Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“

Fyrr­um starfs­mað­ur Reykja­bús­ins í Mos­fells­bæ seg­ir frá því þeg­ar fugl­ar voru drepn­ir með út­blæstri úr bíl. Starfs­menn­irn­ir hafi bor­ið grím­ur þeg­ar hreins­að var til en það hafi engu bjarg­að, lykt­in hafi smog­ið í gegn, sú við­bjóðs­leg­asta sem hann hef­ur nokk­urn tím­ann fund­ið.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“
Af kjúklingabúi Tveir fyrrum starfsmenn Reykjabúsins lýsa ógeðfelldri aðferð við aflífun fugla. Mynd: Pixabay

Á dögunum birti Stundin frásögn, þar sem fyrrum starfsmaður Reykjabúsins í Mosfellsbæ, Björn Kolbeinsson, lýsti afar ógeðfelldri aðferð við að aflífa hátt í 3.000 fugla með útblæstri úr bíl. Sett hafi verið frauð fyrir alla glugga og op hússins, svo hafi barki úr púströri bíls verið tengdur við húsið og vélin látin ganga í 3 daga.

Hjalti Örn Jónsson rafvirki vann á Reykjabúinu í Mosfellsbæ í eitt ár kringum aldamót. Hann var einn þeirra sem viðstaddur var þegar umrætt atvik átti sér stað. „Jú, ég man vel eftir þessu, hef aldrei getað gleymt þessu. Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir hann. Í lýsingu Björns kom fram vélin hafi verið látin ganga í þrjá daga. Hjalti Örn segist ekki muna upp á hár hversu langur tími leið. Hins vegar muni hann eftir því að vélin hafi að minnsta kosti gengið í heilan dag og heila nótt. „Ástæðan fyrir því að þetta tók svona langan tíma var að þeir notuðu dísilbílinn við þetta, fyrir mistök. Það er enginn koltvísýringur í útblæstri frá dísilvélum.“ Fuglarnir hafi því fyrir rest drepist af dísileitrun. Koltvísýringur veldur hins vegar fyrst deyfingu og meðvitundarleysi og loks köfnun. „Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Fuglarnir voru gegnsýrðir af dísileitrun. Um leið og maður kom við þá prumpuðu þeir út úr sér eitrinu. Við vorum með grímur sem dugðu engan veginn til þess að koma í veg fyrir lyktina. Svo var þeim mokað upp í traktorsgröfu og hljóðin sem þeir gáfu frá sér voru ógleymanleg. Ég hef aldrei upplifað annað eins og þó er ég ýmsu vanur, hefur til dæmis bæði unnið á refa- og minkabúi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár