Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Útrásarmenn funduðu í Tívolí með þúsund Dönum

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son og aðr­ir tals­menn ís­lensku út­rás­ar­inn­ar töldu áhyggj­urn­ar tveim­ur ár­um fyr­ir hrun byggð­ar á mis­skiln­ingi. Svart­ar skýrsl­ur um Ís­land. Stór­fund­ur boð­að­ur í Kaup­manna­höfn.

Útrásarmenn funduðu  í Tívolí með þúsund Dönum
Rjómi útrásarmanna Forsíða Fréttablaðsins var lögð undir Tívolífundinn í mars árið 2006 þegar reynt var að telja Dönum trú um að allt væri í lagi á Íslandi.

Í mars 2006 var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að hópur íslenskra útrásarmanna hefði haldið mikinn fund í desember í Kaupmannahöfn til að slá þær áhyggjur sem voru uppi um að hrun væri fram undan í íslensku viðskiptalífi. Starfshópur hafði skilað áliti um að blikur kynnu að vera á lofti og ástæða til að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti. Talsmenn Íslands voru rjómi íslenskra útrásarmanna og forstjóri íslensku Kauphallarinnar. Þarna voru mættir Ágúst Guðmundsson, annar aðaleigandi Bakkavarar, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Hannes Smárason, stjórnandi FL-Group, Jón Ásgeir Jóhannesson, forsvarsmaður Baugs, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.  Fréttablaðið sagði að fundurinn hefði verið kærkomið tilefni til þess að upplýsa Dani um íslenska fjármálakerfið og þá væntanlega styrk þess. Það er dálítið skondið að fundurinn var haldinn í Tívolí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár