Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stuðningsmenn Össurar sakaðir um smölun: „Fólki lofað öryggi á Íslandi í skiptum fyrir atkvæði í prófkjöri“

Gríð­ar­leg ólga í Sam­fylk­ing­unni vegna próf­kjörs­ins í Reykja­vík. Öss­ur hafn­ar ásök­un­um.

Stuðningsmenn Össurar sakaðir um smölun: „Fólki lofað öryggi á Íslandi í skiptum fyrir atkvæði í prófkjöri“

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sakar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, um að smala nýbúum og hælisleitendum á stuðningsmannalista Samfylkingarinnar í Reykjavík til að fá atkvæði þeirra í prófkjöri. 

Þá segist Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, hafa orðið vitni að því í prófkjörum fyrir fjórum árum þegar erlendir borgarar staðfestu við túlk að þeim hefði verið lofaður ríkisborgararéttur gegn því að kjósa Össur.

Eins og Stundin greindi frá í gær hafa á annað hundrað innflytjenda verið skráð á svokallaðan stuðningsmannalista Samfylkingarinnar vegna prófkjara flokksins í Reykjavík. Þetta er um fimmtungur þeirra sem skráðir eru á lista „skráðra stuðningsmanna“ flokksins í Reykjavík, þeirra sem ekki eru félagsmenn en vilja geta kosið í prófkjörum. Um er að ræða fjölda fólks frá Austur-Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum, þar á meðal fólk sem kom til Íslands sem hælisleitendur. 

Svanur kristjánsson
Svanur kristjánsson stjórnmálafræðingur

„Í Fréttablaðinu í dag mældist fylgi Samfylkingarinnar 7,5%. Verði vinnubrögð Össurar Skarphéðissonar við smölun nýbúa og hælisleitenda látin viðgangast mun fylgið minnka enn frekar. Þessi vinnbrögð skiluðu Össuri naumum sigri í síðasta prófkjöri og munu gera það aftur ef ekkert verður að gert,“ skrifar Svanur Kristjánsson á Facebook-síðu sinni. Þá fullyrðir Helga Vala Helgadóttir lögmaður á Facebook að fyrir fjórum árum hafi kjósendum í prófkjörum Samfylkingarinnar verið lofað að þeir gætu fengið ríkisborgararétt ef þeir styddu ákveðinn frambjóðanda. Þorvaldur Sverrisson markaðsstjóri segir á sinni Facebook-síðu að þetta sé á vitorði allra þeirra sem komið hafi nálægt prófkjörum Samfylkingarinnar.

Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir til að ná tali af Össuri í dag, bæði í gsm-síma, í tölvupósti og á Facebook. Í frétt Vísis.is um málið kemur fram að hann vísi ásökunum Helgu Völu á bug í Facebook-skilaboðum til blaðamanns.

„Að sjálfsögðu ekki. Ég hef engum manni lofað slíku, hvorki víetnömskum né öðrum, og minnist þess ekki að hafa talað við mann af víetnömskum uppruna frá því 10 flóttamenn bjuggu á hæðinni fyrir neðan mig á Holtsgötunni,“ er haft eftir Össuri sem bendir á að sömu ásakanir hafi komið upp fyrir fjórum árum. „Af hverju ætti að þurfa stjórnmálamann til að gera víetnama að ríkisborgara? Hafi þeir dvalarleyfi hér á landi njóta þeir allra réttinda, og geta orðið ríkisborgarar einsog aðrir eftur tiltekna dvöl sk. einföldum reglum.“

Helga Vala Helgadóttir
Helga Vala Helgadóttir lögmaður

Helga Vala segir í samtali við Stundina að þegar hún kom að prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum hafi hún orðið vitni að því þegar nokkur fjöldi erlendra borgara staðfesti við túlk að þeim hefði verið lofaður ríkisborgararéttur gegn því að kjósa Össur Skarphéðinsson í prófkjöri Samfylkingarinnar. „Ég er ekki að segja að hann hafi lofað því persónulega, en það gerði það að minnsta kosti einhver sem vildi veg hans vel í því prófkjöri,“ segir hún. Fleiri viðmælendur staðfesta þetta en samkvæmt heimildum blaðsins héldu margir útlendinganna að kosningin hefði snúist um hvort opnað yrði portúgalskt sendiráð á Íslandi.

Fjörugar umræður fóru af stað eftir að frétt Stundarinnar birtist í gærkvöldi á lokuðum hópi Samfylkingarinnar á Facebook. „Er það eitthvað annað en orðrómur að um smölun hafi verið að ræða? Ömurlegt ef frambjóðendur eru að standa í slíku!“ skrifar Sigurður Hólm Gunnarsson, frambjóðandi í prófkjörinu í Reykjavík.

Sema Erla Serdar, sem býður sig fram í Kraganum, tekur í sama streng. „Ég þori að fullyrða að 120 innflytjendur taka ekki upp á því sjálfir - á einni viku - að skrá sig sem stuðningsmenn stjórnmálaflokks til þess að taka þátt í prófkjöri,“ skrifar hún. 

Þá segir Sema að ekki sé hægt að túlka fréttaflutning Stundarinnar öðruvísi en svo að kjörskrá Samfylkingarinnar sé komin í hendur blaðamanna. „Það eru trúnaðarupplýsingar og brot á persónuverndarlögum að láta slíkar upplýsingar af hendi,“ skrifar hún, en ekki eru allir sammála um þá lagatúlkun.

Samfylkingin
Samfylkingin Mynd tengist frétt ekki beint.

Helga Vala leggur einnig orð í belg á spjallinu og skrifar: „Ef þetta er eins og gert var fyrir fjórum árum (...) þá var fólki lofað öryggi á Íslandi í skiptum fyrir atkvæði í prófkjöri. Það kalla ég að níðast á fólki sem á um sárt að binda því það á ekki öryggi í því landi sem það vill búa og ekki í sínu heimaríki.“ 

Þá skrifar Rósa Guðrún Erlingsdóttir að í prófkjörinu 2013 hafi nákvæmlega sama staðan komið upp. Þetta sé ástæðan fyrir því að hún geti ekki hugsað sér að koma nálægt framkvæmd opins prófkjörs aftur. „Merkilegur skilningur á lýðræði að misnota fólk með þessum hætti,“ skrifar hún. 

Stundin hefur óskað eftir því að fá gefna upp tölu þeirra sem skráðir eru á stuðningsmannalista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins eru þetta um 570 manns. Þegar haft var samband við skrifstofu Samfylkingarinnar var blaðamanni bent á að senda Kristjáni Guy Burgess, framkvæmdastjóra flokksins, tölvupóst. Hann segist ekki geta gefið upp fjölda þeirra sem aðeins eru skráðir sem stuðningsmenn. Hins vegar séu 5780 á kjörskrá í Reykjavík. „Sú tala nær yfir bæði þá sem hafa skráð sig sem félaga og stuðningsmenn. Ekki eru gefnar upp sundurgreiningar eða tímasetningar á skráningum heldur unnið með þetta sem eina skrá,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár