Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori

Verk­stjóri seg­ir þetta mis­heppn­aða til­raun til að losa vatn frá slori. Heil­brigð­is­full­trúi seg­ir þetta al­gengt vanda­mál hjá fisk­vinnslu.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori
Slor Myndir sem íbúi tók á vettvangi.

Föstudaginn 17. apríl varð íbúi á Bakkafirði var við gífurlegt magn slors í fjörunni við athafnasvæði sjávarútvegsfyrirtækisins Toppfisks ehf. þar í bæ. Líkt og sjá má á myndum hafði slorinu verið hent ofan í brunn sem liggur út í sjó með tilheyrandi óþef og sóðaskap. Ólöglegt er losa sig við slor með þessum hætti og hefur heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra haft málið til skoðunar. Heimildir Stundarinnar herma að það sé raunar algengt víðs vegar um land að fiskvinnslur fleygi slori í sjóinn, líkt og átti sér stað á Bakkafirði, enda talsverður kostnaður sem fylgir urðun.

Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri hjá Toppfiski á Bakkafirði, segir í samtali við Stundina að umrætt tilvik hafi verið tilraun sem hafi misheppnast. „Hvort sem fyrirtækið hefur stundað þennan losunarleik í langan eða skemmri tíma þá finnst mér ótækt að fyrirtæki í sjávarplássi skulu leyfa sér svona vinnubrögð, þvert á lög og almennt siðferði gagnvart öðrum íbúum í þorpinu. Sóðaskapur sem þessi á ekki að líðast og fyrirtæki eiga að þurfa að fara eftir sömu reglum og aðrir,“ skrifar íbúi á Bakkafirði í tölvupósti til Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár