Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sturla slapp með húsið á síðustu stundu

Ís­lands­banki hætti við nauð­ung­ar­sölu á heim­ili Sturlu Jóns­son­ar degi fyr­ir upp­boð.

Sturla slapp með húsið á síðustu stundu

Sturla Jónsson bifreiðarstjóri heldur húsi sínu í bili eftir að Íslandsbanki ákvað að hætta við nauðungarsölu á húsinu hans sem fara átti fram í morgun. Sturla er einn þeirra þekktustu á landinu sem hafa átt í vandræðum vegna fasteignalána, en hann var ein af aðalpersónunum í heimildarmyndinni Guð blessi Ísland árið 2009 og fór auk þess í framboð til Alþingis með flokk undir hans eigin nafni. 

„Þetta er bara ein orrusta, þetta stríð er ekki búið. Þetta er reyndar í annað skiptið sem þeir hætta við að selja ofan af mér,“ segir Sturla Jónsson í samtali við Stundina. Nauðungarsala á heimili hans átti að fara fram í dag en Íslandsbanki féll frá þeirri kröfu í gær. Sturla stendur í einkamáli gegn Íslandsbanka, sem hann rekur sjálfur, en hans helsta markmið að eigin sögn er að sjá hvort Íslandsbanki geti sannað að bankinn eigi skuld vegna láns sem Sturla fékk hjá Sparisjóði vélstjóra.

„Ég stefndi þeim sjálfum í fyrravor til þess að þeir sönnuðu að þeir ættu skuldina. Það var munnlegur málflutningur á því í gærmorgun og svo í framhaldi af því hefur lögfræðingur Íslandsbanka samband við lögfræðing sem hefur verið að aðstoða mig. Þeir ræða málin eitthvað saman í sambandi við að semja. Því samtali líkur á því að við ætluðum að funda síðar. Svo fæ ég bara símtal frá sýslumanninum um að það hafi verið fallið frá þessu. Ég var ekki búinn að gera neina kröfu um það,“ segir Sturla.

Stund milli stríða

Hann segist í raun ekki vita hvers vegna Íslandsbanki hafi fallið frá kröfu um nauðungarsölu á heimili hans. „Maður spyr sig hvað þeir voru að spekúlera. Það er helst sem ég veit um að það kom í ljós að konan mín hafði aldrei skrifað undir sem þinglýstur eigandi á skjölin, aldrei sem skuldari. Þeir gátu þá allavega ekki selt nema helminginn af húsinu,“ segir Sturla.

Hann segir að næst sé á döfinni að sjá hvað komi út úr máli sínu gegn Íslandsbanka. „Það er að halda áfram og sjá hvað verður úr, svo þetta er stund milli stríða. Það á að koma niðurstaða í málið núna á næstu fjórum vikum og hvað maður gerir svo í framhaldinu,“ segir Sturla.    

Segir banka hafa alræðisvald yfir sýslumanni

Sturla segir mál sitt sýna vanrækslu sýslumannsembætta sem og vald bankanna yfir þeim. „Sjáðu hvað þetta gengur langt. Alræðisvaldið sem bankarnir hafa virðist vera yfir sýslumanns embættum. Sýslumaður skoðar gögnin ekki neitt. Það er kveðið skýrt á um það í lögunum að þeir eigi að ganga úr skugga um að skjölin uppfylli öll skilyrði til þess að bjóða ofan af fólki. Sýslumaður hleypur á eftir bankanum út og suður og svo hringja þeir bara í sýslumann og segja: „nei, við erum hættir við“. Þá spyr maður sig hvað sýslumannsembættið sé búið að eyða mörgum vinnustundum í kringum þetta mál og við skattgreiðendur erum að borga allt,“ segir Sturla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár