Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tómt grafhýsi í Hólavallagarði: „Skugginn minn stjarfur af ótta“

Tók mynd­ir inn­an úr tómu graf­hýsi. Marg­ar flökku­sög­ur til um sögu­legt graf­hýsi í borg­inni.

Tómt grafhýsi í Hólavallagarði: „Skugginn minn stjarfur af ótta“

Grafhýsið í Hólavallagarði, svokölluð Sturlukapella, hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, birti myndir af því á Facebook síðu sinni í gær. Hann segist alltaf ganga niður Kirkjugarðsstíg þegar hann fer ofan í bæ og framhjá grafhýsinu. „Svo bar við í dag að ég gékk framhjá þessu húsi dauðans og viti menn. Hurðin var opin. Ég stóðst ekki mátið og forvitnin tók völdin. Ég gékk að grafhýsinu en þorði ekki inn en teygði myndavélasímann minn inn fyrir og smellti af nokkrum myndum.

Mér til vonbrigða var gröfin tóm og ekkert þar inni nema kaldur gustur og saggalykt. En á meðan þessum myndatökum stóð, var Skugginn minn stjarfur af ótta og lét ófriðlega,“ skrifar Teitur um upplifunina. 

„Ég bjóst við beinagrindum, en fann bara garðslöngu,“ segir Teitur í samtali við Stundina. 

„Ég bjóst við beinagrindum, en fann bara garðslöngu.“

Sturlaðist af hræðslu

Grínistinn Ari Eldjárn blandar sér í umræðunar og segir hroll fara um sig við að skoða myndirnar. „Ég og vinir mínir vorum skíthræddir við þetta grafhýsi þegar ég var lítill og vorum alltaf að pæla í því.

Einu sinni bönkuðum við á hurðina og heyrðum mikið bergmál. Við sturluðumst af hræðslu og hlupum í burtu. Síðan þá hef ég alltaf ímyndað mér að það næði djúpt, djúpt ofan í í jörðina og sennilega væri steyptur stigi alla leiðina niður með einstaka kertastjaka á veggnum. Og svo kistur á botninum, hugsanlega við hliðina á pípuogeli. Það kemur hressilega á óvart að það sé svo bara alls ekkert inni í því, en reyndar hefði maður svosum getað sagt sér það sjálfur fyrir löngu: það steypir enginn heilvita maður einhvern djúpan niðurgrafinn kjallara sem svo nýtist aldrei í eitt né neitt og sést ekki einu sinni.

Ég man að einu sinni gekk ég, líkt og þú, framhjá því og sá að hurðin var opin. Mér datt ekki í hug fyrir mitt litla líf að kíkja inn í það: til þess hafði ég eytt of mörgum árum í að vera hræddur við það sem kynni að leynast inni,“ skrifar Ari. 

Ýmsar flökkusögur til um grafhýsið

Grafhýsið var byggt af tveimur bræðrum, Friðrik og Sturlu Jónssonum, sem voru hinir mestu stórkaupmenn í Reykjavík í byrjun tuttugustu aldar. Þeir byggðu 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár