Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir frá því á Twitter­síðu sinni að hann muni í dag kynna áætlan­ir sín­ar um bygg­ingu landa­mæra­veggs við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Bandaríkin breytast: Ríkisstofnanir í samskiptabann og veggur reistur við landamærin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag kynna áætlun sína um byggingu landamæraveggs við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump skrifaði á Twittersíðu sína í gærkvöldi að stór dagur væri í vændum fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Meðal margs annars, þá munum við byggja vegginn!“ skrifaði hann, en Trump mun í dag skrifa undir tilskipun um byggingu veggsins í heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Landamæraveggurinn var eitt þekktasta kosningaloforð Trumps en hann hefur sagt vegginn nauðsynlegan til að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda frá Suður Ameríku. 

Samkvæmt frétt New York Times verður þetta það fyrsta í röð aðgerða Trumps til að herða að innflytjendum í nafni þjóðaröryggis, en hann hefur einnig sagst ætla að koma í veg fyrir að Sýrlendingar og aðrir frá „hryðjuverkahneigðum“ löndum geti sest að í Bandaríkjunum. Þá hefur blaðið einnig undir höndum uppköst af reglugerðum innan úr ríkisstjórn Trumps þar sem meðal annars er lagt til að tekið verði til athugunar hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna ætti að enduropna svokölluð „svört svæði“ - leynileg fangelsi og yfirheyrslustaði leyniþjónustunnar í öðrum löndum. Þess má geta að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lokaði þessum svæðum í fyrstu viku sinni sem forseti árið 2009. Þá er einnig til skoðunar hvort bandaríski herinn eigi að taka upp harðari yfirheyrsluaðferðir og hvort Múslimska bræðralagið ætti að vera flokkað sem hryðjuverkasamtök. Þá mun flóttamannastefna Trumps, sem nú er í smíðum, nánast koma í veg fyrir að flóttamenn Sýrlandi geti fengið vernd í Bandaríkjunum, sem og flóttamenn frá öðrum múslimalöndum á borð við Afganistan, Írak og Sómalíu. 

Ríkisstofnanir í samskiptabann

Ríkisstjórn Trumps setti í vikunni nokkrar ríkisstofnanir í tímabundið samskiptabann. Starfsmenn umhverfisverndarráðs Bandaríkjanna, EPA, og landbúnaðarráðuneytisins mega til að mynda ekki ræða við neina fjölmiðla, ekki senda út fréttatilkynningar, ekki setja inn færslur á bloggsíður og ekki skrifa á samskiptamiðla. Í tölvupósti til starfsmanna segir meðal annars að ráðinn verði sérfræðingur sem muni hafa yfirumsjón með öllum samskiptamiðlum stofnananna. Þá hefur einnig verið sett tímabundið bann á fjárútlát til nýrra verkefna.

Trump hefur einnig skrifað undir tilskipun sem kemur í veg fyrir nýráðningar hjá ríkisstofnunum, fyrir utan þær sem snúa að hernaði, heimavörnum og almannaöryggi. 

Skapbráður forseti

Töluvert hefur verið skrifað um skapgerð nýja forsetans í bandarískum fjölmiðlum. Hann er sagður skapbráður, eiga erfitt með að stjórna tilfinningum sínum og að hann verði móðgaður auðveldlega móðgaður. Í umfjöllun Politico kemur meðal annars fram að einn af nánum ráðgjöfum Trumps hefur beðið starfsfólk Hvíta hússins að halda frá honum „upplýsingum sem gætu æst hann upp“. Verkefni sem gæti reynst erfitt þar sem forsetanum leiðist auðveldlega og hefur gaman að því að horfa á sjónvarpið. 

Í ítarlegri umfjöllun The Washington Post á fyrstu sólarhringum Trumps í Hvíta húsinu kemur fram að forsetinn hafi fengið bræðiskast síðastliðið laugardagskvöld þegar hann kveikti á sjónvarpinu og sá umfjöllun fjölmiðla um kvennamótmælin, sem voru sögð fjölmennari en innsetningarathöfn forsetans. Þá á hann að hafa reiðst mjög ráðgjöfum sínum hvöttu hann til að einbeita sér að stefnumálum sínum og markmiðum og staldra ekki of lengi við þessa umfjöllun. Trump var ekki sammála. Hann vildi hörð viðbrögð og hann vildi að þau kæmu frá fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. 

Eins og þekkt er orðið notaði fjölmiðlafulltrúinn, Sean Spicer, fyrsta blaðamannafundinn sinn í að taka fjölmiðla á teppið. Hann sakaði fjölmiðla meðal annars um að hafa vísvitandi valið myndir sem sýndu fjöldann á innsetningarathöfninni minni en hann var í raun og sagði að aldrei hefði meiri fjöldi fylgst með innsetningu forseta. Þetta var strax hrakið.  

Í umfjöllun The Washington Post kemur fram að Trump hafi ekki verið ánægður með ræðu Spicers, hún hafi ekki verið nógu kraftmikil.

Á sama tíma og forsetaembætti Trumps kvartar undan fjölmiðlum og heimildir stofnana til að tjá sig við fjölmiðla eru þrengdar, berast fréttir af því að fréttamenn hafi verið handteknir á mótmælum, sem haldin voru vegna innvígslu Trumps í forsetaembættið. Þeir eru sakaðir um að hafa verið þátttakendur í mótmælum, en segjast sjálfir hafa verið að fylgjast með þeim sem fréttamenn. Þeirra gæti beðið allt að tíu ára fangelsi, samkvæmt refsirammanum, eða hátt í 30 milljóna króna sekt, fyrir að taka þátt í eða hvetja til uppþota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi
ÚttektBandaríki Trumps

Trump gref­ur und­an eft­ir­liti, and­ófi og að­haldi

Eft­ir­lits­stofn­an­ir, fjöl­miðl­ar og grasrót­ar­hóp­ar hafa set­ið und­ir stans­laus­um árás­um á fyrsta ári Don­ald Trumps í embætti. For­set­inn hef­ur sett sér­stak­an and­stæð­ing Um­hverf­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna yf­ir stofn­un­ina og aft­ur­kall­að fleiri reglu­gerð­ir en nokk­ur fyr­ir­renn­ara hans gerði á fyrstu mán­uð­un­um í embætti. Hátt í 200 manns sem mót­mæltu við setn­ing­ar­at­höfn Trumps gætu átt yf­ir höfði sér ára­tuga­langt fang­elsi. Þá hef­ur árás­um hans á fjöl­miðla ver­ið líkt við stalín­isma.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu