Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Veröld flóttafólks sýnd með myndum af drukknuðum flóttabörnum

Var­úð - með­fylgj­andi mynd­ir geta vak­ið óhug. Ís­land hef­ur lýst yf­ir að tek­ið verði á móti 50 flótta­mönn­um. Ótt­ast er að tvö hundruð flótta­menn hafi drukkn­að á Mið­jarð­ar­haf­inu í fyrrinótt. Stund­in ræð­ir við flótta­menn sem hafa reynt að kom­ast til Ís­lands.

Veröld flóttafólks sýnd með myndum af drukknuðum flóttabörnum
Reyndi að komast til Evrópu Sýrlensk-danski listamaðurinn Khaled Barakeh birti viðkomandi myndir af börnum, sem drukknuðu eftir að bátur sökk sem átti að flytja þau og fleiri frá Lýbíu til Evrópu. Mynd: Khaled Barakeh

Síðustu daga hafa hundruð flóttamanna drukknað í Miðjarðarhafi. Öll þeirra eru að reyna að komast framhjá sífellt harðnandi landamæragæslu Evrópu, mörg til að flýja stríð og örbirgð. Í gær birti listamaðurinn Khaled Barakeh ljósmyndir af dánum börnum sem hafði skolað á land eftir að bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafinu. „Frá gærnótt hafa meira en 80 Sýrlendingar og Palestínumenn drukknað í Miðjarðarhafinu nálægt Líbýuströndum við að reyna að ná til Evrópu,“ segir hann í lýsingu með myndunum. Talið er að í heild hafi um 200 manns drukknað.

Evrópsk yfirvöld hafa reynt að ásaka smyglara um dauðsföllin. Með því er átt við fólkið sem selur flóttamönnum far í bátunum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur meira að segja hvatt til þess að bátarnir verði eyðilagðir svo enginn geti lagt af stað í hættuförina yfir Miðjarðarhafið. Navid Nouri, flóttamaður frá Íran sem býr nú á Íslandi, er ósammála þessari nálgun. Hann fór frá Tyrklandi til Grikklands í bát árið 2008, en flestir flóttamenn fara þá leið inn í Evrópu. Hann segir fólk fara sjálfviljugt með smyglurunum því það eigi ekki annan kost. Í raun sé mesta hættan á ferðinni af evrópskum landamæravörðum.

Segir stafa hættu af strandgæslunni

„Ef gríska strandgæslan finnur þig í sjófærum bát þá þvinga þeir þig til að fara aftur til Tyrklands,“ segir Navid. „Smyglararnir kenna einum flóttamanninum að sigla í skiptum fyrir ódýrara far. Honum er sagt að stinga gat á bátinn þegar komið er á áfangastað, svo það sé ekki hægt að senda bátinn til baka.“ Þetta sé þó bara áreiðanlegt þegar fjölskyldur eru í bátunum. Viðhorf til einstæðra karla séu miskunnarlaus.

„Starfsmenn landamæragæslunnar reyna sjaldnast að eiga samskipti við fólkið til að athuga mögulega þörf þeirra á vernd“

„Vinur minn hefur reynt þrisvar eða fjórum sinnum að komast til Grikklands, en alltaf mistekist. Eitt skiptið var hann í gúmmíbát við fjórða mann og mætti strandgæslunni. Hún tók þá upp í skipið, rændi þá öllu sem þeir höfðu og setti þá aftur í bátinn – og stungu gat á hann. Einn þeirra þurfti að halda fyrir gatið meðan hinir réru aftur til Tyrklands. Það tók átta tíma.“
Human Rights Watch lýsti sambærilegum árásum strandgæslunnar í skýrslunni „Stuck in a revolving door“ árið 2008, og bætti þar við að „starfsmenn landamæragæslunnar reyna sjaldnast að eiga samskipti við fólkið til að athuga mögulega þörf þeirra á vernd“.

Hátt í þrjú þúsund drukknaðir

Navid segist hafa valið sjóleiðina því landleiðin er jafnvel verri. „Ef þeir grípa þig á landleiðinni taka þeir þig og fleygja þér strax til baka, án tillits til laga.“

Þetta ár hafa hátt í þrjúþúsund manns drukknað í „síki Evrópu“, eins og erlendir fjölmiðlar eru farnir að kalla Miðjarðarhafið. Líkurnar á að deyja í flóttamannabát eru hundraðþúsundfalt hærri en að deyja í flugslysi. Þrátt fyrir það fljúga aðeins örfáir flóttamenn til Evrópu, því þeir fá ekki vegabréfsáritanir og er því ekki hleypt um borð. En jafnvel ef þeim tekst að fá falsaða pappíra er leiðin ekki greið.

Einn hinna drukknuðu
Einn hinna drukknuðu

Sendur aftur frá Íslandi

Gazabúinn Ramez Rassas fékk til dæmis falsaða vegabréfsáritun árið 2009. Þegar hann komst úr herkvínni í Gaza og til Evrópu sótti hann um hæli í Noregi. Þar fékk hann þó ekki vernd heldur brottvísunarskipun, enda var stefna norskra yfirvalda gagnvart Palestínumönnum að veita þeim ekki hæli. Í stað þess að bíða brottvísunar fór Ramez til Íslands. Ísland sendi hann aftur til Noregs í fyrravor á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Nokkrum vikum síðar var hann aftur kominn til Gaza. Svo byrjaði stríð. Hann reynir nú að komast aftur til Evrópu – í þetta skipti með bát.

Ísland leit ekki á mig sem manneskju

„Ef ég kemst yfir hafið hef ég tækifæri til að hefja nýtt og öruggt líf,“ segir hann mér í netspjalli. „Auðvitað er ég hræddur. En ef þú lifir á stað eins og þessum er valið milli dauða og flótta.“ Málsmeðferð Ramez á Íslandi og í Noregi veldur honum mikilli biturð. „Yfirvöldum á Íslandi var alveg sama um söguna mína. Ég var bara Dyflinnar-tilfelli og átti að fara til Noregs. Það skipti engu máli fyrir þau hvernig ég slapp frá Gaza, hvaða hættur ég lagði á mig til að komast til Evrópu. Ísland leit ekki á mig sem manneskju, lét sig engu varða hvað Noregur gerði við mig.“

Líkpokar
Líkpokar Talið er að um tvö hundruð hafi drukknað í fyrrinótt.

„Þau drukknuðu öll“

Þegar Ramez kemst frá Gaza tekur við ógnvænlegt ferðalag. Navid segir að óttinn og ímyndunin um sjóferðina á Miðjarðarhafi komist ekki nærri upplifuninni. „Ég vissi alltaf að það er hættulegt að fara yfir. En það er eitt að heyra það, annað að prófa það. Hópurinn sem fór á undan okkur fór í góðu veðri. Þess vegna ákváðu þau að senda fjölskyldurnar, en við einhleypingarnir urðum eftir. Þau drukknuðu öll. Þau héldu að það væri í lagi en þau drukknuðu öll. Við hefðum átt að fara með þeim báti, einhleypu strákarnir.“

Þrátt fyrir hætturnar er Ramez samt ákveðinn að fara um leið og færi gefst. „Gaza er fangelsi. Jafnvel þótt nú sé ekki stríð, þá höfum við ekkert líf, engan frið, ekkert frelsi, ekkert. Sýrlenskt fólk getur flúið sitt stríð. Við erum föst.“

Viðbrögð Evrópu við komu flóttamanna hafa verið að reyna að hægja á henni. Það hefur ekki virkað. Örvænting og ákveðni fólksins sem kemur er of mikil. Sama hve hættuleg leiðin hefur verið gerð, þá hafa flóttamenn samt áfram reynt við hana, fleiri og fleiri með hverju árinu. Þar til stefnubreyting á sér stað verður ferðin til Evrópu áfram háskaför. Þangað til mun líkum barna áfram skola á strendur Miðjarðarhafsins.

Ísland taki á móti 50 flóttamönnum

Íslensk yfirvöld lýstu því yfir gagnvart ráðherraráði Evrópusambandsins í Brussel í júlí að þau hyggðust taka á móti 50 flóttamönnum á þessu og næsta ári, að gefnu samþykki Alþingis. Í yfirlýsingu stjórnvalda var vitnað í Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra: „Þær þjóðir sem geta verða að axla ábyrgð og gera sitt til að létta á vand­an­um.“

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem krafist er þess að Ísland taki við fimm þúsund flóttamönnum. Rúmlega þrjú þúsund hafa gengið í hópinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár