Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu

Prins­inn Mohammed bin Salm­an er son­ur nýs kon­ungs Sádi-Ar­ab­íu og hef­ur á ör­skömm­um tíma náð hæstu met­orð­um, þrátt fyr­ir litla mennt­un. Valda­jafn­vægi er að rask­ast inn­an kon­ung­dæm­is­ins og völd safn­ast á færri hend­ur. Prins­inn stend­ur í stafni í stríði Sáda gegn Jemen og hef­ur und­an­far­ið hitt bæði Hollande Frakk­lands­for­seta og Obama Banda­ríkja­for­seta.

Ungur prins ógnar jafnvægi Sádi-Arabíu
Prinsinn rís Mohammed bin Salman hefur hlotið skjótan frama þrátt fyrir að vera minna menntaður og með minni reynslu en aðrir prinsar sem þóttu koma til greina.

Fyrir um fjórum mánuðum síðan var Mohammed bin Salman, 29 ára gamall prins í Sádi-Arabíu, bara einn af fjölmörgum prinsum konungsríkisins. Rétt eins og aðrir karlkyns meðlimir konungsfjölskyldunnar var hann helst þekktur fyrir djörf verðbréfa- og fasteignaviðskipti í Mið-Austurlöndum. 

Prins Mohammed á þrjá eldri hálfbræður sem allir eru með ríkustu einstaklingum Sádi-Arabíu en þeirra á meðal er ráðherra olíumála ríkisins. En þetta var áður en faðir þeirra, Salman bin Abulaziz sem er 79 ára, varð konungur Sádi-Arabíu. Nú er prins Mohammed, sem er elsti sonur þriðju og yngstu eiginkonu kóngsins, rísandi stjarna innan stjórn- og herafla konungsríkisins. 

Gríðarlega mikil völd á einungis fjórum mánuðum

Á einungis fjórum mánuðum hefur hinn ungi prins sölsað undir sig meira valdi en nokkur annar prins Sádi Arabíu hefur nokkurn tíman haft. Erfðahefð konungsfjölskyldunnar hefur hingað til byggst á ákveðnu kerfi valddreifingar sem á að stuðla að einingu innan konungsfjölskyldunnar. Mohammed prins hefur nýtt þetta nýtilkomna vald sitt til að taka sér nokkurs konar leiðtogasæti innan stjórnkerfis ríkisins, þar sem Sádi Arabía er orðin leiðandi – og ógnandi – afl í Mið-Austurlöndum. Hernaðarátökin í Jemen eru einmitt gott dæmi um það.

Á þeim fjórum mánuðum síðan Salman tók við embætti konungs Sádi-Arabíu hefur hann sett Mohammed prins yfir ríkisrekin olíufyrirtæki landsins sem og allar fjárfestingar hins opinbera. Einnig hefur hann skipað son sinn sem yfirmann nýrrar nefndar sem hann kallar hagstjórn Sádi Arabíu og síðast en ekki síst er Mohammed orðinn ráðherra varnarmála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár