Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori

Verk­stjóri seg­ir þetta mis­heppn­aða til­raun til að losa vatn frá slori. Heil­brigð­is­full­trúi seg­ir þetta al­gengt vanda­mál hjá fisk­vinnslu.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori
Slor Myndir sem íbúi tók á vettvangi.

Föstudaginn 17. apríl varð íbúi á Bakkafirði var við gífurlegt magn slors í fjörunni við athafnasvæði sjávarútvegsfyrirtækisins Toppfisks ehf. þar í bæ. Líkt og sjá má á myndum hafði slorinu verið hent ofan í brunn sem liggur út í sjó með tilheyrandi óþef og sóðaskap. Ólöglegt er losa sig við slor með þessum hætti og hefur heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra haft málið til skoðunar. Heimildir Stundarinnar herma að það sé raunar algengt víðs vegar um land að fiskvinnslur fleygi slori í sjóinn, líkt og átti sér stað á Bakkafirði, enda talsverður kostnaður sem fylgir urðun.

Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri hjá Toppfiski á Bakkafirði, segir í samtali við Stundina að umrætt tilvik hafi verið tilraun sem hafi misheppnast. „Hvort sem fyrirtækið hefur stundað þennan losunarleik í langan eða skemmri tíma þá finnst mér ótækt að fyrirtæki í sjávarplássi skulu leyfa sér svona vinnubrögð, þvert á lög og almennt siðferði gagnvart öðrum íbúum í þorpinu. Sóðaskapur sem þessi á ekki að líðast og fyrirtæki eiga að þurfa að fara eftir sömu reglum og aðrir,“ skrifar íbúi á Bakkafirði í tölvupósti til Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár