Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Utanríkisráðherra: Ísland vill ekki gerast aðili að Evrópusambandinu

Ut­an­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn flokka sem boð­uðu fram­hald að­ild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið fyr­ir kosn­ing­ar seg­ir að um­ræð­an sé „að mestu laus úr viðj­um kröf­unn­ar um að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu“. Hann full­yrð­ir að Ís­land vilji ekki ESB-að­ild.

Utanríkisráðherra: Ísland vill ekki gerast aðili að Evrópusambandinu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að umræðan um viðskiptastefnu Íslands sé nú að mestu „laus úr viðjum kröfunnar um aðild að Evrópusambandinu“. Ísland vilji ekki aðild að Evrópusambandinu. 

Þetta kemur fram í skýrslu ráðherra um utanríkis- og alþjóðamál sem lögð var fram á þingi í dag. Alþingi samþykkti þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu árið 2009, en viðræðunum var slitið án samráðs við Alþingi á síðasta kjörtímabili. Þetta ýtti meðal annars undir stofnun Viðreisnar, samstarfsflokks Guðlaugs Þórs í ríkisstjórn.

Bæði Björt framtíð og Viðreisn settu framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið sérstaklega á oddinn í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þeirri kröfu var hins vegar ekki fylgt eftir í stjórnarsáttmála flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn. Þar skuldbinda allir þrír flokkarnir sig til að koma í veg fyrir að að þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið nái fram að ganga nema hugsanlega undir lok kjörtímabilsins. 

„Ísland sem hefur mikla hagsmuni í Evrópusambandinu en vill ekki gerast aðili að því“

Í skýrslu Guðlaugs Þórs um utanríkismál er fjallað um stöðu Íslands í Evrópu. Þar segir meðal annars:

„Nú, þegar umræðan hér á landi um viðskiptastefnuna er að mestu laus úr viðjum kröfunnar um aðild að Evrópusambandinu, er full þörf á að styrkja starf okkar innan EFTA og EES. EES-samningurinn hefur augljósa kosti fyrir ríki, eins og Ísland, sem hefur mikla hagsmuni í Evrópusambandinu en vill ekki gerast aðili að því. Samningurinn hefur virkað vel, bæði fyrir þau EFTA-ríki, sem eiga aðild að honum, og ESB.“

Fram kemur að nýta þurfi möguleika EES-samningsins til að hafa áhrif á mótun ákvarðana þegar þær eru á undirbúningsstigi hjá framkvæmdastjórn ESB og skoða betur allt ferlið þar til þær eru felldar í íslensk lög. „Samstarfið innan EFTA er grundvallarþáttur í viðskiptastefnu Íslands. EES-samningurinn og þátttakan í innri markaðinum gerir ekki aðeins íslenskum fyrirtækjum kleift að stunda starfsemi sína hindrunarlaust hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu heldur hefur hann einnig auðveldað Íslendingum að afla sér menntunar eða leita sér starfa í öllum ríkjum EES, auk þess sem hann opnar möguleika fyrir íslenska vísinda- og fræðimenn til að taka þátt í rannsóknarstarfsemi með samstarfsaðilum hvaðanæva af Evrópska efnahagssvæðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár