Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“

Fyrr­um starfs­mað­ur Reykja­bús­ins í Mos­fells­bæ seg­ir frá því þeg­ar fugl­ar voru drepn­ir með út­blæstri úr bíl. Starfs­menn­irn­ir hafi bor­ið grím­ur þeg­ar hreins­að var til en það hafi engu bjarg­að, lykt­in hafi smog­ið í gegn, sú við­bjóðs­leg­asta sem hann hef­ur nokk­urn tím­ann fund­ið.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“
Af kjúklingabúi Tveir fyrrum starfsmenn Reykjabúsins lýsa ógeðfelldri aðferð við aflífun fugla. Mynd: Pixabay

Á dögunum birti Stundin frásögn, þar sem fyrrum starfsmaður Reykjabúsins í Mosfellsbæ, Björn Kolbeinsson, lýsti afar ógeðfelldri aðferð við að aflífa hátt í 3.000 fugla með útblæstri úr bíl. Sett hafi verið frauð fyrir alla glugga og op hússins, svo hafi barki úr púströri bíls verið tengdur við húsið og vélin látin ganga í 3 daga.

Hjalti Örn Jónsson rafvirki vann á Reykjabúinu í Mosfellsbæ í eitt ár kringum aldamót. Hann var einn þeirra sem viðstaddur var þegar umrætt atvik átti sér stað. „Jú, ég man vel eftir þessu, hef aldrei getað gleymt þessu. Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir hann. Í lýsingu Björns kom fram vélin hafi verið látin ganga í þrjá daga. Hjalti Örn segist ekki muna upp á hár hversu langur tími leið. Hins vegar muni hann eftir því að vélin hafi að minnsta kosti gengið í heilan dag og heila nótt. „Ástæðan fyrir því að þetta tók svona langan tíma var að þeir notuðu dísilbílinn við þetta, fyrir mistök. Það er enginn koltvísýringur í útblæstri frá dísilvélum.“ Fuglarnir hafi því fyrir rest drepist af dísileitrun. Koltvísýringur veldur hins vegar fyrst deyfingu og meðvitundarleysi og loks köfnun. „Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Fuglarnir voru gegnsýrðir af dísileitrun. Um leið og maður kom við þá prumpuðu þeir út úr sér eitrinu. Við vorum með grímur sem dugðu engan veginn til þess að koma í veg fyrir lyktina. Svo var þeim mokað upp í traktorsgröfu og hljóðin sem þeir gáfu frá sér voru ógleymanleg. Ég hef aldrei upplifað annað eins og þó er ég ýmsu vanur, hefur til dæmis bæði unnið á refa- og minkabúi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár