Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Þeir tóku líka skírnar­gjafir dóttur minnar“

Brot­ist var inn til Ásu Þor­steins­dótt­ur um síð­ustu helgi. Hún biðl­ar til þjóf­anna um að skila eign­um sín­um.

„Þeir tóku líka skírnar­gjafir dóttur minnar“

Ung móðir, sem kom fór út að skemmta sér um síðustu helgi, varð fyrir því að brotist var inn á heimili hennar í Fossvoginum í Reykjavík um nóttina og nánast öllum verðmætum stolið. Kærasti hennar var í rjúpnaveiði og fjögurra mánaða dóttir í pössun hjá móður hennar í Keflavík.

Ása Þorsteinsdóttir
Ása Þorsteinsdóttir

„Lögreglan segir að þetta hafi verið planað, mjög líklega,“ segir Ása Þorsteinsdóttir. „Þetta hefur ekki verið random, líklega voru þeir búnir að fylgjast með okkur, sem er náttúrulega ógeðslegt. Maður fær bara hroll.“

Ása segist aldrei hafa ímyndað sér að verða fyrir innbroti. „Ég er orðlaus. Maður býr á Íslandi og heldur einhvern veginn að það gerist ekki neitt. Greinilega getur hvað sem er gerst.“

„Maður býr á Íslandi og heldur einhvern veginn að það gerist ekki neitt.“

Í Reykjavík var tíðni innbrota 43 á hverja 10 þúsund íbúa í fyrra.

Aðferð þjófanna á heimili Ásu við Hörðaland 8 var að brjóta upp lítinn eldhúsglugga, sem snýr að bakgarði á jarðhæð, og smeygja sér þar inn. Þeir rótuðu í öllum eigum heimilisfólks, köstuðu því sem þeir tóku ekki frá sér í íbúðinni og báru það sem þeir vildu út um svaladyrnar. Á meðan höfðu þeir sett hurðarkeðju fyrir dyrnar sem snúa að stigagang­inum. Þegar Ása kom heim kom hún að hlekkjaðri hurð og þurfti að brjóta sér leið inn. Enginn nágranni varð var við neitt. Dóttir Ásu, Ísabella Lilja, var skírð 13. september og tóku þjóf­arnir skírnargjafir hennar með sér.

„Það var allt tekið sem var með einhver verðmæti. Tölvan, heimabíóið, leikir, skartgripir, úr, iPadar, sími, háskólabækurnar mínar og rándýr föt. Þeir tóku líka skírnar­gjafir dóttur minnar; skartgripi, janus-ullarföt, cintamani-föt og 66 gráður norður föt.“ 

Ása þarf nú að vinna upp glötuð skólaverkefni sem voru í tölvunni þegar henni var stolið af heimilinu. Hún getur illa hugsað sér að vera á heimili sínu eftir innbrotið.

Þjófarnir fóru á brott á bíl Ásu, Hyundai i3Q með númerið YRP-22. Þeir sem verða varir við eigur Ásu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Ása biðlar til þjófanna. „Hafið einhverja samvisku og skilið þessu. Þetta er bara ömurlegt. Maður fær hroll af því að hugsa um þetta, og líka bara að fólk hafi enga samvisku.“

Hún mun fylgjast með vefsíðum þar sem notaðir hlutir eru til sölu í von um að finna þjófana og eigur sínar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár