Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu

Prins­inn Mohammed bin Salm­an er son­ur nýs kon­ungs Sádi-Ar­ab­íu og hef­ur á ör­skömm­um tíma náð hæstu met­orð­um, þrátt fyr­ir litla mennt­un. Valda­jafn­vægi er að rask­ast inn­an kon­ung­dæm­is­ins og völd safn­ast á færri hend­ur. Prins­inn stend­ur í stafni í stríði Sáda gegn Jemen og hef­ur und­an­far­ið hitt bæði Hollande Frakk­lands­for­seta og Obama Banda­ríkja­for­seta.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu
Prinsinn rís Mohammed bin Salman hefur hlotið skjótan frama þrátt fyrir að vera minna menntaður og með minni reynslu en aðrir prinsar sem þóttu koma til greina.

Fyrir um fjórum mánuðum síðan var Mohammed bin Salman, 29 ára gamall prins í Sádi-Arabíu, bara einn af fjölmörgum prinsum konungsríkisins. Rétt eins og aðrir karlkyns meðlimir konungsfjölskyldunnar var hann helst þekktur fyrir djörf verðbréfa- og fasteignaviðskipti í Mið-Austurlöndum. 

Prins Mohammed á þrjá eldri hálfbræður sem allir eru með ríkustu einstaklingum Sádi-Arabíu en þeirra á meðal er ráðherra olíumála ríkisins. En þetta var áður en faðir þeirra, Salman bin Abulaziz sem er 79 ára, varð konungur Sádi-Arabíu. Nú er prins Mohammed, sem er elsti sonur þriðju og yngstu eiginkonu kóngsins, rísandi stjarna innan stjórn- og herafla konungsríkisins. 

Gríðarlega mikil völd á einungis fjórum mánuðum

Á einungis fjórum mánuðum hefur hinn ungi prins sölsað undir sig meira valdi en nokkur annar prins Sádi Arabíu hefur nokkurn tíman haft. Erfðahefð konungsfjölskyldunnar hefur hingað til byggst á ákveðnu kerfi valddreifingar sem á að stuðla að einingu innan konungsfjölskyldunnar. Mohammed prins hefur nýtt þetta nýtilkomna vald sitt til að taka sér nokkurs konar leiðtogasæti innan stjórnkerfis ríkisins, þar sem Sádi Arabía er orðin leiðandi – og ógnandi – afl í Mið-Austurlöndum. Hernaðarátökin í Jemen eru einmitt gott dæmi um það.

Á þeim fjórum mánuðum síðan Salman tók við embætti konungs Sádi-Arabíu hefur hann sett Mohammed prins yfir ríkisrekin olíufyrirtæki landsins sem og allar fjárfestingar hins opinbera. Einnig hefur hann skipað son sinn sem yfirmann nýrrar nefndar sem hann kallar hagstjórn Sádi Arabíu og síðast en ekki síst er Mohammed orðinn ráðherra varnarmála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár