Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori

Verk­stjóri seg­ir þetta mis­heppn­aða til­raun til að losa vatn frá slori. Heil­brigð­is­full­trúi seg­ir þetta al­gengt vanda­mál hjá fisk­vinnslu.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori
Slor Myndir sem íbúi tók á vettvangi.

Föstudaginn 17. apríl varð íbúi á Bakkafirði var við gífurlegt magn slors í fjörunni við athafnasvæði sjávarútvegsfyrirtækisins Toppfisks ehf. þar í bæ. Líkt og sjá má á myndum hafði slorinu verið hent ofan í brunn sem liggur út í sjó með tilheyrandi óþef og sóðaskap. Ólöglegt er losa sig við slor með þessum hætti og hefur heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra haft málið til skoðunar. Heimildir Stundarinnar herma að það sé raunar algengt víðs vegar um land að fiskvinnslur fleygi slori í sjóinn, líkt og átti sér stað á Bakkafirði, enda talsverður kostnaður sem fylgir urðun.

Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri hjá Toppfiski á Bakkafirði, segir í samtali við Stundina að umrætt tilvik hafi verið tilraun sem hafi misheppnast. „Hvort sem fyrirtækið hefur stundað þennan losunarleik í langan eða skemmri tíma þá finnst mér ótækt að fyrirtæki í sjávarplássi skulu leyfa sér svona vinnubrögð, þvert á lög og almennt siðferði gagnvart öðrum íbúum í þorpinu. Sóðaskapur sem þessi á ekki að líðast og fyrirtæki eiga að þurfa að fara eftir sömu reglum og aðrir,“ skrifar íbúi á Bakkafirði í tölvupósti til Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu