Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori

Verk­stjóri seg­ir þetta mis­heppn­aða til­raun til að losa vatn frá slori. Heil­brigð­is­full­trúi seg­ir þetta al­gengt vanda­mál hjá fisk­vinnslu.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori
Slor Myndir sem íbúi tók á vettvangi.

Föstudaginn 17. apríl varð íbúi á Bakkafirði var við gífurlegt magn slors í fjörunni við athafnasvæði sjávarútvegsfyrirtækisins Toppfisks ehf. þar í bæ. Líkt og sjá má á myndum hafði slorinu verið hent ofan í brunn sem liggur út í sjó með tilheyrandi óþef og sóðaskap. Ólöglegt er losa sig við slor með þessum hætti og hefur heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra haft málið til skoðunar. Heimildir Stundarinnar herma að það sé raunar algengt víðs vegar um land að fiskvinnslur fleygi slori í sjóinn, líkt og átti sér stað á Bakkafirði, enda talsverður kostnaður sem fylgir urðun.

Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri hjá Toppfiski á Bakkafirði, segir í samtali við Stundina að umrætt tilvik hafi verið tilraun sem hafi misheppnast. „Hvort sem fyrirtækið hefur stundað þennan losunarleik í langan eða skemmri tíma þá finnst mér ótækt að fyrirtæki í sjávarplássi skulu leyfa sér svona vinnubrögð, þvert á lög og almennt siðferði gagnvart öðrum íbúum í þorpinu. Sóðaskapur sem þessi á ekki að líðast og fyrirtæki eiga að þurfa að fara eftir sömu reglum og aðrir,“ skrifar íbúi á Bakkafirði í tölvupósti til Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár