Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Strandaði á Viðreisn: Benedikt sagði Katrínu að hann skorti sannfæringu

„Því mið­ur tókst ekki að ná fram ná­kvæm­lega hvað það var sem Við­reisn treysti sér ekki til að mála­miðla um, vegna þess að það komu ekki fram nein­ar til­lög­ur frá þeim til hinna fjög­urra flokk­anna,“ skrif­ar Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Strandaði á Viðreisn: Benedikt sagði Katrínu að hann skorti sannfæringu

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ákvað að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tjáði henni að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist. 

Aðspurð staðfestir Katrín þetta í samtali við Stundina. 

Aðrir viðmælendur blaðsins fullyrða að Benedikt Jóhannesson hafi sýnt litla samningaviðleitni undanfarna daga, þagað á fundum og haft fátt til málanna að leggja. Stundin hefur ekki náð sambandi við Benedikt í kvöld en hann verður gestur Kastljóss á eftir.

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata sem tók þátt í viðræðunum fyrir hönd flokksins, sendir Benedikt tóninn á Facebook: „Verð að viðurkenna að það kom mér verulega á óvart að upp úr þessum viðræðum hafi slitnað svona snögglega. Við vorum búin að leggja mikið á okkur við að koma með tillögur að málamiðlunum og byggja brýr. Því miður tókst ekki að ná fram nákvæmlega hvað það var sem Viðreisn treysti sér ekki til að málamiðla um, vegna þess að það komu ekki fram neinar tillögur frá þeim til hinna fjögurra flokkanna.“ 

Viðmælendur Stundarinnar innan fleiri flokka hafa sömu sögu að segja. Fullyrt er að meginástæða þess að ekki tókst að mynda fimm flokka ríkisstjórn hafi verið tregða Viðreisnar til að samþykkja að ráðist yrði í auknar tekjuöflunaraðgerðir til að hægt væri að standa undir útgjaldaaukningu til heilbrigðismála og innviðafjárfestinga strax á næsta ári.  

Eins og Stundin fjallaði um í morgun véku ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá samþykktri fjármálaáætlun sinni í tveimur veigamiklum atriðum í lok síðasta kjörtímabils, annars vegar með viðbótarfjárfestingum í samgönguáætlun og hins vegar með auknu fjármagni til almannatrygginga. Báðar aðgerðirnar eru í raun ófjármagnaðar, en um er að ræða tugi milljarða sem munu valda því að ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári ef aukinna tekna verður ekki aflað. Samkvæmt heimildum Stundarinnar breyttist staðan í viðræðunum eftir að þetta rann upp fyrir fulltrúum Viðreisnar sem vildu síður að aflað yrði aukinna skatttekna til að bæði standa undir þessum útgjöldum og ráðast í aukna uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og innviða. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði náðst breið samstaða um það meðal flokkanna að farið yrði í innköllun og uppboð á aflaheimildum, að minnsta kosti í tilraunaskyni, þótt ekki hafi verið búið að greiða úr öllum álitamálum um útfærslu og framkvæmd slíkrar leiðar. „Þarna var a.m.k. kominn góður grundvöllur að sátt, það er alveg á hreinu að þetta strandaði ekki á sjávarútveginum,“ segir einn af viðmælendum blaðsins. 

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, tekur undir þetta í Facebook-færslu. „Það er rangt að þetta hafi strandað á sjávarútvegsmálum (það var komin töluverð sátt) eða landbúnaði (sem var varla byrjað að ræða). Þetta strandaði á óbilgirni. Það er vinna stjórnmálamanna að miðla málum og ná sáttum, jafnvel þegar það er sárt. Það var það sem brást,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár