Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sturla slapp með húsið á síðustu stundu

Ís­lands­banki hætti við nauð­ung­ar­sölu á heim­ili Sturlu Jóns­son­ar degi fyr­ir upp­boð.

Sturla slapp með húsið á síðustu stundu

Sturla Jónsson bifreiðarstjóri heldur húsi sínu í bili eftir að Íslandsbanki ákvað að hætta við nauðungarsölu á húsinu hans sem fara átti fram í morgun. Sturla er einn þeirra þekktustu á landinu sem hafa átt í vandræðum vegna fasteignalána, en hann var ein af aðalpersónunum í heimildarmyndinni Guð blessi Ísland árið 2009 og fór auk þess í framboð til Alþingis með flokk undir hans eigin nafni. 

„Þetta er bara ein orrusta, þetta stríð er ekki búið. Þetta er reyndar í annað skiptið sem þeir hætta við að selja ofan af mér,“ segir Sturla Jónsson í samtali við Stundina. Nauðungarsala á heimili hans átti að fara fram í dag en Íslandsbanki féll frá þeirri kröfu í gær. Sturla stendur í einkamáli gegn Íslandsbanka, sem hann rekur sjálfur, en hans helsta markmið að eigin sögn er að sjá hvort Íslandsbanki geti sannað að bankinn eigi skuld vegna láns sem Sturla fékk hjá Sparisjóði vélstjóra.

„Ég stefndi þeim sjálfum í fyrravor til þess að þeir sönnuðu að þeir ættu skuldina. Það var munnlegur málflutningur á því í gærmorgun og svo í framhaldi af því hefur lögfræðingur Íslandsbanka samband við lögfræðing sem hefur verið að aðstoða mig. Þeir ræða málin eitthvað saman í sambandi við að semja. Því samtali líkur á því að við ætluðum að funda síðar. Svo fæ ég bara símtal frá sýslumanninum um að það hafi verið fallið frá þessu. Ég var ekki búinn að gera neina kröfu um það,“ segir Sturla.

Stund milli stríða

Hann segist í raun ekki vita hvers vegna Íslandsbanki hafi fallið frá kröfu um nauðungarsölu á heimili hans. „Maður spyr sig hvað þeir voru að spekúlera. Það er helst sem ég veit um að það kom í ljós að konan mín hafði aldrei skrifað undir sem þinglýstur eigandi á skjölin, aldrei sem skuldari. Þeir gátu þá allavega ekki selt nema helminginn af húsinu,“ segir Sturla.

Hann segir að næst sé á döfinni að sjá hvað komi út úr máli sínu gegn Íslandsbanka. „Það er að halda áfram og sjá hvað verður úr, svo þetta er stund milli stríða. Það á að koma niðurstaða í málið núna á næstu fjórum vikum og hvað maður gerir svo í framhaldinu,“ segir Sturla.    

Segir banka hafa alræðisvald yfir sýslumanni

Sturla segir mál sitt sýna vanrækslu sýslumannsembætta sem og vald bankanna yfir þeim. „Sjáðu hvað þetta gengur langt. Alræðisvaldið sem bankarnir hafa virðist vera yfir sýslumanns embættum. Sýslumaður skoðar gögnin ekki neitt. Það er kveðið skýrt á um það í lögunum að þeir eigi að ganga úr skugga um að skjölin uppfylli öll skilyrði til þess að bjóða ofan af fólki. Sýslumaður hleypur á eftir bankanum út og suður og svo hringja þeir bara í sýslumann og segja: „nei, við erum hættir við“. Þá spyr maður sig hvað sýslumannsembættið sé búið að eyða mörgum vinnustundum í kringum þetta mál og við skattgreiðendur erum að borga allt,“ segir Sturla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár