Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framsókn með mesta fjárhagslega hagsmuni af seinkun kosninga

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur að­eins smá­vægi­lega fjár­hags­lega hags­muni af því að kos­ið verði á næsta ári frek­ar en í haust. Skuld­ar 257 millj­ón­ir sam­kvæmt nýj­asta árs­reikn­ingi en er með já­kvæða eigna­stöðu.

Framsókn með mesta fjárhagslega hagsmuni af seinkun kosninga

Framsóknarflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem hefur mesta fjárhagslega hagsmuni af því að kosið verði á næsta ári frekar en í haust. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka miðast við þingstyrk hverju sinni og eru greiddir út í byrjun febrúar. Skemmst er að minnast þess að Framsóknarflokkurinn vann sögulegan kosningasigur árið 2013 og fékk 19 þingsæti. Skoðanakannanir undanfarinna vikna benda hins vegar til þess að Framsóknarflokkurinn muni glata meirihluta þingsæta sinna í næstu kosningum. Fari svo mun flokkurinn tapa tugum milljóna á næsta ári vegna þeirrar ákvörðunar að flýta kosningum. Á þetta hefur Kvennablaðið bent í umfjöllun um málið en samkvæmt ársreikningi skuldar Framsóknarflokkurinn rúmar 257 milljónir. Þegar á heildina er litið er því ekki um háar upphæðir að ræða fyrir fjárhag flokksins.

Sigurður Ingi og BjarniKomu með yfirlýsingu um kosningar í haust í tröppum alþingishússins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fleiri þingmenn flokksins, telja að ekki þurfi að standa við fyrirheitin um haustkosningar sem gefin voru eftir að Sigmundur Davíð lét af embætti forsætisráðherra. Í kjölfar umfjöllunar um aflandsfélög Íslendinga í apríl mótmæltu tugir þúsunda Íslendinga á Austurvelli og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Til að bregðast við þessu lofuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að kosið yrði í haust. Enn virðast vera skiptar skoðanir um þessa lendingu innan þingflokks Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð sagði nýlega í viðtali við RÚV að í raun og veru hefði ríkisstjórnin ekki lofað því að flýta kosningum; orðalagið „stefnt sé að“ væri lykilatriði í þessum efnum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Sigmund í kjölfarið og sagði hann útspil formannsins til þess eins fallið að setja „allt í upplausn“. Þingmenn stjórnarandstöðunnar krefjast þess að gefin verði út dagsetning fyrir kosningar, en Sigmundur Davíð telur að það væri „fráleitt“ enda eigi enn eftir að ljúka mikilvægum verkefnum og óljóst sé hvort það takist fyrir kosningar í haust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár