Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þeir sögðu mér að drepa mig því ég væri hommaógeð“

Eft­ir hinseg­in fræðslu var öskr­að á hann og þeg­ar hann vildi kaupa legg­ings var hann rek­inn út úr búð­inni. Jón Ág­úst Þór­unn­ar­son er hinseg­in og seg­ir for­dóm­ana leyn­ast víða í ís­lensku sam­fé­lagi, jafn­vel inn­an Sam­tak­anna '78.

„Þeir sögðu mér að drepa mig því ég væri hommaógeð“

Fjögurra ára gamall bað hann um bleikan pollagalla. Átta ára mætti hann sem Lísa í Undralandi á búningaball. Alla hans æsku fékk hann að heyra að hann væri hommi. En Jón Ágúst Þórunnarson er ekki hommi. Hann er hinsegin.

Jón Ágúst er rétt að verða tvítugur en hefur tekið þátt í ungliðastarfi Samtakanna '78 undanfarin ár og sinnt jafningafræðslu á þeirra vegum. Sumarið eftir 10. bekk kynntist hann tvíkynhneigðri stelpu sem dró hann með sér á fund. Þar leið honum svo vel að hann ákvað að fara aftur og hálfu ári síðar var hann kominn í stjórn. 

„Ég hef alltaf vitað að ef ég verð ástfanginn þá verð ég bara ástfanginn óháð kyni viðkomandi. Það tengist körlum ekkert sérstaklega. Sumir kalla það pan en ég vil ekki skilgreina mig þannig. Ég vissi allavega alltaf að það væri ekki svo einfalt að það væru allir eins, og allir gagnkynhneigðir.“

Árás eftir fræðslu 

Á fundum ungliðahópsins kynntist Jón Ágúst góðum krökkum. „Ég lenti mikið í einelti þegar ég var yngri og passaði aldrei neins staðar inn. Þetta var mjög góður staður fyrir svona strák eins og mig því þarna var ekkert einelti og engir fordómar. Hvernig sem ég var þá var ég alltaf velkominn, ég þurfti ekkert að skilgreina það þegar ég mætti. Ég gat bara komið inn, fengið að læra af krökkunum og kynnast sjálfum mér um leið.“

Það er þó ekki allt tekið út með sældinni. Þegar Jón Ágúst var eitt sinn með hinsegin fræðslu fyrir menntaskólanemendur mætti hann fordómum. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem Jón Ágúst mætti fordómum. Þarna var það þó sérlega átakalegt, þar sem hann hafði heimsótt skólann með það að marki að reyna að fræða nemendur og auka umburðarlyndi. Eftir fræðsluna stóð hann á bílaplaninu fyrir utan skólann þegar strákahópur kom keyrandi. „Þeir keyrðu hægt fram hjá mér og kölluðu allskonar illum nöfnum að mér. Þeir sögðu mér að drepa mig því ég væri hommaógeð. Ég væri ógeðslegur og ætti að láta mig hverfa. Það væri best ef ég lægi dauður einhvers staðar, ég ætti ekki að troða mér í skólann þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár