Hann er 54 ára gamall fjölskyldumaður, ökukennari og lögreglumaður í hjáverkum, sem hefur kært tvítuga stúlku fyrir rangar sakargiftir. Það gerði hann í kjölfar þess að nauðgunarmáli á hendur honum var vísað frá hjá ríkissaksóknara, sem mat málið ekki líklegt til sakfellis. Stúlkan var nítján ára þegar þau fóru saman upp á hótelherbergi, þaðan sem hún fór beinustu leið til lögreglunnar og í læknisskoðun.
„Þetta er ofureinfalt. Hún hefur mig þarna fyrir rangri sök,“ segir maðurinn. Það sé réttlætismál að kæra stúlkuna og fylgja því eftir af fullri hörku.
Stúlkan fékk hins vegar svo mikið áfall þegar henni var kunngjört um kæruna að tveimur dögum síðar endaði hún á spítala. Þar lá hún inni í tólf tíma á meðan verið var að hreinsa of stóran skammt af lyfjum úr líkama hennar. Í raun langar hana ekki til að deyja, en þarna fannst henni óréttlætið svo yfirþyrmandi að hún treysti sér ekki í meira. Hún útskýrir þetta þannig að það sem gerðist hafi reynst henni þungbært, það hafi verið erfitt að kæra, enn verra þegar málinu var vísað frá og nánast óbærilegt að sitja undir áburði um lygar. Fjölskyldan er tvístruð vegna málsins, vinir hafa horfið og hún hefur þurft að sitja undir svívirðingum fólks sem segir hana athyglissjúka og ógeðslega, hún sé að eyðileggja samfélagið í litla bænum þar sem þau bjuggu. „Mér fannst allt bregðast, bæði réttarkerfið og fjölskyldan,“ útskýrir stúlkan, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, sem er farin úr landi.
„Svona píur eins og þú sem eru fullar af athyglissýki ættuð að beina spjótum ykkar eitthvert annað en að eyðileggja líf fólks,“ segir meðal annars í skilaboðum sem henni hafa borist.
Vinkona stúlkunnar hefur stutt hana í gegnum þetta ferli, eftir að hún fékk skilaboð umrætt kvöld með ákalli um hjálp sem varð til þess að hún fór á eftir henni upp á hótel, þar sem hún hrópaði nafn vinkonu sinnar, barði á dyr og reyndi að komast inn. Hún hringdi síðan í bæði hótelstjórann og lögregluna, sem tók á móti stúlkunni þegar hún gekk þaðan út. Síðan fylgdi hún vinkonu sinni inn í nóttina, á lögreglustöðina og upp á spítala. Hún segir að það hafi verið erfitt að fylgja henni í gegnum þetta. „Mjög erfitt.“
Ekki síst vegna viðbragða fólks sem var ekki á vettvangi og getur ekki vitað hvað fram fór þetta kvöld. „Þau bjuggu bæði í litlu bæjarfélagi. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá því að hún var lítil og sumir trúa henni ekki, halda að hún sé að ljúga og eitthvað geðveik. Það er mjög erfitt að horfa upp á það,“ segir vinkonan.
Faðir stúlkunnar, Magnús Georg Hrafnsson, tekur í sama streng. „Ég sé bara svart, ég er svo reiður,“ segir hann. Þetta mál sé lyginni líkast, algjör matröð. Hann fylgdi dóttur sinni á lögreglustöðina þegar hún lagði fram formlega
Athugasemdir