Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Veit ekki hvernig við hefðum farið að án Leiðarljóss“

Rekstr­ar­fé Leið­ar­ljóss, stuðn­ings­mið­stöðv­ar fyr­ir fjöl­skyld­ur barna með sjald­gæfa og al­var­lega lang­vinna sjúk­dóma, er upp­ur­ið. Að óbreyttu verð­ur mið­stöð­inni lok­að eft­ir ára­mót, þar sem heil­brigð­is­ráð­herra hyggst ekki að standa við lof­orð um að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur henn­ar. Móð­ir lang­veikr­ar stúlku sem lést fyrr á ár­inu seg­ir Leið­ar­ljós hafa veitt fjöl­skyld­unni nauð­syn­lega og mik­il­væga hjálp í gegn­um veik­indi dótt­ur henn­ar.

„Veit ekki hvernig við hefðum farið að án Leiðarljóss“
Elísa Margrét og Gyða Gyða missti dóttur sína, Elísu Margréti, fyrr á þessu ári. Hún segir fjölskylduna hafa fengið ómetanlega hjálp hjá Leiðarljósi. Mynd: Úr einkasafni

Flest bendir til þess að loka þurfi Leiðarljósi, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. Ung móðir sem missti dóttur sína síðastliðið vor segist alltaf hafa leitað til Leiðarljóss þegar hún bugaðist vegna veikindanna. Þau sem standa að Leiðarljósi segja heilbrigðisráðherra hafa lofað stuðningi ríkisins til að starfrækja hjálpina.

Leiðarljós er til húsa á Suðurlandsbraut 24 og þar starfa fjórir starfsmenn í þremur stöðugildum og veita 75 fjölskyldum stuðning. „Þegar fólk fær slæma greiningu er eins og það lendi í frjálsu falli. Við sjáum til þess að það sé einhver sem tekur á móti þeim, leiðbeinir þeim í gegnum ferlið og kerfið, svo þau þurfi ekki að finna upp hjólið sjálft. Það er nógu stórt verkefni að vera með veikt barn. Við reynum að spara fólki sporin, koma í veg fyrir að það lendi á veggjum og hjálpum því að sækja þann stuðning sem það hefur rétt á,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Leiðarljóss.

Miðstöðin var opnuð árið 2012, í kjölfar landssöfnunar Á allra vörum á RÚV, þar sem 80 milljónir söfnuðust. Á þeim tíma skrifaði þáverandi heilbrigðisráðherra undir viljayfirlýsingu um að tekið yrði við rekstri miðstöðvarinnar þegar söfnunarfé þryti. Í fyrra lét Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra gera áreiðanleikakönnun á starfseminni og, eftir því sem forsvarsmenn Leiðarljóss segja, lofaði í kjölfar þess að ríkið myndi framvegis greiða rekstrarkostnað miðstöðvarinnar, sem er 27 milljónir króna á ári. Nú hefur þeim verið tilkynnt að hið opinbera ætli að veita 12 milljónum króna í reksturinn á næsta ári.

Gangi þetta eftir verður rekstri miðstöðvarinnar ekki haldið áfram. „Þetta er sorgleg niðurstaða og við teljum okkur illa svikin,“ segir Bára. Með þessu gangi heilbrigðisráðherra á bak orða sinna og ekki sé annað í kortunum en að starfsemi miðstöðvarinnar líði undir lok.

Því hafi verið lofað, oftar en einu sinni, að tryggja reksturinn þegar söfnunarféð hefði klárast. Undir þetta tekur Sigurður Jóhannsson, stjórnarmaður í Leiðarljósi, sem jafnframt er faðir 10 ára langveikrar stúlku. „Kristján [Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra] lofaði því að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta yrði rekið eins og verið hefur. Hann lofaði því, í mín eyru og margra annarra, bæði á fundi í Leiðarljósi og niðri í ráðuneyti.“

Sunna og SigurðurSigurður Jóhannsson situr í stjórn Leiðarljóss en tilheyrir jafnframt einni af þeim 75 fjölskyldum sem nýta þjónustu miðstöðvarinnar. Sunna dóttir hans er langveik.

Fjölskylda Sigurðar er því ein af þeim 75 fjölskyldum sem nýtt hafa þjónustu Leiðarljóss. Dóttir hans var orðin 6 ára þegar Leiðarljós varð til. „Fyrir okkur kom Leiðarljós tiltölulega seint til, því dóttir okkar var orðin sex ára. Samt var heilmikið af hlutum sem þau gátu aðstoðað okkur við. Það var ýmis þjónusta sem við áttum völ á, sem við vissum ekki af.“

Hann segir miðstöðina gegna mikilvægu hlutverki, þegar kemur að því að styðja við fjölskyldur barna. „Það er Leiðarljós sem tekur við barninu þegar það kemur út af spítalanum. Þegar barnið og fjölskyldan eru búin að ganga í gegnum ýmsar raunir á spítalanum, komið hefur í ljós að það sem amar að því á ekki eftir að lagast og fólk hefur verið sent heim, oft með alls konar græjur,  tól og lyf. Þessir foreldrar eru kannski ekki með 100% athygli þegar verið er að útskýra fyrir þeim að barnið sé langveikt og eigi eftir að verða það alla ævina. Þannig skilur heilbrigðiskerfið við þessar fjölskyldur. Þarna kemur Leiðarljós inn og leiðir fjölskyldur í gegnum þennan frumskóg sem velferðarkerfið er.“

Sigurður segir að eðlilegast væri að heilbrigðiskerfið veitti þessa nauðsynlegu þjónustu. Eins og staðan er núna sé hins vegar ekki raunhæft að það verði á næstunni. „Þau ætla sér að bæta sína þjónustu, en hvað gerist þangað til? Á meðan kerfið er svona lélegt er nauðsynlegt að hafa einhvern sem grípur fjölskyldurnar, í stað þess að þær stökkvi út í hyldýpið einar. Foreldrar svona mikið veikra barna brenna upp að lokum. Þetta eru svo svakaleg verkefni sem þeir standa frammi fyrir að þau taka af fjölskyldunum. Nú er búið að byggja upp þessa miðstöð, hún gengur vel og veitir persónulega þjónustu sem kostar tiltölulega lítið. Á að henda því út um gluggann?“

„Maður veit ekki helminginn af því sem maður getur mögulega sótt um eða fengið hjálp við.“

Gyða Kristjánsdóttir er móðir Elísu Margrétar, langveikrar stúlku sem lést í apríl, fyrr á þessu ári. Elísa Margrét var með alvarlegan heilasjúkdóm. „Við vorum svo heppin að hafa Leiðarljós frá upphafi, þau héldu alveg utan um okkur. Hún var með það sjaldgæfan sjúkdóm sem við þekktum ekki og við höfðum ekki átt mikið veikt barn áður. Maður veit ekki helminginn af því sem maður getur mögulega sótt um eða fengið hjálp við. Alltaf þegar ég var eitthvað buguð leitaði ég til þeirra hjá Leiðarljósi. Þetta var okkar mesta hjálp, fyrir utan Barnaspítalann sem sinnti grunnþörfum. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það væri að eiga svona langveikt barn án þess að geta leitað til Leiðarljóss. Það yrði mjög slæmt, ef þetta yrði raunin, að það þyrfti að loka miðstöðinni.

Leiðarljós veitir líka fjölskyldum sem missa barn eftir langvarandi veikindi stuðning, í gegnum stuðningshópinn Litlu ljósin. Þá þjónustu nýta 16 fjölskyldur sér. „Svo þau halda líka utan um þá foreldra sem missa börnin sín. Ég veit að þetta er mikil hjálp fyrir marga í missinum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár