Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þórdís Elva stígur fram með nauðgara sínum: Vill taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar kærast­inn henn­ar, Tom Stran­ger, nauðg­aði henni. Í kjöl­far­ið skildu leið­ir, þar til hún sendi hon­um bréf. Hann axl­aði strax ábyrgð á gjörð­um sín­um og á dög­un­um stigu þau fram sam­an og sögðu sögu sína á Ted ráð­stefn­unni. Mynd­band­ið er birt hér.

Þórdís Elva stígur fram með nauðgara sínum: Vill taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið

Árið 1996 eignaðist Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrsta kærastann, Tom Stranger, skiptinema frá Ástralíu. Eftir skólaball nauðgaði Tom Þórdísi og í kjölfarið skildu leiðir í mörg ár, þar til hún ákvað 25 ára gömul að senda honum bréf. Viðbrögðin komu henni vægast sagt á óvart en hann axlaði ábyrgð á gjörðum sínum. Eftir margra ára bréfaskiptir ákváðu þau að hittast á miðri leið, í Suður Afríku og gera upp fortíðina. Hún hefur nú skrifað bók um þetta ferli, Handan fyrirgefningar, en hér segja þau saman sögu sína.

„Þetta var eins og ævintýri. Sterkir handleggir hans utan um mig er hann lagði mig niður í öryggi rúmsins míns. En þakklætið sem ég fann til hans breyttist fljótlega í hrylling. Hann tók mig úr fötunum og fór ofan á mig,“ segir Þórdís um nauðgunina, en hún segir líkamann hafa verið of veikan til að streitast á móti. „Sársaukinn var blindandi. Ég hélt ég yrði klofin í tvennt.“

Þórdís segist hafa talið sekúndurnar á vekjaraklukkunni sinni í hljóði á meðan á verknaðinum stóð. „Og uppfrá þessu kvöldi hef ég vitað að það eru sjö þúsund og tvö hundruð sekúndur í tveimur klukkutímum.“ Hún segir að þrátt fyrir að hafa haltrað í marga daga og grátið í margar vikur hafi atvikið ekki passað við hennar hugmynd um nauðgun, þeirri sem hún hafði séð í sjónvarpinu. „Tom var ekki vopnaður geðsjúklingur, hann var kærasti minn. Og þetta gerðist ekki í dimmu húsasundi, heldur í rúminu mínu,“ heldur hún áfram. 

Þegar hún hafi loksins viðurkennt fyrir sjálfri sér að það sem kom fyrir hana hafi verið nauðgun, var hann farinn aftur til Ástralíu og henni hafi þótt tilgangslaust að gera veður úr þessu. Þar að auki fannst henni nauðgunin henni sjálfri að kenna. „Ég er alin upp í heimi þar sem konum er kennt að þeim er nauðgað af ástæðu. Pilsin þeirra voru of stutt, brosið þeirra of breitt, their breath smelt of alchohol. Ég var sek um alla þessa hluti. Skömmin hlaut því að vera mín. 

Hún segir það hafa tekið hana mörg ár að átta sig á því að aðeins eitt hefði getað komið í veg fyrir að henni yrði nauðgað þetta kvöld, og það hafi ekki verið pilsið hennar, brosið eða barnslegt traustið. „Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir að mér yrði nauðgað þetta kvöld er maðurinn sem nauðgaði mér, hefði hann stöðvað sjálfan sig.“ 

Tom segist eiga óljósar minningar um daginn eftir nauðgunina. Hann muni eftir eftirköstum drykkjunnar og ákveðnum tómleika sem hann reyndi að hunsa. „Orðið nauðgun bergmálaði ekki í huga mér, eins og það hefði átt að gera,“ segir hann meðal annars. „Skilgreining mín á mínum eigin aðgerðum viðurkenndi á engan hátt áfallið sem ég olli Þórdísi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár