagðar voru fram í dag. Á Facebook-síðu flokksins er fullyrt að margir hafi „staðnæmst við algert aukaatriði í skýrslunum, en ekki kynnt sér þær til sem skyldi.“ Í annarri skýrslunni er lagt til að 10 þúsund króna seðilinn verði tekinn úr umferð og því næst 5 þúsund króna seðillinn.

Fram kom í viðtali við Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formann Viðreisnar, á vef RÚV um hádegisleytið í dag að hann ætlaði að beita sér fyrir því að dregið yrði úr notkun reiðufjár. „Það eru ekki margir sem eru með 10 þúsund króna seðla í vasanum. Engu að síður þá eru það helmingurinn af reiðufé í umferð samkvæmt tölum seðlabankans. Þannig að þá spyr maður, hverjir eru það sem eru með alla þessa tíu þúsund kalla,“ sagði hann og bætti við: „Með því að minnka seðlanna sem eru í umferð þá verður óþægilegra að nota þá

Í kjölfarið sætti Benedikt harðri gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Egill Helgason sagði að hugmyndin væri „einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um“ og Teitur Björn Einarsson, þingmaður samstarfsflokks Benedikts í ríkisstjórn sagði að tillagan væri „kolröng nálgun og hreinlega galin hugmynd“.

Nú hefur Benedikt fjarlægt sig þeim tillögum sem kynntar voru í skýrslunum. „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni sjálfur og gaf engar skipanir um um niðurstöður,“ skrifar hann í pistli sem birtist á vef Viðreisnar í kvöld.

„Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni sjálfur og gaf engar skipanir um um niðurstöður“

Þá viðurkennir hann, að því er varðar tillöguna um að taka 10 þúsund kallinn úr umferð, að „miðað við fyrstu viðbrögð er samfélagið ekki tilbúið í svo róttæka hugmynd.“

Benedikt telur að fæstir þeirra sem hafa tjáð sig um tillögurnar hafi lesið sér nægilega til. „Líklega hafa fæstir þeirra sem hafa tjáð sig um allar þessar tillögur í dag kynnt sér skýrslurnar enda báðar um 40 blaðsíður á lengd. Ég hvet alla til þess að kynna sér tillögurnar og móta sér svo skoðun,“ skrifar fjármálaráðherra. 

Þá bendir hann á að starfshópurinn leggi ekki til að reiðufé verði bannað. „Meðaltalsútreikningar sýna að meðal-Íslendingurinn á tæplega 200 þúsund krónur í reiðufé þar af helminginn í tíuþúsundköllum. Vegna þess að fæstir kannast við að eiga slíkar fjárhæðir í seðlum vaknar grunur um að reiðufé sé súrefni svarta hagkerfisins.“

Með því að minnka notkun reiðufjár megi þannig þrengja að svarta hagkerfinu, en ætlunin sé ekki að vega að heiðarlegu fólki.„Tillögur nefndarinnar eru heldur ekki settar fram til þess að hygla greiðslukortafyrirtækjum heldur leggur hún þvert á móti fram tillögur um gjaldfrjálsa reikninga almennings í Seðlabankanum, reikninga sem ekki bæru viðskiptagjöld,“ skrifar Benedikt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár