Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þórdís Elva stígur fram með nauðgara sínum: Vill taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar kærast­inn henn­ar, Tom Stran­ger, nauðg­aði henni. Í kjöl­far­ið skildu leið­ir, þar til hún sendi hon­um bréf. Hann axl­aði strax ábyrgð á gjörð­um sín­um og á dög­un­um stigu þau fram sam­an og sögðu sögu sína á Ted ráð­stefn­unni. Mynd­band­ið er birt hér.

Þórdís Elva stígur fram með nauðgara sínum: Vill taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið

Árið 1996 eignaðist Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrsta kærastann, Tom Stranger, skiptinema frá Ástralíu. Eftir skólaball nauðgaði Tom Þórdísi og í kjölfarið skildu leiðir í mörg ár, þar til hún ákvað 25 ára gömul að senda honum bréf. Viðbrögðin komu henni vægast sagt á óvart en hann axlaði ábyrgð á gjörðum sínum. Eftir margra ára bréfaskiptir ákváðu þau að hittast á miðri leið, í Suður Afríku og gera upp fortíðina. Hún hefur nú skrifað bók um þetta ferli, Handan fyrirgefningar, en hér segja þau saman sögu sína.

„Þetta var eins og ævintýri. Sterkir handleggir hans utan um mig er hann lagði mig niður í öryggi rúmsins míns. En þakklætið sem ég fann til hans breyttist fljótlega í hrylling. Hann tók mig úr fötunum og fór ofan á mig,“ segir Þórdís um nauðgunina, en hún segir líkamann hafa verið of veikan til að streitast á móti. „Sársaukinn var blindandi. Ég hélt ég yrði klofin í tvennt.“

Þórdís segist hafa talið sekúndurnar á vekjaraklukkunni sinni í hljóði á meðan á verknaðinum stóð. „Og uppfrá þessu kvöldi hef ég vitað að það eru sjö þúsund og tvö hundruð sekúndur í tveimur klukkutímum.“ Hún segir að þrátt fyrir að hafa haltrað í marga daga og grátið í margar vikur hafi atvikið ekki passað við hennar hugmynd um nauðgun, þeirri sem hún hafði séð í sjónvarpinu. „Tom var ekki vopnaður geðsjúklingur, hann var kærasti minn. Og þetta gerðist ekki í dimmu húsasundi, heldur í rúminu mínu,“ heldur hún áfram. 

Þegar hún hafi loksins viðurkennt fyrir sjálfri sér að það sem kom fyrir hana hafi verið nauðgun, var hann farinn aftur til Ástralíu og henni hafi þótt tilgangslaust að gera veður úr þessu. Þar að auki fannst henni nauðgunin henni sjálfri að kenna. „Ég er alin upp í heimi þar sem konum er kennt að þeim er nauðgað af ástæðu. Pilsin þeirra voru of stutt, brosið þeirra of breitt, their breath smelt of alchohol. Ég var sek um alla þessa hluti. Skömmin hlaut því að vera mín. 

Hún segir það hafa tekið hana mörg ár að átta sig á því að aðeins eitt hefði getað komið í veg fyrir að henni yrði nauðgað þetta kvöld, og það hafi ekki verið pilsið hennar, brosið eða barnslegt traustið. „Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir að mér yrði nauðgað þetta kvöld er maðurinn sem nauðgaði mér, hefði hann stöðvað sjálfan sig.“ 

Tom segist eiga óljósar minningar um daginn eftir nauðgunina. Hann muni eftir eftirköstum drykkjunnar og ákveðnum tómleika sem hann reyndi að hunsa. „Orðið nauðgun bergmálaði ekki í huga mér, eins og það hefði átt að gera,“ segir hann meðal annars. „Skilgreining mín á mínum eigin aðgerðum viðurkenndi á engan hátt áfallið sem ég olli Þórdísi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár