Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þorsteinn sækist eftir oddvitasæti í Reykjavík

„Ákvörð­un mín er tek­in vegna hvatn­ing­ar sem ég hef feng­ið frá Fram­sókn­ar­mönn­um í Reykja­vík á fram­boði mínu þar,“ seg­ir Þor­steinn.

Þorsteinn sækist eftir oddvitasæti í Reykjavík

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðvesturkjördæmi, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu þingkosningum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér rétt í þessu.

„Undirritaður hyggst á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður í Reykjavík í ágúst sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður í næstu alþingiskosningum. Ákvörðun mín er tekin vegna hvatningar sem ég hef fengið frá Framsóknarmönnum í Reykjavík á framboði mínu þar. Einnig hefur brotthvarf tveggja reyndra þingmanna úr kjördæminu áhrif á ákvörðum mína en brýnt er að fylla það skarð sem þeir láta eftir. Ég mun senda kjörstjórn flokksins í Reykjavík tilkynningu um framboð mitt innan nokkurra daga,“ skrifar Þorsteinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu