Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu

Prins­inn Mohammed bin Salm­an er son­ur nýs kon­ungs Sádi-Ar­ab­íu og hef­ur á ör­skömm­um tíma náð hæstu met­orð­um, þrátt fyr­ir litla mennt­un. Valda­jafn­vægi er að rask­ast inn­an kon­ung­dæm­is­ins og völd safn­ast á færri hend­ur. Prins­inn stend­ur í stafni í stríði Sáda gegn Jemen og hef­ur und­an­far­ið hitt bæði Hollande Frakk­lands­for­seta og Obama Banda­ríkja­for­seta.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu
Prinsinn rís Mohammed bin Salman hefur hlotið skjótan frama þrátt fyrir að vera minna menntaður og með minni reynslu en aðrir prinsar sem þóttu koma til greina.

Fyrir um fjórum mánuðum síðan var Mohammed bin Salman, 29 ára gamall prins í Sádi-Arabíu, bara einn af fjölmörgum prinsum konungsríkisins. Rétt eins og aðrir karlkyns meðlimir konungsfjölskyldunnar var hann helst þekktur fyrir djörf verðbréfa- og fasteignaviðskipti í Mið-Austurlöndum. 

Prins Mohammed á þrjá eldri hálfbræður sem allir eru með ríkustu einstaklingum Sádi-Arabíu en þeirra á meðal er ráðherra olíumála ríkisins. En þetta var áður en faðir þeirra, Salman bin Abulaziz sem er 79 ára, varð konungur Sádi-Arabíu. Nú er prins Mohammed, sem er elsti sonur þriðju og yngstu eiginkonu kóngsins, rísandi stjarna innan stjórn- og herafla konungsríkisins. 

Gríðarlega mikil völd á einungis fjórum mánuðum

Á einungis fjórum mánuðum hefur hinn ungi prins sölsað undir sig meira valdi en nokkur annar prins Sádi Arabíu hefur nokkurn tíman haft. Erfðahefð konungsfjölskyldunnar hefur hingað til byggst á ákveðnu kerfi valddreifingar sem á að stuðla að einingu innan konungsfjölskyldunnar. Mohammed prins hefur nýtt þetta nýtilkomna vald sitt til að taka sér nokkurs konar leiðtogasæti innan stjórnkerfis ríkisins, þar sem Sádi Arabía er orðin leiðandi – og ógnandi – afl í Mið-Austurlöndum. Hernaðarátökin í Jemen eru einmitt gott dæmi um það.

Á þeim fjórum mánuðum síðan Salman tók við embætti konungs Sádi-Arabíu hefur hann sett Mohammed prins yfir ríkisrekin olíufyrirtæki landsins sem og allar fjárfestingar hins opinbera. Einnig hefur hann skipað son sinn sem yfirmann nýrrar nefndar sem hann kallar hagstjórn Sádi Arabíu og síðast en ekki síst er Mohammed orðinn ráðherra varnarmála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár