Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar spurningu um afstöðu sína gagnvart yfirlýsingum Óla Björns Kárasonar, þingmanns flokksins, sem segir íslensk yfirvöld eiga „að mæta öllum þeim með hörðum stálhnefa sem ætla að koma hingað til Íslands sem ... misnota velferðarkerfið okkar“.
Óli Björn lét ummælin falla í viðtali við Útvarp Sögu 26. janúar, þar sem hann varaði við hruni velferðarkerfis Íslands ef hingað kæmu margir flóttamenn. Í viðtalinu sagðist hann vilja „opna mjúkan faðminn“ fyrir þeim sem þyrftu hjálp, en mæta þeim hælisleitendum af hörku sem hyggðust „misnota velferðarkerfið“.
Stundin sendi tvær spurningar á alla þingmenn stjórnarflokkanna. Annars vegar var spurt hvort viðkomandi þingmaður væri sammála mati Óla Björns um að mæta hluta flóttafólks með „hörðum stálhnefa“, og svo með hvaða hætti mætti framfylgja þeirri stefnu. Í öðru lagi var spurt hvort þingmaðurinn væri sáttur við það orðfæri sem Óli Björn notaði í umræðum um hælisleitendur.
Þingmenn Viðreisnar taka skýra afstöðu
Svör …
Athugasemdir