Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Uppnámið vegna fanganna í Teigahverfi

Fyr­ir 30 ár­um ætl­aði allt um koll að keyra í Teiga­hverfi vegna fanga­heim­il­is sem boð­að var að yrði á Lauga­teigi 19. Borg­ar­a­fund­ur var hald­inn og Dav­íð Odds­son borg­ar­stjóri ætl­aði að færa heim­il­ið. Ára­tug­um síð­ar er heim­il­ið á Lauga­teigi og fang­ar og frjáls­ir menn lifa sam­an í sátt.

Uppnámið vegna fanganna í Teigahverfi

Mikið uppnám varð í Teiga­hverfi í Reykjavík árið 1985 eftir að það spurðist út að fangasamtökn Vernd hefðu keypt húsið við Laugateig 19 í því skyni að þar yrði heimili fyrir fanga sem væru að ljúka afplánun. Á opnum fundi íbúanna með forsvars­mönnum Verndar og borgaryfirvöldum í Reykjavík 26. ágúst komu fram miklar áhyggjur og andstaða við að fangarnir kæmu í hverfið. Íbúarnir óttuðust að þeir 23 fangar sem áformað var að vista yrðu ógn við öryggi þeirra. Þá töldu sumir íbúanna víst að tilkoma fangaheimilisins yrði til þess að fasteignaverð myndi falla í hverfinu. Ragnar Ragnarsson, íbúi í hverfinu, vitnaði í sálfræðinga og félagsráðgjafa sem hefðu þá skoðun að þarna yrðu alltof margir fangar samankomnir. Á fimmta hundrað manns höfðu undirritað mótmæli gegn fangaheimilinu og lýst ábyrgð á hendur forsvarsmönnum Verndar ef áformin myndu ganga eftir. Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður stjórnar Verndar, andmælti þeim sjónarmiðum að nágrönnum stæði ógn af heimilinu. Vísaði hún til þess að fangaheimili hefðu verið við Ránargötu og Skólavörðustíg án þess að vandræði hefðu hlotist af. 

Davíð Oddsson, þáverandi borgar­­stjóri, tók afstöðu með íbú­unum og gaf ádrátt um að Reykja­víkurborg myndi kaupa eignina af Vernd og leigja út húsnæðið. Sagði hann ekki skrýtið að gamalt fólk óttaðist fangana sem væntan­legir voru. Boðaði hann að Reykjavíkur­borg myndi þess í stað útvega Vernd húsnæði annars staðar í Reykjavík. Samþykkt var í borgar­ráði í framhald­inu á taka upp viðræður við Vernd um kaupin. 

Miklar umræður urðu á fund­inum. Helgarpósturinn vitnaði í nokkra fundarmenn. Gunnar Már Herbertsson, íbúi í Teigahverfinu sagði íbúa 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár