Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útrásarmenn funduðu í Tívolí með þúsund Dönum

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son og aðr­ir tals­menn ís­lensku út­rás­ar­inn­ar töldu áhyggj­urn­ar tveim­ur ár­um fyr­ir hrun byggð­ar á mis­skiln­ingi. Svart­ar skýrsl­ur um Ís­land. Stór­fund­ur boð­að­ur í Kaup­manna­höfn.

Útrásarmenn funduðu  í Tívolí með þúsund Dönum
Rjómi útrásarmanna Forsíða Fréttablaðsins var lögð undir Tívolífundinn í mars árið 2006 þegar reynt var að telja Dönum trú um að allt væri í lagi á Íslandi.

Í mars 2006 var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að hópur íslenskra útrásarmanna hefði haldið mikinn fund í desember í Kaupmannahöfn til að slá þær áhyggjur sem voru uppi um að hrun væri fram undan í íslensku viðskiptalífi. Starfshópur hafði skilað áliti um að blikur kynnu að vera á lofti og ástæða til að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti. Talsmenn Íslands voru rjómi íslenskra útrásarmanna og forstjóri íslensku Kauphallarinnar. Þarna voru mættir Ágúst Guðmundsson, annar aðaleigandi Bakkavarar, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Hannes Smárason, stjórnandi FL-Group, Jón Ásgeir Jóhannesson, forsvarsmaður Baugs, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.  Fréttablaðið sagði að fundurinn hefði verið kærkomið tilefni til þess að upplýsa Dani um íslenska fjármálakerfið og þá væntanlega styrk þess. Það er dálítið skondið að fundurinn var haldinn í Tívolí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár