Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tveir heimar Baltimore

Í Baltimore eykst mis­skipt­ing jafnt og þétt. Fátækt, ójöfn­uð­ur og von­leysi ríkir á með­al hinna lægst settu. Ólöf Stein­unn­ar­dótt­ir, þróun­ar- og stjórnmála­fræð­ing­ur, skoð­ar hvað er í raun og veru að ger­ast í borg­inni þar sem allt er á suðupunkti.

Tveir heimar Baltimore
Sett á útgöngubann Til að reyna að koma böndum á óeirðirnar var útgöngubann sett á í Baltimore í nokkra daga. Íbúum var meinað að fara út eftir klukkan tíu á kvöldin til fimm á morgnanna.

Óeirðir hafa ríkt í Baltimore frá því að 25 ára gamall blökkumaður, Freddie Gray, lést af völdum áverka sem hlaut í haldi lögreglu. Freddie lést þann 19. apríl og útför hans fór fram viku síðar. Í kjölfarið sauð allt upp úr og neyðarástandi var lýst yfir í borginni. Kveikt var í byggingum og fjöldi lögreglumanna voru særðir eftir átökin. Til að reyna að ná tökum á ástandinu var sett á útgöngubann í borginni þar sem borgurum var meinað að fara út úr húsi frá klukkan tíu á kvöldin og til fimm á morgnana. Útgöngubannið átti að gilda í viku, hið minnsta. Sex lögreglumenn voru ákærðir í málinu, fyrir manndráp.

Þeir sem þekkja vel til í Baltimore segja að það hafi einungis verið
tímaspursmál hvenær stór hluti Baltimorebúa myndi springa og mótmæla stéttaskiptingunni sem hægt og rólega hefur verið að aukast undanfarna áratugi. Síðan í byrjun 9. áratugarins má segja að vænum skammti af fátækt, glæpum og algjöru vonleysi á meðal mikils meirihluta blökkubúa í Baltimore, sem eru um 65% borgarbúa, hafi verið blandað saman í einn graut. Á sama tíma hefur velmegun hvítra Baltimorebúa aukist hægt og rólega og eins og á svo mörgum stöðum í heiminum hefur bilið á milli ríkra og fátækra aldrei verið meira.

Þessir tveir ólíku hópar Baltimorebúa hafa að stórum hluta lifað sínu lífi án mikilla afskipta af hvor öðrum. Mótmælin sem brutust út á mánudaginn eftir útför Freddie Gray og glæpaaldan hefur gengið yfir Baltimore eru skýr skilaboð um að eitthvað verði að aðhafast.

En stóra spurning er hvað á að gera? Hvað er hægt að gera fyrir íbúa Baltimore, sem lifað hafa við eða undir fátæktarviðmiðum undanfarna áratugi? Fólk sem jafnan getur ekki sent börnin sín í almennilega skóla sem bjóða upp á nám sem veitir nemendum inngöngu í háskóla og þar af leiðandi mögulega leið til að brjótast út úr þessum vítahring.

Blökkumenn í leiðtogasætum

Það sem hefur verið að gerast í Baltimore er ekki það sama og gerðist í Ferguson seint á síðasta ári þar sem 18 ára svartur Bandaríkjamaður var skotinn af 28 ára hvítum lögreglumanni þótt viðburðirnir séu keimlíkir. Meginvandamál íbúanna í Baltimore er ekki hægt að rekja til mismunar vegna kynþáttar.

Borgarstjórinn í Baltimore er til að mynda af afrísku bergi brotinn sem og forseti borgarráðs, lögreglustjórinn, helsti saksóknarinn og margir aðrir yfirmenn í Baltimore. Auk þess má nefna að helmingur 3.000 manna lögreglusveitar Baltimore eru blökkumenn.

Í Baltimore er að finna margar öflugar kirkjur sem fyrst og fremst þjóna svörtum Baltimorebúum auk þess sem blökkumenn hafa verið í leiðtogasætum í Baltimore síðan á seinni hluta 19. aldar þegar aðgerðarsinnanum Frederick Douglass tókst að brjótast úr þrælahaldi og verða virtur rithöfundur og stjórnmálamaður. Samt sem áður hefur bilið á milli þeirra sem eiga og þeirra sem engu hafa að tapa aldrei verið meira.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár