Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Veit ekki hvernig við hefðum farið að án Leiðarljóss“

Rekstr­ar­fé Leið­ar­ljóss, stuðn­ings­mið­stöðv­ar fyr­ir fjöl­skyld­ur barna með sjald­gæfa og al­var­lega lang­vinna sjúk­dóma, er upp­ur­ið. Að óbreyttu verð­ur mið­stöð­inni lok­að eft­ir ára­mót, þar sem heil­brigð­is­ráð­herra hyggst ekki að standa við lof­orð um að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur henn­ar. Móð­ir lang­veikr­ar stúlku sem lést fyrr á ár­inu seg­ir Leið­ar­ljós hafa veitt fjöl­skyld­unni nauð­syn­lega og mik­il­væga hjálp í gegn­um veik­indi dótt­ur henn­ar.

„Veit ekki hvernig við hefðum farið að án Leiðarljóss“
Elísa Margrét og Gyða Gyða missti dóttur sína, Elísu Margréti, fyrr á þessu ári. Hún segir fjölskylduna hafa fengið ómetanlega hjálp hjá Leiðarljósi. Mynd: Úr einkasafni

Flest bendir til þess að loka þurfi Leiðarljósi, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. Ung móðir sem missti dóttur sína síðastliðið vor segist alltaf hafa leitað til Leiðarljóss þegar hún bugaðist vegna veikindanna. Þau sem standa að Leiðarljósi segja heilbrigðisráðherra hafa lofað stuðningi ríkisins til að starfrækja hjálpina.

Leiðarljós er til húsa á Suðurlandsbraut 24 og þar starfa fjórir starfsmenn í þremur stöðugildum og veita 75 fjölskyldum stuðning. „Þegar fólk fær slæma greiningu er eins og það lendi í frjálsu falli. Við sjáum til þess að það sé einhver sem tekur á móti þeim, leiðbeinir þeim í gegnum ferlið og kerfið, svo þau þurfi ekki að finna upp hjólið sjálft. Það er nógu stórt verkefni að vera með veikt barn. Við reynum að spara fólki sporin, koma í veg fyrir að það lendi á veggjum og hjálpum því að sækja þann stuðning sem það hefur rétt á,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Leiðarljóss.

Miðstöðin var opnuð árið 2012, í kjölfar landssöfnunar Á allra vörum á RÚV, þar sem 80 milljónir söfnuðust. Á þeim tíma skrifaði þáverandi heilbrigðisráðherra undir viljayfirlýsingu um að tekið yrði við rekstri miðstöðvarinnar þegar söfnunarfé þryti. Í fyrra lét Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra gera áreiðanleikakönnun á starfseminni og, eftir því sem forsvarsmenn Leiðarljóss segja, lofaði í kjölfar þess að ríkið myndi framvegis greiða rekstrarkostnað miðstöðvarinnar, sem er 27 milljónir króna á ári. Nú hefur þeim verið tilkynnt að hið opinbera ætli að veita 12 milljónum króna í reksturinn á næsta ári.

Gangi þetta eftir verður rekstri miðstöðvarinnar ekki haldið áfram. „Þetta er sorgleg niðurstaða og við teljum okkur illa svikin,“ segir Bára. Með þessu gangi heilbrigðisráðherra á bak orða sinna og ekki sé annað í kortunum en að starfsemi miðstöðvarinnar líði undir lok.

Því hafi verið lofað, oftar en einu sinni, að tryggja reksturinn þegar söfnunarféð hefði klárast. Undir þetta tekur Sigurður Jóhannsson, stjórnarmaður í Leiðarljósi, sem jafnframt er faðir 10 ára langveikrar stúlku. „Kristján [Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra] lofaði því að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta yrði rekið eins og verið hefur. Hann lofaði því, í mín eyru og margra annarra, bæði á fundi í Leiðarljósi og niðri í ráðuneyti.“

Sunna og SigurðurSigurður Jóhannsson situr í stjórn Leiðarljóss en tilheyrir jafnframt einni af þeim 75 fjölskyldum sem nýta þjónustu miðstöðvarinnar. Sunna dóttir hans er langveik.

Fjölskylda Sigurðar er því ein af þeim 75 fjölskyldum sem nýtt hafa þjónustu Leiðarljóss. Dóttir hans var orðin 6 ára þegar Leiðarljós varð til. „Fyrir okkur kom Leiðarljós tiltölulega seint til, því dóttir okkar var orðin sex ára. Samt var heilmikið af hlutum sem þau gátu aðstoðað okkur við. Það var ýmis þjónusta sem við áttum völ á, sem við vissum ekki af.“

Hann segir miðstöðina gegna mikilvægu hlutverki, þegar kemur að því að styðja við fjölskyldur barna. „Það er Leiðarljós sem tekur við barninu þegar það kemur út af spítalanum. Þegar barnið og fjölskyldan eru búin að ganga í gegnum ýmsar raunir á spítalanum, komið hefur í ljós að það sem amar að því á ekki eftir að lagast og fólk hefur verið sent heim, oft með alls konar græjur,  tól og lyf. Þessir foreldrar eru kannski ekki með 100% athygli þegar verið er að útskýra fyrir þeim að barnið sé langveikt og eigi eftir að verða það alla ævina. Þannig skilur heilbrigðiskerfið við þessar fjölskyldur. Þarna kemur Leiðarljós inn og leiðir fjölskyldur í gegnum þennan frumskóg sem velferðarkerfið er.“

Sigurður segir að eðlilegast væri að heilbrigðiskerfið veitti þessa nauðsynlegu þjónustu. Eins og staðan er núna sé hins vegar ekki raunhæft að það verði á næstunni. „Þau ætla sér að bæta sína þjónustu, en hvað gerist þangað til? Á meðan kerfið er svona lélegt er nauðsynlegt að hafa einhvern sem grípur fjölskyldurnar, í stað þess að þær stökkvi út í hyldýpið einar. Foreldrar svona mikið veikra barna brenna upp að lokum. Þetta eru svo svakaleg verkefni sem þeir standa frammi fyrir að þau taka af fjölskyldunum. Nú er búið að byggja upp þessa miðstöð, hún gengur vel og veitir persónulega þjónustu sem kostar tiltölulega lítið. Á að henda því út um gluggann?“

„Maður veit ekki helminginn af því sem maður getur mögulega sótt um eða fengið hjálp við.“

Gyða Kristjánsdóttir er móðir Elísu Margrétar, langveikrar stúlku sem lést í apríl, fyrr á þessu ári. Elísa Margrét var með alvarlegan heilasjúkdóm. „Við vorum svo heppin að hafa Leiðarljós frá upphafi, þau héldu alveg utan um okkur. Hún var með það sjaldgæfan sjúkdóm sem við þekktum ekki og við höfðum ekki átt mikið veikt barn áður. Maður veit ekki helminginn af því sem maður getur mögulega sótt um eða fengið hjálp við. Alltaf þegar ég var eitthvað buguð leitaði ég til þeirra hjá Leiðarljósi. Þetta var okkar mesta hjálp, fyrir utan Barnaspítalann sem sinnti grunnþörfum. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það væri að eiga svona langveikt barn án þess að geta leitað til Leiðarljóss. Það yrði mjög slæmt, ef þetta yrði raunin, að það þyrfti að loka miðstöðinni.

Leiðarljós veitir líka fjölskyldum sem missa barn eftir langvarandi veikindi stuðning, í gegnum stuðningshópinn Litlu ljósin. Þá þjónustu nýta 16 fjölskyldur sér. „Svo þau halda líka utan um þá foreldra sem missa börnin sín. Ég veit að þetta er mikil hjálp fyrir marga í missinum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár