Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinn Andri vill að Biggi lögga verði rekinn

„Ég mun a.m.k. senda lög­reglu­stjóra form­legt er­indi,“ skrif­ar hann vegna yf­ir­lýs­ing­ar Bigga löggu um hópnauðg­un­ar­mál­ið.

Sveinn Andri vill að Biggi lögga verði rekinn

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður vill að Birgir Örn Guðjónsson, öðru nafni Biggi lögga, verði rekinn eða settur út í horn vegna yfirlýsingar hans um hópnauðgunarmálið í Breiðholti sem fjölmiðlar greindu frá í gær. 

Orðrétt skrifaði Birgir Örn: „Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan um brot ykkar þá gerir samfélagið það. Ég þekki ykkur ekki og ekki heldur stúlkuna og ég veit ekki nákvæma málavexti. Ég þarf þess heldur ekki. Það sem ég veit er að þið notuðuð líkama sextán ára ölvaðrar stúlku. Þið skiptust á að ríða henni og tókuð það upp á myndband. Hvað voruð þið að hugsa? Sama hver aðdragandinn var eða hver sagði hvað að þá áttuð þið alltaf að vita að þetta væri svo kolrangt. Þó svo að dómstóll hafi sýknað ykkur þá þurfið þið að lifa við þennan verknað ykkar. Samfélagið hefur dæmt ykkur seka.“

Sveinn Andri, sem gegndi verjendastörfum fyrir einn mannanna sem ákærðir voru fyrir nauðgun en fengu sýknudóm á föstudag, túlkar ummæli Bigga löggu á þann veg að hann sé að kalla hina sýknuðu „nauðgara“. 

„Ef allt er með felldu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fær hann uppsagnarbréf“

„Á opinberum vettvangi, þar sem hann kennir sig við lögregluna, kallar þessi Biggi sakborninga sem sýknaðir voru nauðgara. Lögreglumenn sem ég hef rætt við eru rasandi og segja „Bigga löggu" brjóta gegn grundvallarreglum sem menn eiga að tileinka sér eftir nám í Lögregluskólanum og koma óorði á stéttina,“ skrifar Sveinn Andri. „Þessi maður er varðstjóri á Kópavogsstöðinni og því iðulega fyrsti stjórnandi á vettvangi glæps. Til slíkra verka verður að vera gerð krafa um lágmarks dómgreind og hlutleysi. Ef allt er með felldu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fær hann uppsagnarbréf afhent í fyrramálið, eða verður settur i gangbrautarvörzlu. Ég mun a.m.k. senda lögreglustjóra formlegt erindi.“

Hér að neðan má sjá ummæli Bigga löggu í heild:

Hér má sjá færslu Sveins Andra: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár