Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útvarpsmenn 365 spyrja hvort Hildur verði látin líða fyrir orð sín sem opinber starfsmaður

Út­varps­menn­irn­ir Heim­ir Karls­son , Þrá­inn Gests­son og Gunn­laug­ur Helga­son velta fyr­ir sér hvort Hild­ur Lilliendahl hafi heim­ild, sem op­in­ber starfs­mað­ur, til að upp­nefna Sindra Sindra­son sjón­varps­mann „ep­al­homma“.

Útvarpsmenn 365 spyrja hvort Hildur verði látin líða fyrir orð sín sem opinber starfsmaður

Útvarpsmennirnir Gunnlaugur Helgason, Heimir Karlsson og Þráinn Gestsson sem stýra þættinum Í bítinu á Bylgjunni, vöktu máls á því í þættinum í morgun hvort Hildur Lilliendahl ætti að vera látin líða fyrir það, sem starfsmaður Reykjavíkurborgar, að hafa kallað Sindra Sindrason sjónvarpsmann „epalhomma“ vegna yfirlýsinga hans í umræðu um fordóma um að hann væri sjálfur í mörgum minnihlutahópum. 

„Getur þetta haft einhverjar afleiðingar fyrir hana sem starfsmann borgarinnar?“ spurði Heimir Karlsson meðal annars, um orð Hildar.

Aðdragandinn er að Sindri, sem er fréttaþulur á Stöð 2, hjá 365, sama fjölmiðlafyrirtæki og útvarpsmennirnir tveir, lét umdeild orð falla í viðtali við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttatíma Stöðvar 2. Hann spurði hvort fordómar væru „within“ eða inni í okkur sjálfum. Tara Margrét svaraði að þetta væri í rauninni talað úr munni einhvers sem hefði forréttindastöðu og að hann þyrfti að hafa upplifað fordómana í raun og veru til að skilja þetta. Sindri brást hvass við. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Ísland, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi, þannig að við skulum ekki fara þangað.“  

„Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum?“

Ummælin vöktu athygli og sendu Samtökin 78 meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir vonbrigðum með það skilningsleysi sem þau segja Sindra hafa sýnt reynslu og lífsskilyrðum jaðarsettra einstaklinga. Hildur var á sama máli. „Jaðarssetningin á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlurnar og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhomman með alla sjónvarpsþættina,“ skrifaði hún meðal annars á Facebook um málið. 

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl Er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg en tekur jafnframt þátt í þjóðmálaumræðu.

Efast um tjáningarfrelsi Hildar

Þeir Heimir, Gunnlaugur og Þráinn tóku upp hanskann fyrir Sindra, samstarfsfélaga sinn hjá 365, og gagnrýndu Hildi Lilliendal harðlega. „Það er svona eins og skítafýlan sé farin að kenna rassgatinu hvernig á að hegða sér,“ sagði Þráinn Steinsson meðal annars.

Heimir svarar: „Það er annað hvort eitthvað að þarna, eða hún sest við tölvuna og hugsar með sér, „jæja best að henda inn einni sprengju núna“ og skrifar eitthvað og svo situr hún heima og les þetta og hlær að viðbrögðunum. En þarna er verið að tala við fólk sem er á móti fordómum en hljómar eins og það sé sjálft með fordóma.“

Loks spyr Heimir: „Hvað með opinbera stafsmenn, sem stíga svona fram með svona virkilega ljótum orðum um eina persónu, hvort það megi og hvort það gjaldi fyrir það?“

Sindri Sindrason neitaði Stundinni um viðtal um málið. Hann kveðst eingöngu ætla að tjá sig um málið á Bylgjunni, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.

 

Vegna misskilnings voru ummæli leiðrétt þar sem orð Þráinns höfð eftir Gunnlaugi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár