„Skoðanakannanir sem við erum búin að vera að horfa á núna í eitt og hálft ár sýna það að landsmenn stíga ekki sama dans og ríkisstjórnin þannig að núna verður meirihlutinn að fara að ráða hér í þessu landi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni árið 2012 þegar hún lagði til að samhliða kosningu um breytingar á stjórnarskrá yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi ESB viðræður. Eins og fram hefur komið í fréttum ákvað ríkisstjórnin í dag að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu og án þess að taka málið upp á Alþingi.
„Núna verður meirihlutinn að fara að ráða hér í þessu landi“
82 prósent landsmanna vilja þjóðaratkvæði
Þess ber að geta að skoðanakannanir benda nú til þess að mikill meirihluti kjósenda myndi greiða atkvæði með því að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram, ef boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál. Fréttablaðið greindi frá …
Athugasemdir