Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjúpmóðir sem var opinberuð á Facebook segist ekkert muna eftir ljótum skilaboðum

Rúm­lega tví­tug stúlka birti sam­skipti sín við stjúp­móð­ur sína á Face­book um helg­ina þar sem sú síð­ar­nefnda viðr­aði áhyggj­ur sín­ar af hold­arfari stúlk­unn­ar. Stjúp­móð­ir­in ber fyr­ir sig minn­is­leysi.

Stjúpmóðir sem var opinberuð á Facebook segist ekkert muna eftir ljótum skilaboðum
Segist sjá eftir orðum sínum Stjúpmóðirin segist vita upp á sig sökina og sé að leita sér hjálpar. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

Stjúpmóðir rúmlega tvítugrar stúlku frá Akureyri, sem birti samskipti þeirra tveggja á Facebook um helgina, segist sjá eftir orðum sínum, en hún kallaði stjúpdóttur sína meðal annars „svínfeita“ og ræddi um að láta sérsauma útskriftarkjól hennar vegna offitu. Stundin sagði frá því í gær að færslu stúlkunnar, þar sem hún sýndi samskiptin við stjúpmóður sína, hefði verið deilt um þúsund sinnum á Facebook.

„Ég man ekki einu sinni eftir þessum gjörningi, en ég sit uppi með hann,“ segir stjúpmóðirin í samtali við Stundina.

Niðurbrjótandi skilaboð frá stjúpmóður

Samskiptin tengdust því að stúlkan var að útskrifast úr menntaskóla. Fjölmargir lýstu því yfir að um andlegt ofbeldi væri að ræða, en að sögn móður stúlkunnar hefur það viðgengist árum saman og hafa skilaboð hennar til stjúpdótturinnar áður verið tilkynnt til lögreglu.

„Hæ, ertu búin að finna þér eitthvað til að vera í við útskriftina?“ spurði stjúpmóðirin í Facebook-skilaboðunum. „[Faðir stúlkunnar] var að tala um við mig að hann hefði áhyggjur af þessu, sko. Þú værir búin að bæta svo miklu á þig, sagði hann… Fullt af góðum saumakonum sem geta reddað þér. Vonandi finnur þú eitthvað, vina, erfitt að vera svona stutt og feit. Allavega vona ég það besta þín vegna, maður útskrifast bara einu sinni úr VMA [Verkmenntaskólanum á Akureyri]“.

Spyr hvort stjúpdóttirin ætli „beint á bætur“

Í kjölfarið spyr hún stjúpdóttur sína út í það hvað hún vilja læra í háskóla. „Væri kannski bara sniðugt að sækja um hlutlaust nám til að byrja með, s.s. nútímafræði er í raun fyrir þá sem vita ekkert í sinn haus og geta þá valið áfram. Bara svona þankagangar hjá mér og [föður þínum], sko, þannig að þú fáir tækifæri til að mennta þig frekar í stað láglaunastarfa :) ... Eða ertu kannski bara að spá í að fara beint á bætur? Gaman að fá að fylgjast með, margir að spyrja mig en ég veit svo lítið annað en þú býrð hjá pabba þínum sem er enn eina meðferðina á Vogi og fleira. 
Leiðinlegt fyrir þig að passa ekki í neitt og svona. 
Dulluvorkenni þér.
Elskan, segðu nú eitthvað :)“

Samskiptin halda síðan áfram í svipuðum dúr, en að lokum bregst stjúpmóðirin hvumsa við beiðni um að hún hætti þessum samskiptaháttum og segist bara vera að hjálpa.

Stjúpmóðirin biður um skilning

Stjúpmóðirin segist í samtali vð Stundina glíma við alvarlegt þunglyndi sem hafi komið í kjölfar sonarmissis fyrir nokkrum árum. „Ég hef átt erfitt uppdráttar en var búin að ná mér nokkuð vel á strik. Svo kom bakslag núna í kringum dánardag hans, 2. maí, og ég byrjaði að vera með mjög miklar svefntruflanir. Var farin að þjást af kvíða og þunglyndi. Svo gerist eitthvað. Ég man ekki einu sinni eftir þessum gjörningi, en ég sit uppi með hann. Ég ætlast ekki til þess að fólk sýni mér vorkunn fyrir þennan gjörning, en ég myndi kannski þiggja að fólk sýndi pínulítinn skilning,“ segir stjúpmóðirin ennfremur. Hún segist vita upp á sig sökina og að hún ein þurfi að bera ábyrgð á orðum sínum. Um helgina hafi hún því lagst inn á sjúkrahús vegna þunglyndisins og segist staðráðin í að vinna í sínum málum. „Ég er að reyna að leita mér hjálpar. Ég er mjög illa stödd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár