Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stúlka kærð fyrir að kæra lögreglumann fyrir nauðgun

Tanja M. Ís­fjörð leit­aði til lög­regl­unn­ar eft­ir heim­sókn á hót­el­her­bergi eldri manns sem hún þekkti og treysti, en hann var fyrr­ver­andi öku­kenn­ari henn­ar og starf­aði fyr­ir lög­regl­una. Hún kærði hann fyr­ir nauðg­un, en eft­ir að rík­is­sak­sókn­ari vís­aði mál­inu frá kærði mað­ur­inn hana fyr­ir rang­ar sak­argift­ir. Mál­ið er til með­ferð­ar hjá lög­reglu.

Stúlka kærð  fyrir að kæra lögreglumann fyrir nauðgun
Kærði lögreglumann Maðurinn var að vinna fyrir lögregluna á þeim tíma sem hann var kærður fyrir ­nauðgun. Hann vék tímabundið frá störfum en hefur nú snúið aftur. Myndin af lögreglumanninum er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Samsett

Hann er 54 ára gamall fjölskyldumaður, ökukennari og lögreglumaður í hjáverkum, sem hefur kært tvítuga stúlku fyrir rangar sakargiftir. Það gerði hann í kjölfar þess að nauðgunarmáli á hendur honum var vísað frá hjá ríkissaksóknara, sem mat málið ekki líklegt til sakfellis. Stúlkan var nítján ára þegar þau fóru saman upp á hótelherbergi, þaðan sem hún fór beinustu leið til lögreglunnar og í læknisskoðun.

„Þetta er ofureinfalt. Hún hefur mig þarna fyrir rangri sök,“ segir maðurinn. Það sé réttlætismál að kæra stúlkuna og fylgja því eftir af fullri hörku.

Stúlkan fékk hins vegar svo mikið áfall þegar henni var kunngjört um kæruna að tveimur dögum síðar endaði hún á spítala. Þar lá hún inni í tólf tíma á meðan verið var að hreinsa of stóran skammt af lyfjum úr líkama hennar. Í raun langar hana ekki til að deyja, en þarna fannst henni óréttlætið svo yfirþyrmandi að hún treysti sér ekki í meira. Hún útskýrir þetta þannig að það sem gerðist hafi reynst henni þungbært, það hafi verið erfitt að kæra, enn verra þegar málinu var vísað frá og nánast óbærilegt að sitja undir áburði um lygar. Fjölskyldan er tvístruð vegna málsins, vinir hafa horfið og hún hefur þurft að sitja undir svívirðingum fólks sem segir hana athyglissjúka og ógeðslega, hún sé að eyðileggja samfélagið í litla bænum þar sem þau bjuggu. „Mér fannst allt bregðast, bæði réttarkerfið og fjölskyldan,“ útskýrir stúlkan, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, sem er farin úr landi.

„Svona píur eins og þú sem eru fullar af athyglissýki ættuð að beina spjótum ykkar eitthvert annað en að eyðileggja líf fólks,“ segir meðal annars í skilaboðum sem henni hafa borist.

Vinkona stúlkunnar hefur stutt hana í gegnum þetta ferli, eftir að hún fékk skilaboð umrætt kvöld með ákalli um hjálp sem varð til þess að hún fór á eftir henni upp á hótel, þar sem hún hrópaði nafn vinkonu sinnar, barði á dyr og reyndi að komast inn. Hún hringdi síðan í bæði hótelstjórann og lögregluna, sem tók á móti stúlkunni þegar hún gekk þaðan út. Síðan fylgdi hún vinkonu sinni inn í nóttina, á lögreglustöðina og upp á spítala. Hún segir að það hafi verið erfitt að fylgja henni í gegnum þetta. „Mjög erfitt.“

Ekki síst vegna viðbragða fólks sem var ekki á vettvangi og getur ekki vitað hvað fram fór þetta kvöld. „Þau bjuggu bæði í litlu bæjarfélagi. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá því að hún var lítil og sumir trúa henni ekki, halda að hún sé að ljúga og eitthvað geðveik. Það er mjög erfitt að horfa upp á það,“ segir vinkonan. 

Faðir stúlkunnar, Magnús Georg Hrafnsson, tekur í sama streng. „Ég sé bara svart, ég er svo reiður,“ segir hann. Þetta mál sé lyginni líkast, algjör matröð. Hann fylgdi dóttur sinni á lögreglustöðina þegar hún lagði fram formlega 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár