Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Það er búið að henda rammaáætlun“

Síð­ari um­ræða um til­lögu at­vinnu­vega­nefnd­ar um að færa fimm virkj­ana­kosti úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk fer fram á Al­þingi í dag.

„Það er búið að henda rammaáætlun“
Guðbjartur Hannesson

„Það er búið að henda rammaáætlun. Hún er bara farin,“ sagði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar rétt í þessu en nú stendur yfir á Alþingi síðari umræða um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Lagt er til að alls fimm virkjanakostir verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk, en þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun. Stjórnarandstaðan lagði í upphafi þings fram tillögu um að taka málið af dagskrá en sú tillaga var felld. Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, byrjaði á því að kynna úrskurð sinn, byggðan á lögfræðiáliti, um að málið stæðist lög. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við og sögðu ekki viðunandi að lesið sé upp álit við upphaf umræðunnar án þess að stjórnarandstöðunni gæfist færi til að taka álitið til umfjöllunar. „Algjör skrípaleikur,“ sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. 

Báðu um flýtimeðferð á ákveðnum virkjanakostum

Forsaga málsins er sú að í júní 2013, eftir að ný ríkisstjórn tók við, fékk verkefnastjórn um rammaáætlun sendan viðauka við erindisbréf sitt þar sem verkefnastjórn var beðin um setja átta tiltekna virkjanakosti í ákveðna flýtimeðferð. Þar á meðal voru þessir fimm virkjanakostir sem eru til umræðu á Alþingi í dag. Hins vegar tókst verkefnastjórn ekki að ljúka þessari flýtimeðferð heldur afgreiddi einungis Hvammsvirkjun. Samkvæmt tillögunni átti að færa Hvammsvirkjun yfir í nýtingarflokk, en að fjalla þyrfti nánar um aðrar virkjanahugmyndir. „Tillagan um Hvammsvirkjun er í takt við það sem við vorum búin að leggja til, en hitt ekki,“ segir Stefán.

Í kjölfarið lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, fram tillögu um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk. Fyrri umræða um málið á Alþingi snéri því einvörðungu um Hvammsvirkjun en Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, viðraði strax efasemdir sínar um að svo yrði enda hafi alltaf verið talað um virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár sem seríu. 

Gengur gegn tilgangi laganna

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason Formaður verkefnastjórnar um rammaáætlun telur að breytingartillagan fari gegn tilgangi laganna.

Málinu var síðan vísað til atvinnuveganefndar og skilaði meiri hluti nefndarinnar áliti ásamt breytingartillögu í lok mars. Meiri hlutinn lagði þá til að fjórir virkjunarkostir til viðbótar við Hvammsvirkjun færist í nýtingarflokk, það er Hagavatnsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun. 

Hvammsvirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og  Holtavirkjun voru settar í nýtingarflokk af verkefnastjórn annars áfanga rammaáætlunar en því var breytt í meðförum umhverfisráðuneytis og Alþingis því talin var þörf á að skoða ákveðna þætti betur. Hagavatnsvirkjun hefur hins vegar aldrei verið í nýtingarflokki. „Ég tel að það að leggja til að Hagavatnsvirkjun fari í nýtingarflokk gangi gegn tilgangi laganna um rammaáætlun því umfjöllun um hana hefur sannarlega aldrei lokið í verkefnastjórn,“ segir Stefán Gíslason formaður verkefnisstjórnar í samtali við Stundina.  

Afgreiðsla nefndarinnar vakti einnig hörð viðbrögð meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna, og fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði tillöguna óþingtæka því hún byggir ekki á gildandi lögum um rammaáætlun. „Til að tillaga af þessu tagi fái hér úrvinnslu og afgreiðslu þarf stjórnarmeirihlutinn að leggja fram breytingartillögu á lögum um rammaáætlun og breyta ferlinu því að þetta byggir ekki á gildandi lögum,“ sagði hún meðal annars. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa þingsins að það liggi fyrir og verði lagt fram lögfræðiálit hvort þessi afgreiðsla standist lög um rammaáætlun. Það er ekki hægt að ljúka málinu meðan þessi efi er uppi. Mér er til efs að atvinnuveganefnd hafi aflað fullnægjandi gagna til að sýna fram á að þetta standist lög,“ sagði hún. 

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, sagði hins vegar í samtali við RÚV að verið væri að fylgja málsmeðferð sem gert væri ráð fyrir í lögum. Alþingismenn hafi fulla heimild til þess samkvæmt lögum að leggja fram breytingartillögur um mál.

Nefndarálit byggt á áliti eins fulltrúa

Nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar, sem lagði til að fjórir virkjunarkostir til viðbótar við Hvammsvirkjun færist í nýtingarflokk, er byggt á áliti eins fulltrúa í verkefnastjórn um rammaáætlun. Í nefndarálitinu kemur fram að ástæðan fyrir því að virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár voru færðir í biðflokk á sínum tíma voru upplýsingar um neikvæð áhrif á laxastofn árinnar. „Niðurstaða verkefnisstjórnar nú var ekki einróma en einn fulltrúi í henni lagði til að allar þrjár virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár færðust í nýtingarflokk,“ segir orðrétt í álitinu. Þessi eini fulltrúi verkefnisstjórnar er Elín R. Líndal sem situr í stjórninni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Elín er jafnframt fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Forsvars ehf. en Kastljós fjallaði ítarlega um fyrirtækið fyrr á þessu ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár