Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Strokufangarnir dvöldu stutt á Kvíabryggju

Bú­ið er að hand­taka fang­ana sem struku frá Kvía­bryggju í gær­kvöldi. Ann­ar fang­anna hóf afplán­un fyr­ir viku síð­an, hinn fyr­ir tveim­ur vik­um.

Strokufangarnir dvöldu stutt á Kvíabryggju

Tveir fangar struku frá fangelsinu Kvíabryggju í gærkvöldi. Upp komst um málið þegar þeir skiluðu sér ekki í herbergi sín á réttum tíma kl. 23 og var þá leitað að þeim í nágrenni fangelsisins, en síðan haft samband við lögreglu og gefin út handtökuskipun. Fangarnir eru ekki taldir hættulegir en þeir sitja inni fyrir neyslubrot og auðgunarbrot. DV sagði fyrst frá málinu í morgun

„Þessir strákar eiga sér sögu um neyslu- og auðgunarbrot,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri í samtali við Stundina en strokufangarnir eru á aldrinum 19 og 21 árs. „Við höfum tekið sénsa með svona unga fanga að gefa þeim tækifæri til að vistast í opnu fangelsi á meðan það er einhver möguleiki. Við viljum síður senda menn beint á Litla Hraun. Það gengur oftast mjög vel og það líða margir áratugir á milli stroka úr opnum fangelsum á Íslandi.“ Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hafa fangarnir báðir dvalið mjög stutt á Kvíabryggju. Annar þeirra hóf afplánun fyrir einni viku, hinn fyrir tveimur vikum. 

Ekki taldir hættulegir

Páll bendir á að opnum fangelsisrýmum hafi fjölgað gríðarlega á undanförnum árum, sérstaklega eftir að opna fangelsið að Sogni opnaði. Rýmin voru fjórtán árið 2007, en eru í dag 42. „Það er þá eðlileg afleiðing að við erum að senda tæpari fanga í opnu plássin. Hins vegar þá metum við þessa menn að svo stöddu ekki hættulega, nema helst sjálfum sér,“ segir Páll. Af þeirri ástæðu verður ekki lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu. „Ég vona bara að þeir skili sér sem fyrst, svo þetta hafi sem minnstar afleiðingar fyrir það sem eftir er afplánunarinnar. Samantekin ráð um strok úr fangelsi er refsiverður verknaður,“ segir Páll að lokum. 

Uppfært 12:52: Mennirnir tveir voru handteknir á Þingvöllum um hádegisbil. Þetta kemur fram í frétt á RÚV. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við bústað á Þingvöllum um klukkan hálf tólf í dag. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár