Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjúpmóðir sem var opinberuð á Facebook segist ekkert muna eftir ljótum skilaboðum

Rúm­lega tví­tug stúlka birti sam­skipti sín við stjúp­móð­ur sína á Face­book um helg­ina þar sem sú síð­ar­nefnda viðr­aði áhyggj­ur sín­ar af hold­arfari stúlk­unn­ar. Stjúp­móð­ir­in ber fyr­ir sig minn­is­leysi.

Stjúpmóðir sem var opinberuð á Facebook segist ekkert muna eftir ljótum skilaboðum
Segist sjá eftir orðum sínum Stjúpmóðirin segist vita upp á sig sökina og sé að leita sér hjálpar. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

Stjúpmóðir rúmlega tvítugrar stúlku frá Akureyri, sem birti samskipti þeirra tveggja á Facebook um helgina, segist sjá eftir orðum sínum, en hún kallaði stjúpdóttur sína meðal annars „svínfeita“ og ræddi um að láta sérsauma útskriftarkjól hennar vegna offitu. Stundin sagði frá því í gær að færslu stúlkunnar, þar sem hún sýndi samskiptin við stjúpmóður sína, hefði verið deilt um þúsund sinnum á Facebook.

„Ég man ekki einu sinni eftir þessum gjörningi, en ég sit uppi með hann,“ segir stjúpmóðirin í samtali við Stundina.

Niðurbrjótandi skilaboð frá stjúpmóður

Samskiptin tengdust því að stúlkan var að útskrifast úr menntaskóla. Fjölmargir lýstu því yfir að um andlegt ofbeldi væri að ræða, en að sögn móður stúlkunnar hefur það viðgengist árum saman og hafa skilaboð hennar til stjúpdótturinnar áður verið tilkynnt til lögreglu.

„Hæ, ertu búin að finna þér eitthvað til að vera í við útskriftina?“ spurði stjúpmóðirin í Facebook-skilaboðunum. „[Faðir stúlkunnar] var að tala um við mig að hann hefði áhyggjur af þessu, sko. Þú værir búin að bæta svo miklu á þig, sagði hann… Fullt af góðum saumakonum sem geta reddað þér. Vonandi finnur þú eitthvað, vina, erfitt að vera svona stutt og feit. Allavega vona ég það besta þín vegna, maður útskrifast bara einu sinni úr VMA [Verkmenntaskólanum á Akureyri]“.

Spyr hvort stjúpdóttirin ætli „beint á bætur“

Í kjölfarið spyr hún stjúpdóttur sína út í það hvað hún vilja læra í háskóla. „Væri kannski bara sniðugt að sækja um hlutlaust nám til að byrja með, s.s. nútímafræði er í raun fyrir þá sem vita ekkert í sinn haus og geta þá valið áfram. Bara svona þankagangar hjá mér og [föður þínum], sko, þannig að þú fáir tækifæri til að mennta þig frekar í stað láglaunastarfa :) ... Eða ertu kannski bara að spá í að fara beint á bætur? Gaman að fá að fylgjast með, margir að spyrja mig en ég veit svo lítið annað en þú býrð hjá pabba þínum sem er enn eina meðferðina á Vogi og fleira. 
Leiðinlegt fyrir þig að passa ekki í neitt og svona. 
Dulluvorkenni þér.
Elskan, segðu nú eitthvað :)“

Samskiptin halda síðan áfram í svipuðum dúr, en að lokum bregst stjúpmóðirin hvumsa við beiðni um að hún hætti þessum samskiptaháttum og segist bara vera að hjálpa.

Stjúpmóðirin biður um skilning

Stjúpmóðirin segist í samtali vð Stundina glíma við alvarlegt þunglyndi sem hafi komið í kjölfar sonarmissis fyrir nokkrum árum. „Ég hef átt erfitt uppdráttar en var búin að ná mér nokkuð vel á strik. Svo kom bakslag núna í kringum dánardag hans, 2. maí, og ég byrjaði að vera með mjög miklar svefntruflanir. Var farin að þjást af kvíða og þunglyndi. Svo gerist eitthvað. Ég man ekki einu sinni eftir þessum gjörningi, en ég sit uppi með hann. Ég ætlast ekki til þess að fólk sýni mér vorkunn fyrir þennan gjörning, en ég myndi kannski þiggja að fólk sýndi pínulítinn skilning,“ segir stjúpmóðirin ennfremur. Hún segist vita upp á sig sökina og að hún ein þurfi að bera ábyrgð á orðum sínum. Um helgina hafi hún því lagst inn á sjúkrahús vegna þunglyndisins og segist staðráðin í að vinna í sínum málum. „Ég er að reyna að leita mér hjálpar. Ég er mjög illa stödd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár