Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Það tekur þingmann tæpt ár að safna fyrir fyrstu fasteign en kennara 13 ár

Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, seg­ist ekki sjá fram á að geta keypt sína fyrstu fast­eign á næst­unni. Sé mið­að við ráð­stöf­un­ar­tekj­ur og grunn­fram­færslu­við­mið má ætla að þing­mað­ur geti lagt fyr­ir um 465 þús­und krón­ur á mán­uði, en grunn­skóla­kenn­ari að­eins 28 þús­und.

Það tekur þingmann tæpt ár að safna fyrir fyrstu fasteign en kennara 13 ár
Ásta Guðrún Helgadóttir Getur lagt fyrir 465 þúsund krónur á mánuði

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í Silfrinu á RÚV í gærmorgun „Það er í rauninni bara miklu meira fólk sem þarf húsnæði en framboðið er. Þá náttúrulega bara hækkar verðið og ég meina ég er ekkert að fara að sjá fram á það að geta keypt mér íbúð einhverntíman á næstunni, það er bara frekar ómögulegt að mínu mati.“ Dagur Hjartarson, kennari og rithöfundur, gagnrýndi ummæli Ástu Guðrúnar á Twitter og skrifaði: „Ættir að geta sparað fyrir útborgun á einu ári miðað við þetta. Sem er ekki alveg í takt við reynslu flestra ungra Íslendinga.“ Miðað við ráðstöfunartekjur og neysluviðmið einstaklinga kemur í ljós að það það gæti tekið rúmlega ár fyrir þingmann að safna fyrir útborgun af lítilli íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Hins vegar tæki það 13 ár fyrir grunnskólakennara að safna sér fyrir sömu íbúð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár