Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Það er búið að henda rammaáætlun“

Síð­ari um­ræða um til­lögu at­vinnu­vega­nefnd­ar um að færa fimm virkj­ana­kosti úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk fer fram á Al­þingi í dag.

„Það er búið að henda rammaáætlun“
Guðbjartur Hannesson

„Það er búið að henda rammaáætlun. Hún er bara farin,“ sagði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar rétt í þessu en nú stendur yfir á Alþingi síðari umræða um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Lagt er til að alls fimm virkjanakostir verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk, en þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun. Stjórnarandstaðan lagði í upphafi þings fram tillögu um að taka málið af dagskrá en sú tillaga var felld. Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, byrjaði á því að kynna úrskurð sinn, byggðan á lögfræðiáliti, um að málið stæðist lög. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við og sögðu ekki viðunandi að lesið sé upp álit við upphaf umræðunnar án þess að stjórnarandstöðunni gæfist færi til að taka álitið til umfjöllunar. „Algjör skrípaleikur,“ sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. 

Báðu um flýtimeðferð á ákveðnum virkjanakostum

Forsaga málsins er sú að í júní 2013, eftir að ný ríkisstjórn tók við, fékk verkefnastjórn um rammaáætlun sendan viðauka við erindisbréf sitt þar sem verkefnastjórn var beðin um setja átta tiltekna virkjanakosti í ákveðna flýtimeðferð. Þar á meðal voru þessir fimm virkjanakostir sem eru til umræðu á Alþingi í dag. Hins vegar tókst verkefnastjórn ekki að ljúka þessari flýtimeðferð heldur afgreiddi einungis Hvammsvirkjun. Samkvæmt tillögunni átti að færa Hvammsvirkjun yfir í nýtingarflokk, en að fjalla þyrfti nánar um aðrar virkjanahugmyndir. „Tillagan um Hvammsvirkjun er í takt við það sem við vorum búin að leggja til, en hitt ekki,“ segir Stefán.

Í kjölfarið lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, fram tillögu um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk. Fyrri umræða um málið á Alþingi snéri því einvörðungu um Hvammsvirkjun en Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, viðraði strax efasemdir sínar um að svo yrði enda hafi alltaf verið talað um virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár sem seríu. 

Gengur gegn tilgangi laganna

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason Formaður verkefnastjórnar um rammaáætlun telur að breytingartillagan fari gegn tilgangi laganna.

Málinu var síðan vísað til atvinnuveganefndar og skilaði meiri hluti nefndarinnar áliti ásamt breytingartillögu í lok mars. Meiri hlutinn lagði þá til að fjórir virkjunarkostir til viðbótar við Hvammsvirkjun færist í nýtingarflokk, það er Hagavatnsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun. 

Hvammsvirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og  Holtavirkjun voru settar í nýtingarflokk af verkefnastjórn annars áfanga rammaáætlunar en því var breytt í meðförum umhverfisráðuneytis og Alþingis því talin var þörf á að skoða ákveðna þætti betur. Hagavatnsvirkjun hefur hins vegar aldrei verið í nýtingarflokki. „Ég tel að það að leggja til að Hagavatnsvirkjun fari í nýtingarflokk gangi gegn tilgangi laganna um rammaáætlun því umfjöllun um hana hefur sannarlega aldrei lokið í verkefnastjórn,“ segir Stefán Gíslason formaður verkefnisstjórnar í samtali við Stundina.  

Afgreiðsla nefndarinnar vakti einnig hörð viðbrögð meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna, og fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði tillöguna óþingtæka því hún byggir ekki á gildandi lögum um rammaáætlun. „Til að tillaga af þessu tagi fái hér úrvinnslu og afgreiðslu þarf stjórnarmeirihlutinn að leggja fram breytingartillögu á lögum um rammaáætlun og breyta ferlinu því að þetta byggir ekki á gildandi lögum,“ sagði hún meðal annars. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa þingsins að það liggi fyrir og verði lagt fram lögfræðiálit hvort þessi afgreiðsla standist lög um rammaáætlun. Það er ekki hægt að ljúka málinu meðan þessi efi er uppi. Mér er til efs að atvinnuveganefnd hafi aflað fullnægjandi gagna til að sýna fram á að þetta standist lög,“ sagði hún. 

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, sagði hins vegar í samtali við RÚV að verið væri að fylgja málsmeðferð sem gert væri ráð fyrir í lögum. Alþingismenn hafi fulla heimild til þess samkvæmt lögum að leggja fram breytingartillögur um mál.

Nefndarálit byggt á áliti eins fulltrúa

Nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar, sem lagði til að fjórir virkjunarkostir til viðbótar við Hvammsvirkjun færist í nýtingarflokk, er byggt á áliti eins fulltrúa í verkefnastjórn um rammaáætlun. Í nefndarálitinu kemur fram að ástæðan fyrir því að virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár voru færðir í biðflokk á sínum tíma voru upplýsingar um neikvæð áhrif á laxastofn árinnar. „Niðurstaða verkefnisstjórnar nú var ekki einróma en einn fulltrúi í henni lagði til að allar þrjár virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár færðust í nýtingarflokk,“ segir orðrétt í álitinu. Þessi eini fulltrúi verkefnisstjórnar er Elín R. Líndal sem situr í stjórninni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Elín er jafnframt fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Forsvars ehf. en Kastljós fjallaði ítarlega um fyrirtækið fyrr á þessu ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár