Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framsókn með mesta fjárhagslega hagsmuni af seinkun kosninga

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur að­eins smá­vægi­lega fjár­hags­lega hags­muni af því að kos­ið verði á næsta ári frek­ar en í haust. Skuld­ar 257 millj­ón­ir sam­kvæmt nýj­asta árs­reikn­ingi en er með já­kvæða eigna­stöðu.

Framsókn með mesta fjárhagslega hagsmuni af seinkun kosninga

Framsóknarflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem hefur mesta fjárhagslega hagsmuni af því að kosið verði á næsta ári frekar en í haust. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka miðast við þingstyrk hverju sinni og eru greiddir út í byrjun febrúar. Skemmst er að minnast þess að Framsóknarflokkurinn vann sögulegan kosningasigur árið 2013 og fékk 19 þingsæti. Skoðanakannanir undanfarinna vikna benda hins vegar til þess að Framsóknarflokkurinn muni glata meirihluta þingsæta sinna í næstu kosningum. Fari svo mun flokkurinn tapa tugum milljóna á næsta ári vegna þeirrar ákvörðunar að flýta kosningum. Á þetta hefur Kvennablaðið bent í umfjöllun um málið en samkvæmt ársreikningi skuldar Framsóknarflokkurinn rúmar 257 milljónir. Þegar á heildina er litið er því ekki um háar upphæðir að ræða fyrir fjárhag flokksins.

Sigurður Ingi og BjarniKomu með yfirlýsingu um kosningar í haust í tröppum alþingishússins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fleiri þingmenn flokksins, telja að ekki þurfi að standa við fyrirheitin um haustkosningar sem gefin voru eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti forsætisráðherra. Í kjölfar umfjöllunar um aflandsfélög Íslendinga í apríl mótmæltu tugir þúsunda Íslendinga á Austurvelli og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Til að bregðast við þessu lofuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að kosið yrði í haust. Enn virðast vera skiptar skoðanir um þessa lendingu innan þingflokks Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð sagði nýlega í viðtali við RÚV að í raun og veru hefði ríkisstjórnin ekki lofað því að flýta kosningum; orðalagið „stefnt sé að“ væri lykilatriði í þessum efnum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Sigmund í kjölfarið og sagði hann útspil formannsins til þess eins fallið að setja „allt í upplausn“. Þingmenn stjórnarandstöðunnar krefjast þess að gefin verði út dagsetning fyrir kosningar, en Sigmundur Davíð telur að það væri „fráleitt“ enda eigi enn eftir að ljúka mikilvægum verkefnum og óljóst sé hvort það takist fyrir kosningar í haust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár