Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útvarpsmenn 365 spyrja hvort Hildur verði látin líða fyrir orð sín sem opinber starfsmaður

Út­varps­menn­irn­ir Heim­ir Karls­son , Þrá­inn Gests­son og Gunn­laug­ur Helga­son velta fyr­ir sér hvort Hild­ur Lilliendahl hafi heim­ild, sem op­in­ber starfs­mað­ur, til að upp­nefna Sindra Sindra­son sjón­varps­mann „ep­al­homma“.

Útvarpsmenn 365 spyrja hvort Hildur verði látin líða fyrir orð sín sem opinber starfsmaður

Útvarpsmennirnir Gunnlaugur Helgason, Heimir Karlsson og Þráinn Gestsson sem stýra þættinum Í bítinu á Bylgjunni, vöktu máls á því í þættinum í morgun hvort Hildur Lilliendahl ætti að vera látin líða fyrir það, sem starfsmaður Reykjavíkurborgar, að hafa kallað Sindra Sindrason sjónvarpsmann „epalhomma“ vegna yfirlýsinga hans í umræðu um fordóma um að hann væri sjálfur í mörgum minnihlutahópum. 

„Getur þetta haft einhverjar afleiðingar fyrir hana sem starfsmann borgarinnar?“ spurði Heimir Karlsson meðal annars, um orð Hildar.

Aðdragandinn er að Sindri, sem er fréttaþulur á Stöð 2, hjá 365, sama fjölmiðlafyrirtæki og útvarpsmennirnir tveir, lét umdeild orð falla í viðtali við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttatíma Stöðvar 2. Hann spurði hvort fordómar væru „within“ eða inni í okkur sjálfum. Tara Margrét svaraði að þetta væri í rauninni talað úr munni einhvers sem hefði forréttindastöðu og að hann þyrfti að hafa upplifað fordómana í raun og veru til að skilja þetta. Sindri brást hvass við. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Ísland, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi, þannig að við skulum ekki fara þangað.“  

„Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum?“

Ummælin vöktu athygli og sendu Samtökin 78 meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir vonbrigðum með það skilningsleysi sem þau segja Sindra hafa sýnt reynslu og lífsskilyrðum jaðarsettra einstaklinga. Hildur var á sama máli. „Jaðarssetningin á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlurnar og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhomman með alla sjónvarpsþættina,“ skrifaði hún meðal annars á Facebook um málið. 

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl Er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg en tekur jafnframt þátt í þjóðmálaumræðu.

Efast um tjáningarfrelsi Hildar

Þeir Heimir, Gunnlaugur og Þráinn tóku upp hanskann fyrir Sindra, samstarfsfélaga sinn hjá 365, og gagnrýndu Hildi Lilliendal harðlega. „Það er svona eins og skítafýlan sé farin að kenna rassgatinu hvernig á að hegða sér,“ sagði Þráinn Steinsson meðal annars.

Heimir svarar: „Það er annað hvort eitthvað að þarna, eða hún sest við tölvuna og hugsar með sér, „jæja best að henda inn einni sprengju núna“ og skrifar eitthvað og svo situr hún heima og les þetta og hlær að viðbrögðunum. En þarna er verið að tala við fólk sem er á móti fordómum en hljómar eins og það sé sjálft með fordóma.“

Loks spyr Heimir: „Hvað með opinbera stafsmenn, sem stíga svona fram með svona virkilega ljótum orðum um eina persónu, hvort það megi og hvort það gjaldi fyrir það?“

Sindri Sindrason neitaði Stundinni um viðtal um málið. Hann kveðst eingöngu ætla að tjá sig um málið á Bylgjunni, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.

 

Vegna misskilnings voru ummæli leiðrétt þar sem orð Þráinns höfð eftir Gunnlaugi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár