Skuggakosningar fóru fram í framhaldsskólum landsins dagana 10. til 13. október og verða niðurstöður birtar eftir að kjörstöðum lokar á morgun, laugardag. Þá verður hægt að bera niðurstöður Alþinginskosninga saman við niðurstöður ungmenna sem hafa ekki enn náð aldri til að kjósa.
Skuggakosningar voru verkefni styrkt af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningamálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga með það að marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Í skuggakosningunum gafst ungu fólki tækifæri til þess að kynna sér málefni og koma sínum skoðunum á framfæri. Kosningarnar voru á vegum lýðræðisátaksins Ég kýs, sem vinnur að því að efla áhuga ungs fólks á stjórnmálum, og hvetja þau til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun.
Kosningaþáttaka á Íslandi er að minnka með árunum, en samkvæmt skráðri kjörsókn eftir aldri í sveitastjórnarkosningunum 2014 mættu aðeins 45,4% fólks á aldrinum 20-24 ára á kjörstað. Samt sem áður hefur margt ungt fólk mikinn áhuga á stjórnmálum og langar að …
Athugasemdir