Þegar ég skildi við eiginmann og barnsföður fyrir fjórtán árum síðan var ég svo lánsöm að komast á námskeið sem hét „Líf eftir skilnað“ hjá Kvennakirkjunni. Mörgum árum síðar, ákvað ég að bjóða fólki upp á svipuð námskeið, sem ég byggði á eigin reynslu og kallaði „Sátt eftir skilnað“ en það var eftir að ég hafði farið á lífsbreytandi námskeið um meðvirkni, þar sem ég skildi fyrst orsakir skilnaða. Ég skildi eftir það ekki einungis skilnaðinn við barnsföður og eiginmann, heldur líka það að ég tolldi ekki í samböndum sem ég fór í eftir skilnaðinn við hann. Það sem ég hef meðal annars lært í gegnum þroskaferli eftir skilnað er:
1. Skilnaður er sorg, og það gildir það sema um skilnaðarsorg og aðrar sorgir, - engin/n getur sett sig í þín spor nema að hafa gengið í gegnum sömu reynslu. Skilnaður er jafnframt fjölskyldusorg, því það verða í flestum tilfellum fleiri sem upplifa breytinguna á aðstæðum og söknuð eftir því sem einu sinni var. (Skilnaður getur líka verið sorg, þó að hjónabandið hafi verið vont – því það er draumurinn um það hvernig það átti að vera sem deyr).
Athugasemdir