Eftirlit með verðmyndun og viðskiptum á íslenskum leigumarkaði hefur verið lítið hingað til. Breytingarnar á markaðnum vegna AirBnb-væðingarinnar kalla á að þessum málum sé gefinn meiri gaumur.
Þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Stundina. Hann veltir fyrir sér hvort vert sé að stofna sérstaka leigumarkaðsdeild undir hatti Samkeppniseftirlitsins eða setja á fót sérstaka stofnun undir hatti Velferðarráðuneytisins til að sinna rannsóknum á leigumarkaðnum og eftirliti með leiguþróun.
Katrín vill leiguþak
Í síðustu viku skrifaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, pistil í Fréttablaðið og hvatti til þess að sett yrði þak á leiguverð. „Staðreyndin er sú að leiguverð hefur hækkað mjög og öryggi leigjenda er lítið. Margir kjósa að leigja út til skemmri tíma fyrir hærra verð.
Athugasemdir