Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra ritstýrði vefriti sem hæddist að Ástráði vegna stjórnmálaskoðana hans

Ást­ráð­ur Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur var met­inn í hópi hæf­ustu um­sækj­enda um dóm­ara­embætti við Lands­rétt en hlaut ekki náð fyr­ir aug­um Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Hún sat í rit­stjórn Vef­þjóð­vilj­ans þeg­ar vef­rit­ið hædd­ist að Ást­ráði og kall­aði hann „funda­skelfi Æsku­lýðs­fylk­ing­ar­inn­ar“ ár­ið 2001. 

Ráðherra ritstýrði vefriti sem hæddist að Ástráði vegna stjórnmálaskoðana hans

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var í ritstjórn Vefþjóðviljans þegar vefmiðillinn hæddist að Ástráði Haraldssyni lögfræðingi og uppnefndi hann vegna stjórnmálaskoðana. Hún ákvað að gera ekki tillögu um hann sem dómara við Landsrétt þrátt fyrir að dómnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann væri einn af hæfustu umsækjendunum.

Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi með 31 atkvæði gegn 22 atkvæðum á fimmtudag. Fjórum umækjendum, sem dómnefnd hafði metið í hópi fimmtán hæfustu umsækjenda var skipt út fyrir aðra fjóra umsækjendur sem allir gegna stöðu héraðsdómara. Sigríður rökstuddi þá breytingu, í fylgibréfi með tillögu sinni, á þeim grundvelli að nefndin hefði ekki gefið dómarareynslu nægilegt vægi í hæfnismati sínu. Einn þeirra er Sigríður lagðist gegn því að veita stöðu dómara við Landsrétt er Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður sem hafnaði í fjórtanda sæti í hæfnismati dómnefndarinnar. 

Sigríður, sem tók við starfi dómsmálaráðherra fyrr á árinu, hefur látið mikið að sér kveða í þjóðmálaumræðunni um árabil, meðal annars sem pistlahöfundur og sem einn af ritstjórum vefritsins Vefþjóðviljans á Andríki.is. Á vef Alþingis kemur fram að Sigríður sat í ritstjórn Vefþjóðviljans á árunum 1995 til 2006 og var seta hennar í ritstjórninni sérstaklega tilgreind á vef innanríkisráðuneytisins þegar hún tók við ráðherraembætti. Þegar Sigríður bauð sig fram í prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum árið 2006 birtist pistill á Andríki þar sem framboði hennar voru gerð skil „til upplýsingar þeim sem kynni að þykja óhætt að inn í þingumræður bærust þau meginsjónarmið sem kynnt hafa verið á þessum vettvangi undanfarin ár“. Þannig virðist stjórnmálaferill Sigríðar samtvinnaður þeim viðhorfum sem viðruð hafa verið á vefnum Andríki. 

Ástráður bendlaður við Sovétríkin

Í grein sem Andríki birti árið 2001 er hæðst að Ástráði Haraldssyni vegna skoðana hans á nektardansstöðum. Greinin birtist í kjölfar skrifa Ástráðs í Morgunblaðið þar sem hann rökstuddi þá skoðun sína að banna ætti nektarstaði. „Mikið óhapp er að borgarbúar skyldu ekki hafa borið gæfu til að veita Ástráði brautargengi í kosningum þegar hann loks lét til leiðast og sté niður til pöpulsins að veita honum þjónustu. En Ástráður hefur engu gleymt og nú fær almenningur enn tækifæri til að njóta leiðsagnar meistarans,“ segir í grein Vefþjóðviljans.

„En Ástráður hefur engu gleymt og nú 
fær almenningur enn tækifæri til að 
njóta leiðsagnar meistarans“

„Ekki þarf annað til en Ástráður Haraldsson, fyrrum fundaskelfir Æskulýðsfylkingarinnar, sjái í hendi sér að tiltekinn verknaður „skili engu jákvæðu framlagi til þjóðfélagsins“ og þá verður verknaðurinn bannaður. Í framhaldi af því verður hér hið mesta sæluríki og allir himinlifandi. Rétt eins og í Sovét-Rússlandi þar sem sömu hugmyndir félaga Ástráðs reyndust svo vel.“

Ástráður hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Alþýðubandalagið. Hann sat í Háskólaráði á níunda áratugnum fyrir Félag vinstri manna og var einn af stofnendum Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ. Hann var kallaður „kommi“ í umfjöllun Viðskiptablaðsins árið 2012. Þá hefur verið bent á að annar umsækjandi, sem ekki hlaut náð fyrir augum ráðherra þrátt fyrir að lenda í 7. sæti í hæfnismati dómnefndar, er fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár