Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tveir heimar Baltimore

Í Baltimore eykst mis­skipt­ing jafnt og þétt. Fátækt, ójöfn­uð­ur og von­leysi ríkir á með­al hinna lægst settu. Ólöf Stein­unn­ar­dótt­ir, þróun­ar- og stjórnmála­fræð­ing­ur, skoð­ar hvað er í raun og veru að ger­ast í borg­inni þar sem allt er á suðupunkti.

Tveir heimar Baltimore
Sett á útgöngubann Til að reyna að koma böndum á óeirðirnar var útgöngubann sett á í Baltimore í nokkra daga. Íbúum var meinað að fara út eftir klukkan tíu á kvöldin til fimm á morgnanna.

Óeirðir hafa ríkt í Baltimore frá því að 25 ára gamall blökkumaður, Freddie Gray, lést af völdum áverka sem hlaut í haldi lögreglu. Freddie lést þann 19. apríl og útför hans fór fram viku síðar. Í kjölfarið sauð allt upp úr og neyðarástandi var lýst yfir í borginni. Kveikt var í byggingum og fjöldi lögreglumanna voru særðir eftir átökin. Til að reyna að ná tökum á ástandinu var sett á útgöngubann í borginni þar sem borgurum var meinað að fara út úr húsi frá klukkan tíu á kvöldin og til fimm á morgnana. Útgöngubannið átti að gilda í viku, hið minnsta. Sex lögreglumenn voru ákærðir í málinu, fyrir manndráp.

Þeir sem þekkja vel til í Baltimore segja að það hafi einungis verið
tímaspursmál hvenær stór hluti Baltimorebúa myndi springa og mótmæla stéttaskiptingunni sem hægt og rólega hefur verið að aukast undanfarna áratugi. Síðan í byrjun 9. áratugarins má segja að vænum skammti af fátækt, glæpum og algjöru vonleysi á meðal mikils meirihluta blökkubúa í Baltimore, sem eru um 65% borgarbúa, hafi verið blandað saman í einn graut. Á sama tíma hefur velmegun hvítra Baltimorebúa aukist hægt og rólega og eins og á svo mörgum stöðum í heiminum hefur bilið á milli ríkra og fátækra aldrei verið meira.

Þessir tveir ólíku hópar Baltimorebúa hafa að stórum hluta lifað sínu lífi án mikilla afskipta af hvor öðrum. Mótmælin sem brutust út á mánudaginn eftir útför Freddie Gray og glæpaaldan hefur gengið yfir Baltimore eru skýr skilaboð um að eitthvað verði að aðhafast.

En stóra spurning er hvað á að gera? Hvað er hægt að gera fyrir íbúa Baltimore, sem lifað hafa við eða undir fátæktarviðmiðum undanfarna áratugi? Fólk sem jafnan getur ekki sent börnin sín í almennilega skóla sem bjóða upp á nám sem veitir nemendum inngöngu í háskóla og þar af leiðandi mögulega leið til að brjótast út úr þessum vítahring.

Blökkumenn í leiðtogasætum

Það sem hefur verið að gerast í Baltimore er ekki það sama og gerðist í Ferguson seint á síðasta ári þar sem 18 ára svartur Bandaríkjamaður var skotinn af 28 ára hvítum lögreglumanni þótt viðburðirnir séu keimlíkir. Meginvandamál íbúanna í Baltimore er ekki hægt að rekja til mismunar vegna kynþáttar.

Borgarstjórinn í Baltimore er til að mynda af afrísku bergi brotinn sem og forseti borgarráðs, lögreglustjórinn, helsti saksóknarinn og margir aðrir yfirmenn í Baltimore. Auk þess má nefna að helmingur 3.000 manna lögreglusveitar Baltimore eru blökkumenn.

Í Baltimore er að finna margar öflugar kirkjur sem fyrst og fremst þjóna svörtum Baltimorebúum auk þess sem blökkumenn hafa verið í leiðtogasætum í Baltimore síðan á seinni hluta 19. aldar þegar aðgerðarsinnanum Frederick Douglass tókst að brjótast úr þrælahaldi og verða virtur rithöfundur og stjórnmálamaður. Samt sem áður hefur bilið á milli þeirra sem eiga og þeirra sem engu hafa að tapa aldrei verið meira.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu