Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu

Prins­inn Mohammed bin Salm­an er son­ur nýs kon­ungs Sádi-Ar­ab­íu og hef­ur á ör­skömm­um tíma náð hæstu met­orð­um, þrátt fyr­ir litla mennt­un. Valda­jafn­vægi er að rask­ast inn­an kon­ung­dæm­is­ins og völd safn­ast á færri hend­ur. Prins­inn stend­ur í stafni í stríði Sáda gegn Jemen og hef­ur und­an­far­ið hitt bæði Hollande Frakk­lands­for­seta og Obama Banda­ríkja­for­seta.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu
Prinsinn rís Mohammed bin Salman hefur hlotið skjótan frama þrátt fyrir að vera minna menntaður og með minni reynslu en aðrir prinsar sem þóttu koma til greina.

Fyrir um fjórum mánuðum síðan var Mohammed bin Salman, 29 ára gamall prins í Sádi-Arabíu, bara einn af fjölmörgum prinsum konungsríkisins. Rétt eins og aðrir karlkyns meðlimir konungsfjölskyldunnar var hann helst þekktur fyrir djörf verðbréfa- og fasteignaviðskipti í Mið-Austurlöndum. 

Prins Mohammed á þrjá eldri hálfbræður sem allir eru með ríkustu einstaklingum Sádi-Arabíu en þeirra á meðal er ráðherra olíumála ríkisins. En þetta var áður en faðir þeirra, Salman bin Abulaziz sem er 79 ára, varð konungur Sádi-Arabíu. Nú er prins Mohammed, sem er elsti sonur þriðju og yngstu eiginkonu kóngsins, rísandi stjarna innan stjórn- og herafla konungsríkisins. 

Gríðarlega mikil völd á einungis fjórum mánuðum

Á einungis fjórum mánuðum hefur hinn ungi prins sölsað undir sig meira valdi en nokkur annar prins Sádi Arabíu hefur nokkurn tíman haft. Erfðahefð konungsfjölskyldunnar hefur hingað til byggst á ákveðnu kerfi valddreifingar sem á að stuðla að einingu innan konungsfjölskyldunnar. Mohammed prins hefur nýtt þetta nýtilkomna vald sitt til að taka sér nokkurs konar leiðtogasæti innan stjórnkerfis ríkisins, þar sem Sádi Arabía er orðin leiðandi – og ógnandi – afl í Mið-Austurlöndum. Hernaðarátökin í Jemen eru einmitt gott dæmi um það.

Á þeim fjórum mánuðum síðan Salman tók við embætti konungs Sádi-Arabíu hefur hann sett Mohammed prins yfir ríkisrekin olíufyrirtæki landsins sem og allar fjárfestingar hins opinbera. Einnig hefur hann skipað son sinn sem yfirmann nýrrar nefndar sem hann kallar hagstjórn Sádi Arabíu og síðast en ekki síst er Mohammed orðinn ráðherra varnarmála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár