Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þórdís Elva stígur fram með nauðgara sínum: Vill taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar kærast­inn henn­ar, Tom Stran­ger, nauðg­aði henni. Í kjöl­far­ið skildu leið­ir, þar til hún sendi hon­um bréf. Hann axl­aði strax ábyrgð á gjörð­um sín­um og á dög­un­um stigu þau fram sam­an og sögðu sögu sína á Ted ráð­stefn­unni. Mynd­band­ið er birt hér.

Þórdís Elva stígur fram með nauðgara sínum: Vill taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið

Árið 1996 eignaðist Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrsta kærastann, Tom Stranger, skiptinema frá Ástralíu. Eftir skólaball nauðgaði Tom Þórdísi og í kjölfarið skildu leiðir í mörg ár, þar til hún ákvað 25 ára gömul að senda honum bréf. Viðbrögðin komu henni vægast sagt á óvart en hann axlaði ábyrgð á gjörðum sínum. Eftir margra ára bréfaskiptir ákváðu þau að hittast á miðri leið, í Suður Afríku og gera upp fortíðina. Hún hefur nú skrifað bók um þetta ferli, Handan fyrirgefningar, en hér segja þau saman sögu sína.

„Þetta var eins og ævintýri. Sterkir handleggir hans utan um mig er hann lagði mig niður í öryggi rúmsins míns. En þakklætið sem ég fann til hans breyttist fljótlega í hrylling. Hann tók mig úr fötunum og fór ofan á mig,“ segir Þórdís um nauðgunina, en hún segir líkamann hafa verið of veikan til að streitast á móti. „Sársaukinn var blindandi. Ég hélt ég yrði klofin í tvennt.“

Þórdís segist hafa talið sekúndurnar á vekjaraklukkunni sinni í hljóði á meðan á verknaðinum stóð. „Og uppfrá þessu kvöldi hef ég vitað að það eru sjö þúsund og tvö hundruð sekúndur í tveimur klukkutímum.“ Hún segir að þrátt fyrir að hafa haltrað í marga daga og grátið í margar vikur hafi atvikið ekki passað við hennar hugmynd um nauðgun, þeirri sem hún hafði séð í sjónvarpinu. „Tom var ekki vopnaður geðsjúklingur, hann var kærasti minn. Og þetta gerðist ekki í dimmu húsasundi, heldur í rúminu mínu,“ heldur hún áfram. 

Þegar hún hafi loksins viðurkennt fyrir sjálfri sér að það sem kom fyrir hana hafi verið nauðgun, var hann farinn aftur til Ástralíu og henni hafi þótt tilgangslaust að gera veður úr þessu. Þar að auki fannst henni nauðgunin henni sjálfri að kenna. „Ég er alin upp í heimi þar sem konum er kennt að þeim er nauðgað af ástæðu. Pilsin þeirra voru of stutt, brosið þeirra of breitt, their breath smelt of alchohol. Ég var sek um alla þessa hluti. Skömmin hlaut því að vera mín. 

Hún segir það hafa tekið hana mörg ár að átta sig á því að aðeins eitt hefði getað komið í veg fyrir að henni yrði nauðgað þetta kvöld, og það hafi ekki verið pilsið hennar, brosið eða barnslegt traustið. „Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir að mér yrði nauðgað þetta kvöld er maðurinn sem nauðgaði mér, hefði hann stöðvað sjálfan sig.“ 

Tom segist eiga óljósar minningar um daginn eftir nauðgunina. Hann muni eftir eftirköstum drykkjunnar og ákveðnum tómleika sem hann reyndi að hunsa. „Orðið nauðgun bergmálaði ekki í huga mér, eins og það hefði átt að gera,“ segir hann meðal annars. „Skilgreining mín á mínum eigin aðgerðum viðurkenndi á engan hátt áfallið sem ég olli Þórdísi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár