Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“

Fyrr­um starfs­mað­ur Reykja­bús­ins í Mos­fells­bæ seg­ir frá því þeg­ar fugl­ar voru drepn­ir með út­blæstri úr bíl. Starfs­menn­irn­ir hafi bor­ið grím­ur þeg­ar hreins­að var til en það hafi engu bjarg­að, lykt­in hafi smog­ið í gegn, sú við­bjóðs­leg­asta sem hann hef­ur nokk­urn tím­ann fund­ið.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“
Af kjúklingabúi Tveir fyrrum starfsmenn Reykjabúsins lýsa ógeðfelldri aðferð við aflífun fugla. Mynd: Pixabay

Á dögunum birti Stundin frásögn, þar sem fyrrum starfsmaður Reykjabúsins í Mosfellsbæ, Björn Kolbeinsson, lýsti afar ógeðfelldri aðferð við að aflífa hátt í 3.000 fugla með útblæstri úr bíl. Sett hafi verið frauð fyrir alla glugga og op hússins, svo hafi barki úr púströri bíls verið tengdur við húsið og vélin látin ganga í 3 daga.

Hjalti Örn Jónsson rafvirki vann á Reykjabúinu í Mosfellsbæ í eitt ár kringum aldamót. Hann var einn þeirra sem viðstaddur var þegar umrætt atvik átti sér stað. „Jú, ég man vel eftir þessu, hef aldrei getað gleymt þessu. Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir hann. Í lýsingu Björns kom fram vélin hafi verið látin ganga í þrjá daga. Hjalti Örn segist ekki muna upp á hár hversu langur tími leið. Hins vegar muni hann eftir því að vélin hafi að minnsta kosti gengið í heilan dag og heila nótt. „Ástæðan fyrir því að þetta tók svona langan tíma var að þeir notuðu dísilbílinn við þetta, fyrir mistök. Það er enginn koltvísýringur í útblæstri frá dísilvélum.“ Fuglarnir hafi því fyrir rest drepist af dísileitrun. Koltvísýringur veldur hins vegar fyrst deyfingu og meðvitundarleysi og loks köfnun. „Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Fuglarnir voru gegnsýrðir af dísileitrun. Um leið og maður kom við þá prumpuðu þeir út úr sér eitrinu. Við vorum með grímur sem dugðu engan veginn til þess að koma í veg fyrir lyktina. Svo var þeim mokað upp í traktorsgröfu og hljóðin sem þeir gáfu frá sér voru ógleymanleg. Ég hef aldrei upplifað annað eins og þó er ég ýmsu vanur, hefur til dæmis bæði unnið á refa- og minkabúi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár