Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þeir sögðu mér að drepa mig því ég væri hommaógeð“

Eft­ir hinseg­in fræðslu var öskr­að á hann og þeg­ar hann vildi kaupa legg­ings var hann rek­inn út úr búð­inni. Jón Ág­úst Þór­unn­ar­son er hinseg­in og seg­ir for­dóm­ana leyn­ast víða í ís­lensku sam­fé­lagi, jafn­vel inn­an Sam­tak­anna '78.

„Þeir sögðu mér að drepa mig því ég væri hommaógeð“

Fjögurra ára gamall bað hann um bleikan pollagalla. Átta ára mætti hann sem Lísa í Undralandi á búningaball. Alla hans æsku fékk hann að heyra að hann væri hommi. En Jón Ágúst Þórunnarson er ekki hommi. Hann er hinsegin.

Jón Ágúst er rétt að verða tvítugur en hefur tekið þátt í ungliðastarfi Samtakanna '78 undanfarin ár og sinnt jafningafræðslu á þeirra vegum. Sumarið eftir 10. bekk kynntist hann tvíkynhneigðri stelpu sem dró hann með sér á fund. Þar leið honum svo vel að hann ákvað að fara aftur og hálfu ári síðar var hann kominn í stjórn. 

„Ég hef alltaf vitað að ef ég verð ástfanginn þá verð ég bara ástfanginn óháð kyni viðkomandi. Það tengist körlum ekkert sérstaklega. Sumir kalla það pan en ég vil ekki skilgreina mig þannig. Ég vissi allavega alltaf að það væri ekki svo einfalt að það væru allir eins, og allir gagnkynhneigðir.“

Árás eftir fræðslu 

Á fundum ungliðahópsins kynntist Jón Ágúst góðum krökkum. „Ég lenti mikið í einelti þegar ég var yngri og passaði aldrei neins staðar inn. Þetta var mjög góður staður fyrir svona strák eins og mig því þarna var ekkert einelti og engir fordómar. Hvernig sem ég var þá var ég alltaf velkominn, ég þurfti ekkert að skilgreina það þegar ég mætti. Ég gat bara komið inn, fengið að læra af krökkunum og kynnast sjálfum mér um leið.“

Það er þó ekki allt tekið út með sældinni. Þegar Jón Ágúst var eitt sinn með hinsegin fræðslu fyrir menntaskólanemendur mætti hann fordómum. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem Jón Ágúst mætti fordómum. Þarna var það þó sérlega átakalegt, þar sem hann hafði heimsótt skólann með það að marki að reyna að fræða nemendur og auka umburðarlyndi. Eftir fræðsluna stóð hann á bílaplaninu fyrir utan skólann þegar strákahópur kom keyrandi. „Þeir keyrðu hægt fram hjá mér og kölluðu allskonar illum nöfnum að mér. Þeir sögðu mér að drepa mig því ég væri hommaógeð. Ég væri ógeðslegur og ætti að láta mig hverfa. Það væri best ef ég lægi dauður einhvers staðar, ég ætti ekki að troða mér í skólann þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár