Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útvarpsmenn 365 spyrja hvort Hildur verði látin líða fyrir orð sín sem opinber starfsmaður

Út­varps­menn­irn­ir Heim­ir Karls­son , Þrá­inn Gests­son og Gunn­laug­ur Helga­son velta fyr­ir sér hvort Hild­ur Lilliendahl hafi heim­ild, sem op­in­ber starfs­mað­ur, til að upp­nefna Sindra Sindra­son sjón­varps­mann „ep­al­homma“.

Útvarpsmenn 365 spyrja hvort Hildur verði látin líða fyrir orð sín sem opinber starfsmaður

Útvarpsmennirnir Gunnlaugur Helgason, Heimir Karlsson og Þráinn Gestsson sem stýra þættinum Í bítinu á Bylgjunni, vöktu máls á því í þættinum í morgun hvort Hildur Lilliendahl ætti að vera látin líða fyrir það, sem starfsmaður Reykjavíkurborgar, að hafa kallað Sindra Sindrason sjónvarpsmann „epalhomma“ vegna yfirlýsinga hans í umræðu um fordóma um að hann væri sjálfur í mörgum minnihlutahópum. 

„Getur þetta haft einhverjar afleiðingar fyrir hana sem starfsmann borgarinnar?“ spurði Heimir Karlsson meðal annars, um orð Hildar.

Aðdragandinn er að Sindri, sem er fréttaþulur á Stöð 2, hjá 365, sama fjölmiðlafyrirtæki og útvarpsmennirnir tveir, lét umdeild orð falla í viðtali við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttatíma Stöðvar 2. Hann spurði hvort fordómar væru „within“ eða inni í okkur sjálfum. Tara Margrét svaraði að þetta væri í rauninni talað úr munni einhvers sem hefði forréttindastöðu og að hann þyrfti að hafa upplifað fordómana í raun og veru til að skilja þetta. Sindri brást hvass við. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Ísland, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi, þannig að við skulum ekki fara þangað.“  

„Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum?“

Ummælin vöktu athygli og sendu Samtökin 78 meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir vonbrigðum með það skilningsleysi sem þau segja Sindra hafa sýnt reynslu og lífsskilyrðum jaðarsettra einstaklinga. Hildur var á sama máli. „Jaðarssetningin á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlurnar og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhomman með alla sjónvarpsþættina,“ skrifaði hún meðal annars á Facebook um málið. 

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl Er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg en tekur jafnframt þátt í þjóðmálaumræðu.

Efast um tjáningarfrelsi Hildar

Þeir Heimir, Gunnlaugur og Þráinn tóku upp hanskann fyrir Sindra, samstarfsfélaga sinn hjá 365, og gagnrýndu Hildi Lilliendal harðlega. „Það er svona eins og skítafýlan sé farin að kenna rassgatinu hvernig á að hegða sér,“ sagði Þráinn Steinsson meðal annars.

Heimir svarar: „Það er annað hvort eitthvað að þarna, eða hún sest við tölvuna og hugsar með sér, „jæja best að henda inn einni sprengju núna“ og skrifar eitthvað og svo situr hún heima og les þetta og hlær að viðbrögðunum. En þarna er verið að tala við fólk sem er á móti fordómum en hljómar eins og það sé sjálft með fordóma.“

Loks spyr Heimir: „Hvað með opinbera stafsmenn, sem stíga svona fram með svona virkilega ljótum orðum um eina persónu, hvort það megi og hvort það gjaldi fyrir það?“

Sindri Sindrason neitaði Stundinni um viðtal um málið. Hann kveðst eingöngu ætla að tjá sig um málið á Bylgjunni, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.

 

Vegna misskilnings voru ummæli leiðrétt þar sem orð Þráinns höfð eftir Gunnlaugi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár