Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“

Fyrr­um starfs­mað­ur Reykja­bús­ins í Mos­fells­bæ seg­ir frá því þeg­ar fugl­ar voru drepn­ir með út­blæstri úr bíl. Starfs­menn­irn­ir hafi bor­ið grím­ur þeg­ar hreins­að var til en það hafi engu bjarg­að, lykt­in hafi smog­ið í gegn, sú við­bjóðs­leg­asta sem hann hef­ur nokk­urn tím­ann fund­ið.

Staðfestir frásögn fyrrum starfsmanns Reykjabúsins: „Hef aldrei getað gleymt þessu“
Af kjúklingabúi Tveir fyrrum starfsmenn Reykjabúsins lýsa ógeðfelldri aðferð við aflífun fugla. Mynd: Pixabay

Á dögunum birti Stundin frásögn, þar sem fyrrum starfsmaður Reykjabúsins í Mosfellsbæ, Björn Kolbeinsson, lýsti afar ógeðfelldri aðferð við að aflífa hátt í 3.000 fugla með útblæstri úr bíl. Sett hafi verið frauð fyrir alla glugga og op hússins, svo hafi barki úr púströri bíls verið tengdur við húsið og vélin látin ganga í 3 daga.

Hjalti Örn Jónsson rafvirki vann á Reykjabúinu í Mosfellsbæ í eitt ár kringum aldamót. Hann var einn þeirra sem viðstaddur var þegar umrætt atvik átti sér stað. „Jú, ég man vel eftir þessu, hef aldrei getað gleymt þessu. Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir hann. Í lýsingu Björns kom fram vélin hafi verið látin ganga í þrjá daga. Hjalti Örn segist ekki muna upp á hár hversu langur tími leið. Hins vegar muni hann eftir því að vélin hafi að minnsta kosti gengið í heilan dag og heila nótt. „Ástæðan fyrir því að þetta tók svona langan tíma var að þeir notuðu dísilbílinn við þetta, fyrir mistök. Það er enginn koltvísýringur í útblæstri frá dísilvélum.“ Fuglarnir hafi því fyrir rest drepist af dísileitrun. Koltvísýringur veldur hins vegar fyrst deyfingu og meðvitundarleysi og loks köfnun. „Þetta er mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Fuglarnir voru gegnsýrðir af dísileitrun. Um leið og maður kom við þá prumpuðu þeir út úr sér eitrinu. Við vorum með grímur sem dugðu engan veginn til þess að koma í veg fyrir lyktina. Svo var þeim mokað upp í traktorsgröfu og hljóðin sem þeir gáfu frá sér voru ógleymanleg. Ég hef aldrei upplifað annað eins og þó er ég ýmsu vanur, hefur til dæmis bæði unnið á refa- og minkabúi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár