Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þáði gjöf frá Hreyfingu og kom fram í umfjöllun þar sem þjónusta fyrirtækisins var kynnt

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, þigg­ur að­stoð, leið­bein­ing­ar og lík­ams­mæl­ing­ar í boði Hreyf­ing­ar. Um leið kom hann fram í um­fjöll­un á Smartlandi þar sem kost­ir þjón­ust­unn­ar eru kynnt­ir. Eig­in­kona ut­an­rík­is­ráð­herra er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

Þáði gjöf frá Hreyfingu og kom fram í umfjöllun þar sem þjónusta fyrirtækisins var kynnt

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur þegið gjaldfrjálsa þjónustu hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Frá þessu greinir hann í viðtali við RÚV í dag, en eins og Stundin fjallaði um í gær kemur Brynjar fram í umfjöllun Smartlands þar sem þjónusta fyrirtækisins er kynnt. Umfjöllunin er auglýsingu líkust og textaútgáfa hennar hefst með því að Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, segir frá kostum svokallaðrar Boditrax–tækni sem fyrirtækið býður upp á. 

Stundin sendi Mörtu Maríu Jónasdóttur, ritstjóra Smartlands, tölvupóst um helgina og spurði hvort umfjöllunin væri kostað efni eða hefðbundin umfjöllun. „Þetta er hefðbundið lífsstílsefni, ekki kostað,“ svaraði hún.

Í viðtali við Brynjar á RÚV kemur fram að Ágústa Johnson hafi boðist til að veita honum aðstoð við að koma sér í form. Aðstoðin felist í því að fá leiðbeiningar og mælingar og það sé í boði Hreyfingar. „Ég fæ þarna bara aðstoð og ef menn vilja líta á það sem hlunnindi, þá kemur það bara í ljós. Þetta er ekkert öðruvísi en að einhver bjóði þér í mat. Okkur þingmönnum eru boðnir alls konar hlutir sem öðrum eru ekki boðnir alla jafna. En þetta eru ekki slík gæði að þetta sé orðin spurning um brot á siðareglum,“ er haft eftir Brynjari. „Okkur er stundum boðið í mat. Eitthvert eitt skipti skiptir ekki öllu máli. En það eru auðvitað mörk á þessu.“

Hann telur sig ekki hafa farið á svig við siðareglur þingmanna, en þar er meðal annars kveðið á um að þingmenn skuli forðast hagsmunaárekstra í starfi sínu og ekki taka við óviðeigandi greiðslu eða gjöf.  Jafnframt skuli þingmenn ekki nota aðstöðu sína til þess að vinna að eigin hagsmunum eða hagsmunum annars aðila þannig að ekki samrýmist siðareglunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár