Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Það tekur þingmann tæpt ár að safna fyrir fyrstu fasteign en kennara 13 ár

Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, seg­ist ekki sjá fram á að geta keypt sína fyrstu fast­eign á næst­unni. Sé mið­að við ráð­stöf­un­ar­tekj­ur og grunn­fram­færslu­við­mið má ætla að þing­mað­ur geti lagt fyr­ir um 465 þús­und krón­ur á mán­uði, en grunn­skóla­kenn­ari að­eins 28 þús­und.

Það tekur þingmann tæpt ár að safna fyrir fyrstu fasteign en kennara 13 ár
Ásta Guðrún Helgadóttir Getur lagt fyrir 465 þúsund krónur á mánuði

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í Silfrinu á RÚV í gærmorgun „Það er í rauninni bara miklu meira fólk sem þarf húsnæði en framboðið er. Þá náttúrulega bara hækkar verðið og ég meina ég er ekkert að fara að sjá fram á það að geta keypt mér íbúð einhverntíman á næstunni, það er bara frekar ómögulegt að mínu mati.“ Dagur Hjartarson, kennari og rithöfundur, gagnrýndi ummæli Ástu Guðrúnar á Twitter og skrifaði: „Ættir að geta sparað fyrir útborgun á einu ári miðað við þetta. Sem er ekki alveg í takt við reynslu flestra ungra Íslendinga.“ Miðað við ráðstöfunartekjur og neysluviðmið einstaklinga kemur í ljós að það það gæti tekið rúmlega ár fyrir þingmann að safna fyrir útborgun af lítilli íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Hins vegar tæki það 13 ár fyrir grunnskólakennara að safna sér fyrir sömu íbúð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár