Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori

Verk­stjóri seg­ir þetta mis­heppn­aða til­raun til að losa vatn frá slori. Heil­brigð­is­full­trúi seg­ir þetta al­gengt vanda­mál hjá fisk­vinnslu.

Toppfiskur tekinn á teppið fyrir ólöglega losun á slori
Slor Myndir sem íbúi tók á vettvangi.

Föstudaginn 17. apríl varð íbúi á Bakkafirði var við gífurlegt magn slors í fjörunni við athafnasvæði sjávarútvegsfyrirtækisins Toppfisks ehf. þar í bæ. Líkt og sjá má á myndum hafði slorinu verið hent ofan í brunn sem liggur út í sjó með tilheyrandi óþef og sóðaskap. Ólöglegt er losa sig við slor með þessum hætti og hefur heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra haft málið til skoðunar. Heimildir Stundarinnar herma að það sé raunar algengt víðs vegar um land að fiskvinnslur fleygi slori í sjóinn, líkt og átti sér stað á Bakkafirði, enda talsverður kostnaður sem fylgir urðun.

Björn Guðmundur Björnsson, verkstjóri hjá Toppfiski á Bakkafirði, segir í samtali við Stundina að umrætt tilvik hafi verið tilraun sem hafi misheppnast. „Hvort sem fyrirtækið hefur stundað þennan losunarleik í langan eða skemmri tíma þá finnst mér ótækt að fyrirtæki í sjávarplássi skulu leyfa sér svona vinnubrögð, þvert á lög og almennt siðferði gagnvart öðrum íbúum í þorpinu. Sóðaskapur sem þessi á ekki að líðast og fyrirtæki eiga að þurfa að fara eftir sömu reglum og aðrir,“ skrifar íbúi á Bakkafirði í tölvupósti til Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár